Lyftum grettistaki fyrir fjölskyldur í Reykjavík Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 16. maí 2014 10:22 Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk lætur sig annað fólk varða. Mannúð, mannréttindi og velferð eru stór orð en óumdeilanlega mikilvæg í þessu samhengi og lykillinn að alvöru framþróun í nútímaþjóðfélagi. Það er þungbær staðreynd að fjöldi fólks á Íslandi býr í dag við mjög lakar efnahagslegar aðstæður. Hrunið sem enn hefur gríðarleg áhrif á almenning, bitnaði hvað verst á lág- og millitekjufólki og nú er mikill fjöldi fólks fastur í gildru húsnæðisleysis, fátæktrar og þarf jafnvel að þola matarskort. Sjálf þekki ég mörg dæmi um vel menntað, starfandi fjölskyldufólk af hinni svokölluðu „millistétt“ sem nær ekki endum saman og getur ekki veitt fjölskyldum sínum þak yfir höfuðið. Félagslegar afleiðingar svona ástands geta verið mjög neikvæðar í ýmsu tilliti og ætti að snerta okkur öll sem búum í þessu landi. Eins og flestum er kunnugt er staða húsnæðismála í Reykjavík sérlega slæm, bæði hvað varðar kaup- og leiguverð sem er orðið himinhátt og ekki lengur fyrir meðaljóninn að ráða við, en einnig er skortur á húsnæði í borginni vandamál sem ekki sér fyrir endann á og þarf að leysa nú þegar. Fátækt er ekki skömm fyrir þá sem búa við hana en hún er skömm fyrir þjóðfélagið sem á að tryggja öllum íbúum þess sömu grundvallarmannréttindi. Barn sem elst upp við fátækt á rétt á því að njóta sömu tækifæra til þroska, heilsu, almennrar velferðar og menntunar og barn sem býr við gott efnahagslegt öryggi. Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að fátækt og ójöfnuður barna hafi aukist frá hruni og jafnframt að tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, séu helsti áhrifaþáttur barnafátæktar. Samkvæmt skýrslunni eiga u.þ.b. 12. 000 börn eða um 16% barna á landinu á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Þetta eru sláandi tölur og augljóslega mjög brýnt að sporna við þessari þróun. Öll börn eiga óháð fjölskylduaðstæðum rétt á því að fá jöfn tækifæri til þess að vaxa, dafna og þroskast. Ef við sem samfélag sjáum til þess að öll börn sitji við sama borð hvað mannréttindi varðar verður það meiri hvatning fyrir einstaklinginn til þess að nýta þau tækifæri sem lífið gefur honum. Að sama skapi verður samfélag okkar ríkara af mannauði sem mun koma til með að byggja upp landið. Það er því miður e.t.v. óhjákvæmilegt og óumflýjanlegt að ójöfnuður sé til staðar, en við hljótum að geta gert betur en við gerum núna. Við getum kannski ekki séð til þess að öll börn geti notið merkjavörufatnaðar, nýjustu tækjanna eða allra þeirra nútímaþæginda sem ungmennin okkar gera kröfur til. En við gætum byrjað á markmiðum eins og t.d. að tryggja öllum börnum öruggt húsnæði, þátttöku í tómstundum og heita máltíð í skólunum. Við verðum að taka höndum saman við að reisa aftur við þetta samfélag með því að setja málefnin í rétta forgangsröð og byrja á þörfum íbúanna í borginni. Mikið hefur verið rætt um ákveðnar byggingar t.d. flugvöllinn og sjúkrahús og að sjálfsögðu geta byggingar verið forgangsmálefni, sérstaklega þegar um er að ræða húsnæði fyrir fólk. Hins vegar þarf að þétta grunninn mun betur áður en við getum farið í frekari uppbyggingu. Við þurfum þar að auki að móta framtíðarsýn fyrir alla sem búa í borginni, ekki bara fyrir suma. Með sameiginlegu átaki þurfum við að hlúa betur að íbúunum í borginni sem nú þurfa mest á því að halda. Þannig aukum við metnað hjá fólki til þess að standa sig bæði í lífi og starfi. Með því að fjárfesta í mannauði munum við uppskera betra og heilsteyptara samfélag þar sem samstaða, sátt og reisn ríkir. Það þarf að lyfta grettistaki fyrir þær fjölskyldur sem þurfa aðstoð og það þarf að gerast núna. Stjórnmálaflokkurinn Dögun er tilbúinn til þess, viltu vera með? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk lætur sig annað fólk varða. Mannúð, mannréttindi og velferð eru stór orð en óumdeilanlega mikilvæg í þessu samhengi og lykillinn að alvöru framþróun í nútímaþjóðfélagi. Það er þungbær staðreynd að fjöldi fólks á Íslandi býr í dag við mjög lakar efnahagslegar aðstæður. Hrunið sem enn hefur gríðarleg áhrif á almenning, bitnaði hvað verst á lág- og millitekjufólki og nú er mikill fjöldi fólks fastur í gildru húsnæðisleysis, fátæktrar og þarf jafnvel að þola matarskort. Sjálf þekki ég mörg dæmi um vel menntað, starfandi fjölskyldufólk af hinni svokölluðu „millistétt“ sem nær ekki endum saman og getur ekki veitt fjölskyldum sínum þak yfir höfuðið. Félagslegar afleiðingar svona ástands geta verið mjög neikvæðar í ýmsu tilliti og ætti að snerta okkur öll sem búum í þessu landi. Eins og flestum er kunnugt er staða húsnæðismála í Reykjavík sérlega slæm, bæði hvað varðar kaup- og leiguverð sem er orðið himinhátt og ekki lengur fyrir meðaljóninn að ráða við, en einnig er skortur á húsnæði í borginni vandamál sem ekki sér fyrir endann á og þarf að leysa nú þegar. Fátækt er ekki skömm fyrir þá sem búa við hana en hún er skömm fyrir þjóðfélagið sem á að tryggja öllum íbúum þess sömu grundvallarmannréttindi. Barn sem elst upp við fátækt á rétt á því að njóta sömu tækifæra til þroska, heilsu, almennrar velferðar og menntunar og barn sem býr við gott efnahagslegt öryggi. Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að fátækt og ójöfnuður barna hafi aukist frá hruni og jafnframt að tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, séu helsti áhrifaþáttur barnafátæktar. Samkvæmt skýrslunni eiga u.þ.b. 12. 000 börn eða um 16% barna á landinu á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Þetta eru sláandi tölur og augljóslega mjög brýnt að sporna við þessari þróun. Öll börn eiga óháð fjölskylduaðstæðum rétt á því að fá jöfn tækifæri til þess að vaxa, dafna og þroskast. Ef við sem samfélag sjáum til þess að öll börn sitji við sama borð hvað mannréttindi varðar verður það meiri hvatning fyrir einstaklinginn til þess að nýta þau tækifæri sem lífið gefur honum. Að sama skapi verður samfélag okkar ríkara af mannauði sem mun koma til með að byggja upp landið. Það er því miður e.t.v. óhjákvæmilegt og óumflýjanlegt að ójöfnuður sé til staðar, en við hljótum að geta gert betur en við gerum núna. Við getum kannski ekki séð til þess að öll börn geti notið merkjavörufatnaðar, nýjustu tækjanna eða allra þeirra nútímaþæginda sem ungmennin okkar gera kröfur til. En við gætum byrjað á markmiðum eins og t.d. að tryggja öllum börnum öruggt húsnæði, þátttöku í tómstundum og heita máltíð í skólunum. Við verðum að taka höndum saman við að reisa aftur við þetta samfélag með því að setja málefnin í rétta forgangsröð og byrja á þörfum íbúanna í borginni. Mikið hefur verið rætt um ákveðnar byggingar t.d. flugvöllinn og sjúkrahús og að sjálfsögðu geta byggingar verið forgangsmálefni, sérstaklega þegar um er að ræða húsnæði fyrir fólk. Hins vegar þarf að þétta grunninn mun betur áður en við getum farið í frekari uppbyggingu. Við þurfum þar að auki að móta framtíðarsýn fyrir alla sem búa í borginni, ekki bara fyrir suma. Með sameiginlegu átaki þurfum við að hlúa betur að íbúunum í borginni sem nú þurfa mest á því að halda. Þannig aukum við metnað hjá fólki til þess að standa sig bæði í lífi og starfi. Með því að fjárfesta í mannauði munum við uppskera betra og heilsteyptara samfélag þar sem samstaða, sátt og reisn ríkir. Það þarf að lyfta grettistaki fyrir þær fjölskyldur sem þurfa aðstoð og það þarf að gerast núna. Stjórnmálaflokkurinn Dögun er tilbúinn til þess, viltu vera með?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun