Stefnt að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2020 18:33 Stefnt er að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stakk upp á samfélagssáttmála um handþvott og aðrar almennar sóttvarnir og tillitssemi gagnvart þeim sem áfram vilja halda tveggja metra fjarlægð á mannamótum á fundi almannavarna í dag. Nú þegar vika er í að létt verði á aðgerðum sóttvarnaaðgerða almannavarna kynnti Víðir Reynisson hugmyndir um samfélagssáttmála sem vonir standa til að landsmenn muni halda í heiðri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála og mikilvægt að horfa til þess hvað þarf að gera í framhaldinu til að við missum þetta ekki frá okkur og við fáum ekki bakslag í það sem við höfum verið að gera og að þetta taki sig ekki upp aftur,“ sagði Víðir. Hann hvatti til þess að þjóðin gangist undir samfélagslegan sáttmála sem hún lofar að halda í heiðri svo hægt sé að stefna að frekari afléttingu aðgerða. „Þetta er sáttmáli sem við viljum að gildi í vor og fram á sumarið, sem öll þjóðin væri saman í. Þar værum við að lofa því að sinna handþvotti vel, við værum að sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar. Við værum að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. Við ætlum að vernda viðkvæma hópa, við ætluðum að gefa fólki sem vill það kost á tveggja metra fjarlægðinni. Ef við fáum einkenni að vera þá heima og tala við lækni,“ sagði Víðir. Áfram yrðu tekin sýni af öllum sem eru með einkenni og allir sem séu veikir fari í einangrun og þeir sem séu útsettir fyrir smiti fari í sóttkví. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson að fari allt vel verði tveggja metra reglan afnumin og horft sé til mánaðamóta maí/júní í þeim efnum. Víðir segir samfélags sáttmálann mikilvægan svo það geti orðið. Stefnt er að því að hópamyndanir fari úr 20 manns í 50 4. maí næstkomandi. Næstu skref yfirvalda miða við að hópamyndanir takmarkist við 100 manns. Horft sé til mánaðamóta maí/júní. Hins vegar verði að fást reynsla á fyrstu afléttinguna, sem gæti tekið tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði ekki hægt að horfa til neinnar tölur þegar hann var beðinn um að svara hvað myndi teljast til bakslags í faraldrinum. „Við þurfum að líta á þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða eru þetta einstaklingar sem greinast á sama tíma, er þetta hópsýking á tiltölulega fáum einstaklingum. Eða eru þetta sporadísk tilfelli sem koma upp hér á þar. Svo getur þetta líka tengst því hversu alvarleg tilfelli verði. Það eru mjög margir þættir sem menn þurfa að taka inn í þá jöfnu hvernig menn vilja bregðast við. Það er ekki tímabært að tala bara um einhvern einn fjölda,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Tveir greindust með veiruna í gær, báðir í sóttkví. Aðeins 116 manns eru með virkan sjúkdóm í dag. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Stefnt er að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stakk upp á samfélagssáttmála um handþvott og aðrar almennar sóttvarnir og tillitssemi gagnvart þeim sem áfram vilja halda tveggja metra fjarlægð á mannamótum á fundi almannavarna í dag. Nú þegar vika er í að létt verði á aðgerðum sóttvarnaaðgerða almannavarna kynnti Víðir Reynisson hugmyndir um samfélagssáttmála sem vonir standa til að landsmenn muni halda í heiðri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála og mikilvægt að horfa til þess hvað þarf að gera í framhaldinu til að við missum þetta ekki frá okkur og við fáum ekki bakslag í það sem við höfum verið að gera og að þetta taki sig ekki upp aftur,“ sagði Víðir. Hann hvatti til þess að þjóðin gangist undir samfélagslegan sáttmála sem hún lofar að halda í heiðri svo hægt sé að stefna að frekari afléttingu aðgerða. „Þetta er sáttmáli sem við viljum að gildi í vor og fram á sumarið, sem öll þjóðin væri saman í. Þar værum við að lofa því að sinna handþvotti vel, við værum að sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar. Við værum að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. Við ætlum að vernda viðkvæma hópa, við ætluðum að gefa fólki sem vill það kost á tveggja metra fjarlægðinni. Ef við fáum einkenni að vera þá heima og tala við lækni,“ sagði Víðir. Áfram yrðu tekin sýni af öllum sem eru með einkenni og allir sem séu veikir fari í einangrun og þeir sem séu útsettir fyrir smiti fari í sóttkví. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson að fari allt vel verði tveggja metra reglan afnumin og horft sé til mánaðamóta maí/júní í þeim efnum. Víðir segir samfélags sáttmálann mikilvægan svo það geti orðið. Stefnt er að því að hópamyndanir fari úr 20 manns í 50 4. maí næstkomandi. Næstu skref yfirvalda miða við að hópamyndanir takmarkist við 100 manns. Horft sé til mánaðamóta maí/júní. Hins vegar verði að fást reynsla á fyrstu afléttinguna, sem gæti tekið tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði ekki hægt að horfa til neinnar tölur þegar hann var beðinn um að svara hvað myndi teljast til bakslags í faraldrinum. „Við þurfum að líta á þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða eru þetta einstaklingar sem greinast á sama tíma, er þetta hópsýking á tiltölulega fáum einstaklingum. Eða eru þetta sporadísk tilfelli sem koma upp hér á þar. Svo getur þetta líka tengst því hversu alvarleg tilfelli verði. Það eru mjög margir þættir sem menn þurfa að taka inn í þá jöfnu hvernig menn vilja bregðast við. Það er ekki tímabært að tala bara um einhvern einn fjölda,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Tveir greindust með veiruna í gær, báðir í sóttkví. Aðeins 116 manns eru með virkan sjúkdóm í dag. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira