Lyftum grettistaki fyrir fjölskyldur í Reykjavík Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 16. maí 2014 10:22 Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk lætur sig annað fólk varða. Mannúð, mannréttindi og velferð eru stór orð en óumdeilanlega mikilvæg í þessu samhengi og lykillinn að alvöru framþróun í nútímaþjóðfélagi. Það er þungbær staðreynd að fjöldi fólks á Íslandi býr í dag við mjög lakar efnahagslegar aðstæður. Hrunið sem enn hefur gríðarleg áhrif á almenning, bitnaði hvað verst á lág- og millitekjufólki og nú er mikill fjöldi fólks fastur í gildru húsnæðisleysis, fátæktrar og þarf jafnvel að þola matarskort. Sjálf þekki ég mörg dæmi um vel menntað, starfandi fjölskyldufólk af hinni svokölluðu „millistétt“ sem nær ekki endum saman og getur ekki veitt fjölskyldum sínum þak yfir höfuðið. Félagslegar afleiðingar svona ástands geta verið mjög neikvæðar í ýmsu tilliti og ætti að snerta okkur öll sem búum í þessu landi. Eins og flestum er kunnugt er staða húsnæðismála í Reykjavík sérlega slæm, bæði hvað varðar kaup- og leiguverð sem er orðið himinhátt og ekki lengur fyrir meðaljóninn að ráða við, en einnig er skortur á húsnæði í borginni vandamál sem ekki sér fyrir endann á og þarf að leysa nú þegar. Fátækt er ekki skömm fyrir þá sem búa við hana en hún er skömm fyrir þjóðfélagið sem á að tryggja öllum íbúum þess sömu grundvallarmannréttindi. Barn sem elst upp við fátækt á rétt á því að njóta sömu tækifæra til þroska, heilsu, almennrar velferðar og menntunar og barn sem býr við gott efnahagslegt öryggi. Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að fátækt og ójöfnuður barna hafi aukist frá hruni og jafnframt að tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, séu helsti áhrifaþáttur barnafátæktar. Samkvæmt skýrslunni eiga u.þ.b. 12. 000 börn eða um 16% barna á landinu á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Þetta eru sláandi tölur og augljóslega mjög brýnt að sporna við þessari þróun. Öll börn eiga óháð fjölskylduaðstæðum rétt á því að fá jöfn tækifæri til þess að vaxa, dafna og þroskast. Ef við sem samfélag sjáum til þess að öll börn sitji við sama borð hvað mannréttindi varðar verður það meiri hvatning fyrir einstaklinginn til þess að nýta þau tækifæri sem lífið gefur honum. Að sama skapi verður samfélag okkar ríkara af mannauði sem mun koma til með að byggja upp landið. Það er því miður e.t.v. óhjákvæmilegt og óumflýjanlegt að ójöfnuður sé til staðar, en við hljótum að geta gert betur en við gerum núna. Við getum kannski ekki séð til þess að öll börn geti notið merkjavörufatnaðar, nýjustu tækjanna eða allra þeirra nútímaþæginda sem ungmennin okkar gera kröfur til. En við gætum byrjað á markmiðum eins og t.d. að tryggja öllum börnum öruggt húsnæði, þátttöku í tómstundum og heita máltíð í skólunum. Við verðum að taka höndum saman við að reisa aftur við þetta samfélag með því að setja málefnin í rétta forgangsröð og byrja á þörfum íbúanna í borginni. Mikið hefur verið rætt um ákveðnar byggingar t.d. flugvöllinn og sjúkrahús og að sjálfsögðu geta byggingar verið forgangsmálefni, sérstaklega þegar um er að ræða húsnæði fyrir fólk. Hins vegar þarf að þétta grunninn mun betur áður en við getum farið í frekari uppbyggingu. Við þurfum þar að auki að móta framtíðarsýn fyrir alla sem búa í borginni, ekki bara fyrir suma. Með sameiginlegu átaki þurfum við að hlúa betur að íbúunum í borginni sem nú þurfa mest á því að halda. Þannig aukum við metnað hjá fólki til þess að standa sig bæði í lífi og starfi. Með því að fjárfesta í mannauði munum við uppskera betra og heilsteyptara samfélag þar sem samstaða, sátt og reisn ríkir. Það þarf að lyfta grettistaki fyrir þær fjölskyldur sem þurfa aðstoð og það þarf að gerast núna. Stjórnmálaflokkurinn Dögun er tilbúinn til þess, viltu vera með? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk lætur sig annað fólk varða. Mannúð, mannréttindi og velferð eru stór orð en óumdeilanlega mikilvæg í þessu samhengi og lykillinn að alvöru framþróun í nútímaþjóðfélagi. Það er þungbær staðreynd að fjöldi fólks á Íslandi býr í dag við mjög lakar efnahagslegar aðstæður. Hrunið sem enn hefur gríðarleg áhrif á almenning, bitnaði hvað verst á lág- og millitekjufólki og nú er mikill fjöldi fólks fastur í gildru húsnæðisleysis, fátæktrar og þarf jafnvel að þola matarskort. Sjálf þekki ég mörg dæmi um vel menntað, starfandi fjölskyldufólk af hinni svokölluðu „millistétt“ sem nær ekki endum saman og getur ekki veitt fjölskyldum sínum þak yfir höfuðið. Félagslegar afleiðingar svona ástands geta verið mjög neikvæðar í ýmsu tilliti og ætti að snerta okkur öll sem búum í þessu landi. Eins og flestum er kunnugt er staða húsnæðismála í Reykjavík sérlega slæm, bæði hvað varðar kaup- og leiguverð sem er orðið himinhátt og ekki lengur fyrir meðaljóninn að ráða við, en einnig er skortur á húsnæði í borginni vandamál sem ekki sér fyrir endann á og þarf að leysa nú þegar. Fátækt er ekki skömm fyrir þá sem búa við hana en hún er skömm fyrir þjóðfélagið sem á að tryggja öllum íbúum þess sömu grundvallarmannréttindi. Barn sem elst upp við fátækt á rétt á því að njóta sömu tækifæra til þroska, heilsu, almennrar velferðar og menntunar og barn sem býr við gott efnahagslegt öryggi. Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að fátækt og ójöfnuður barna hafi aukist frá hruni og jafnframt að tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, séu helsti áhrifaþáttur barnafátæktar. Samkvæmt skýrslunni eiga u.þ.b. 12. 000 börn eða um 16% barna á landinu á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Þetta eru sláandi tölur og augljóslega mjög brýnt að sporna við þessari þróun. Öll börn eiga óháð fjölskylduaðstæðum rétt á því að fá jöfn tækifæri til þess að vaxa, dafna og þroskast. Ef við sem samfélag sjáum til þess að öll börn sitji við sama borð hvað mannréttindi varðar verður það meiri hvatning fyrir einstaklinginn til þess að nýta þau tækifæri sem lífið gefur honum. Að sama skapi verður samfélag okkar ríkara af mannauði sem mun koma til með að byggja upp landið. Það er því miður e.t.v. óhjákvæmilegt og óumflýjanlegt að ójöfnuður sé til staðar, en við hljótum að geta gert betur en við gerum núna. Við getum kannski ekki séð til þess að öll börn geti notið merkjavörufatnaðar, nýjustu tækjanna eða allra þeirra nútímaþæginda sem ungmennin okkar gera kröfur til. En við gætum byrjað á markmiðum eins og t.d. að tryggja öllum börnum öruggt húsnæði, þátttöku í tómstundum og heita máltíð í skólunum. Við verðum að taka höndum saman við að reisa aftur við þetta samfélag með því að setja málefnin í rétta forgangsröð og byrja á þörfum íbúanna í borginni. Mikið hefur verið rætt um ákveðnar byggingar t.d. flugvöllinn og sjúkrahús og að sjálfsögðu geta byggingar verið forgangsmálefni, sérstaklega þegar um er að ræða húsnæði fyrir fólk. Hins vegar þarf að þétta grunninn mun betur áður en við getum farið í frekari uppbyggingu. Við þurfum þar að auki að móta framtíðarsýn fyrir alla sem búa í borginni, ekki bara fyrir suma. Með sameiginlegu átaki þurfum við að hlúa betur að íbúunum í borginni sem nú þurfa mest á því að halda. Þannig aukum við metnað hjá fólki til þess að standa sig bæði í lífi og starfi. Með því að fjárfesta í mannauði munum við uppskera betra og heilsteyptara samfélag þar sem samstaða, sátt og reisn ríkir. Það þarf að lyfta grettistaki fyrir þær fjölskyldur sem þurfa aðstoð og það þarf að gerast núna. Stjórnmálaflokkurinn Dögun er tilbúinn til þess, viltu vera með?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun