Hinir fjölbreyttu þræðir Árni Páll Árnason skrifar 16. október 2012 06:00 Þegar Samfylkingin var stofnuð kom saman fólk úr ólíkum flokkum með langa sögu og líka fólk sem aldrei hafði fundið sér stað í því gaddfreðna flokkakerfi sem hér hafði myndast. Það var þörf fyrir ný stjórnmál. Fjölskyldur upplifðu að deila sömu samfélagssýn en kjósa þrjá eða fjóra ólíka flokka. Merkimiðarnir skiptu orðið miklu meira máli en innihaldið. Ákvörðunin um stofnun Samfylkingarinnar fól í sér sögulega tilraun til að skapa stóran flokk sem yrði stærri en summa þeirra flokka sem lögðu starf sitt til hans. Og sú tilraun tókst. Fylgi Samfylkingarinnar hefur á árunum 2002-2009 verið meira en fylgi gamalgróinna jafnaðarflokka á flestum Norðurlandanna. Okkur hefur tekist heldur betur en hinum gömlu systurflokkum að halda í fjöldafylgi á tímum mikilla samfélagsbreytinga. Við þurfum að halda því áfram. Þessi sérstaki arfur skilar fjölþættum flokki. Samfylkingin er auðvitað höfuðflokkur jafnaðarmanna og hefur – og forverar hennar áður – barist frá fornu fari fyrir afkomuöryggi fólks, frelsi, mannréttindum og jöfnum tækifærum. Verkalýðshreyfingin hefur verið bandamaður okkar í því verkefni í meira en hundrað ár og hún á að vera það áfram. Þessi saga er stoðin sem við reisum á hugmyndina um öfluga og vel rekna velferðarþjónustu, sem veitir þjónustu eftir þörfum, óháð efnahag. Og ef tækifærin eiga að vera annað en orðin tóm þarf fjölbreytta menntun, við hæfi hvers og eins. Samfylkingin er líka kvenfrelsishreyfing og nýtur þeirrar arfleifðar ríkulega í störfum sínum. Upphaf íslenskrar kvennahreyfingar nær aftur fyrir stofnun fyrstu verkalýðsfélaganna. Baráttan gegn mismunum borgaranna, hverju nafni sem hún nefnist, er og verður kjarni framsækinnar jafnaðarstefnunnar. Allir eiga rétt til að njóta eigin verðleika. Vegna þessa hugmyndaarfs leggjum við áherslu á rétt fólks til að ráða eigin lífi og flokkum fólk ekki í hópa eftir þjóðfélagsstöðu. Þeir sem þurfa þjónustu við vegna félagslegra aðstæðna eiga rétt til hennar og eiga að hafa ákvörðunarvald um hvernig hún er veitt. Samfylkingin er grænn flokkur og hefur lagt meira af mörkum en nokkur annar til að koma á farsælli sambúð nýtingar og verndunar náttúrugæða. Rányrkja er jafn óásættanleg gagnvart komandi kynslóðum og hún er gagnvart núlifandi jarðarbúum. Krafan um að almenningur fái ávallt endurgjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum og að auðlindir séu nýttar með sjálfbærum hætti í almannaþágu er kjarni auðlinda- og umhverfisstefnu Samfylkingarinnar í anda sjálfbærrar þróunar. Samfylkingin er frjálslyndur flokkur einkaframtaks. Einkaframtak skapar störf, sem eru mikilvægasta stoð félagslegs réttlætis. Jafnaðarmenn brutu niður einokunaraðstöðu forréttindahópa og sköpuðu almenn skilyrði fyrir frjálsri samkeppni í íslensku efnahagslífi. Við viljum frelsi á markaði en líka ríka ábyrgð. Þess vegna þarf skýrar leikreglur um markaðinn sem tryggja félagslegt réttlæti og takmarka ábyrgðarlausa gróðasókn. Þess vegna höfum við til dæmis hert regluverk á fjármálamarkaði og aukið tapsáhættu fjármálafyrirtækja og þess vegna þarf að takmarka siðlausa smálánastarfsemi. Samfylkingin er flokkur alþjóðahyggju og þjóðfrelsis. Við höfum varið stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði Íslands á óvissutímum og erum óhrædd við þátttöku í alþjóðasamstarfi til að styrkja það frekar. Varðstaða um hagsmuni Íslands er helsta ástæða þeirrar stefnu okkar að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin er flokkur stjórnfestu. Í litlu landi þarf öðru fremur ljósar og réttar leikreglur og betri umgjörð um ákvarðanir. Við verðum að krefjast fagmennsku, fjölbreytileika og vandaðra vinnubragða í hverri grein – líka í stjórnmálunum. Síðast en ekki síst er Samfylkingin flokkur samstöðu og samvinnu á forsendu almannahagsmuna. Það er Samfylkingarinnar að leiða ólík öfl til farsællar sameiginlegrar niðurstöðu. Þessi fjölbreytileiki er einstæður heimanmundur og á að gefa Samfylkingunni sérstakan styrk til að leiða fordómalaust samtal um úrlausn erfiðra ágreiningsmála á vettvangi stjórnmálanna. Það er mikilvægasta verkefni Samfylkingarinnar að leiða þennan kraft úr læðingi og nýta hann til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin var stofnuð kom saman fólk úr ólíkum flokkum með langa sögu og líka fólk sem aldrei hafði fundið sér stað í því gaddfreðna flokkakerfi sem hér hafði myndast. Það var þörf fyrir ný stjórnmál. Fjölskyldur upplifðu að deila sömu samfélagssýn en kjósa þrjá eða fjóra ólíka flokka. Merkimiðarnir skiptu orðið miklu meira máli en innihaldið. Ákvörðunin um stofnun Samfylkingarinnar fól í sér sögulega tilraun til að skapa stóran flokk sem yrði stærri en summa þeirra flokka sem lögðu starf sitt til hans. Og sú tilraun tókst. Fylgi Samfylkingarinnar hefur á árunum 2002-2009 verið meira en fylgi gamalgróinna jafnaðarflokka á flestum Norðurlandanna. Okkur hefur tekist heldur betur en hinum gömlu systurflokkum að halda í fjöldafylgi á tímum mikilla samfélagsbreytinga. Við þurfum að halda því áfram. Þessi sérstaki arfur skilar fjölþættum flokki. Samfylkingin er auðvitað höfuðflokkur jafnaðarmanna og hefur – og forverar hennar áður – barist frá fornu fari fyrir afkomuöryggi fólks, frelsi, mannréttindum og jöfnum tækifærum. Verkalýðshreyfingin hefur verið bandamaður okkar í því verkefni í meira en hundrað ár og hún á að vera það áfram. Þessi saga er stoðin sem við reisum á hugmyndina um öfluga og vel rekna velferðarþjónustu, sem veitir þjónustu eftir þörfum, óháð efnahag. Og ef tækifærin eiga að vera annað en orðin tóm þarf fjölbreytta menntun, við hæfi hvers og eins. Samfylkingin er líka kvenfrelsishreyfing og nýtur þeirrar arfleifðar ríkulega í störfum sínum. Upphaf íslenskrar kvennahreyfingar nær aftur fyrir stofnun fyrstu verkalýðsfélaganna. Baráttan gegn mismunum borgaranna, hverju nafni sem hún nefnist, er og verður kjarni framsækinnar jafnaðarstefnunnar. Allir eiga rétt til að njóta eigin verðleika. Vegna þessa hugmyndaarfs leggjum við áherslu á rétt fólks til að ráða eigin lífi og flokkum fólk ekki í hópa eftir þjóðfélagsstöðu. Þeir sem þurfa þjónustu við vegna félagslegra aðstæðna eiga rétt til hennar og eiga að hafa ákvörðunarvald um hvernig hún er veitt. Samfylkingin er grænn flokkur og hefur lagt meira af mörkum en nokkur annar til að koma á farsælli sambúð nýtingar og verndunar náttúrugæða. Rányrkja er jafn óásættanleg gagnvart komandi kynslóðum og hún er gagnvart núlifandi jarðarbúum. Krafan um að almenningur fái ávallt endurgjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum og að auðlindir séu nýttar með sjálfbærum hætti í almannaþágu er kjarni auðlinda- og umhverfisstefnu Samfylkingarinnar í anda sjálfbærrar þróunar. Samfylkingin er frjálslyndur flokkur einkaframtaks. Einkaframtak skapar störf, sem eru mikilvægasta stoð félagslegs réttlætis. Jafnaðarmenn brutu niður einokunaraðstöðu forréttindahópa og sköpuðu almenn skilyrði fyrir frjálsri samkeppni í íslensku efnahagslífi. Við viljum frelsi á markaði en líka ríka ábyrgð. Þess vegna þarf skýrar leikreglur um markaðinn sem tryggja félagslegt réttlæti og takmarka ábyrgðarlausa gróðasókn. Þess vegna höfum við til dæmis hert regluverk á fjármálamarkaði og aukið tapsáhættu fjármálafyrirtækja og þess vegna þarf að takmarka siðlausa smálánastarfsemi. Samfylkingin er flokkur alþjóðahyggju og þjóðfrelsis. Við höfum varið stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði Íslands á óvissutímum og erum óhrædd við þátttöku í alþjóðasamstarfi til að styrkja það frekar. Varðstaða um hagsmuni Íslands er helsta ástæða þeirrar stefnu okkar að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin er flokkur stjórnfestu. Í litlu landi þarf öðru fremur ljósar og réttar leikreglur og betri umgjörð um ákvarðanir. Við verðum að krefjast fagmennsku, fjölbreytileika og vandaðra vinnubragða í hverri grein – líka í stjórnmálunum. Síðast en ekki síst er Samfylkingin flokkur samstöðu og samvinnu á forsendu almannahagsmuna. Það er Samfylkingarinnar að leiða ólík öfl til farsællar sameiginlegrar niðurstöðu. Þessi fjölbreytileiki er einstæður heimanmundur og á að gefa Samfylkingunni sérstakan styrk til að leiða fordómalaust samtal um úrlausn erfiðra ágreiningsmála á vettvangi stjórnmálanna. Það er mikilvægasta verkefni Samfylkingarinnar að leiða þennan kraft úr læðingi og nýta hann til góðs.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun