Trump-liðar hunsuðu sérfræðinga um öryggisheimildir Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Spurningar hafa verið á sveimi um hvernig Jared Kushner og Ivanka Trump fengu öryggisheimild í Hvíta húsinu. Framburður uppljóstrara bendir til þess að pottur sé brotinn í ferli Hvíta hússins. Vísir/EPA Uppljóstrari í Hvíta húsinu fullyrðir að æðstu embættismenn ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi tekið fram fyrir hendurnar á sérfræðingum og veitt að minnsta kosti 25 manns öryggisheimild sem hafði verið synjað um hana af ýmsum ástæðum. Tricia Newbold, embættismaður í starfsmannaöryggisdeild Hvíta hússins, gaf eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, skýrslu í síðasta mánuði en hún er sögð hafa lengi reynt að koma athugasemdum sínum við hvernig starfsmönnum voru veittar öryggisheimildir á framfæri innan Hvíta hússins. Hún hefur starfað í Hvíta húsinu í tíð fjögurra ríkisstjórna, allt frá því að Bill Clinton var forseti. Hún fullyrðir að hún og samstarfsmenn hennar hafi hafnað 25 umsóknum um öryggisheimild af ýmsum ástæðum, þar á meðal vegna „erlendra áhrifa, hagsmunaárekstra, vafasamrar persónulegrar hegðunar, fjárhagsvandræða, fíkniefnaneyslu og glæpsamlegrar hegðunar“, að sögn New York Times. Yfirboðarar Newbold hafi hins vegar virt álit sérfræðinganna að vettugi og veitt umsækjendunum öryggisheimildirnar sem veita opinberum starfsmönnum aðgang að gögn sem leynd hvílir yfir. Meðhöndlun þeirra á umsóknunum hafi ekki alltaf verið í þágu þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Umsækjendurnir hafa ekki verið nafngreindir en í hópi þeirra eru sagðir tveir núverandi háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu auk verktaka og annarra starfsmanna sem vinna á skrifstofu forsetans.Sakar fyrrverandi skrifstofustjóra um að reyna að niðurlægja sig Bandarískir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að Trump forseti hafi persónulega gefið skipun um að Jared Kushner, tengdasonur hans og einn nánasti ráðgjafi, fengi öryggisheimild þrátt fyrir að sérfræðingar Hvíta hússins teldu hann ekki uppfylla skilyrði til þess í fyrra. Miklar áhyggjur voru sagðar af því að reynsluleysi og flókið net viðskiptahagsmuna gerðu erlendum ríkjum auðvelt að hafa áhrif á Kushner. Öryggisheimild hans var lækkuð um tíma. „Mér fannst að núna sé þetta síðasta von mín um að koma heildum aftur á skrifstofuna okkar,“ sagði Newbold við þingnefndina samkvæmt minnisblaði sem demókratar sem stýra eftirlitsnefndinni sendu frá sér í gær. Demókratar hafa krafið Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins um gögn sem tengjast því hvernig starfsfólki var veitt öryggisheimild og að starfsmenn Hvíta hússins gæfu nefndinni kost á viðtali. Cipollone hefur haldið því fram að forsetinn hafi óskorðað vald til að samþykkja eða synja fólki um öryggisheimildir og því hafi Bandaríkjaþing ekkert með það að setja fram kröfur á hendur Hvíta hússins. Newbold var leyst tímabundið frá störfum launalaust í Hvíta húsinu eftir að greint var frá öryggisheimild Kushner en er sögð komin aftur til starfa. Hún hefur sakað Carl Kline, fyrrverandi skrifstofustjóra deildarinnar hennar, um að hafa mismunað sér og beitt hana hefndaraðgerðum sem hafi verið ætlað að niðurlægja hana. Þannig hafi Kline látið færa gögn og bjöllu sem starfsmenn hringdu til að komast inn á skrifstofuna þannig að Newbold, sem er dvergvaxin, næði ekki í hana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Uppljóstrari í Hvíta húsinu fullyrðir að æðstu embættismenn ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi tekið fram fyrir hendurnar á sérfræðingum og veitt að minnsta kosti 25 manns öryggisheimild sem hafði verið synjað um hana af ýmsum ástæðum. Tricia Newbold, embættismaður í starfsmannaöryggisdeild Hvíta hússins, gaf eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, skýrslu í síðasta mánuði en hún er sögð hafa lengi reynt að koma athugasemdum sínum við hvernig starfsmönnum voru veittar öryggisheimildir á framfæri innan Hvíta hússins. Hún hefur starfað í Hvíta húsinu í tíð fjögurra ríkisstjórna, allt frá því að Bill Clinton var forseti. Hún fullyrðir að hún og samstarfsmenn hennar hafi hafnað 25 umsóknum um öryggisheimild af ýmsum ástæðum, þar á meðal vegna „erlendra áhrifa, hagsmunaárekstra, vafasamrar persónulegrar hegðunar, fjárhagsvandræða, fíkniefnaneyslu og glæpsamlegrar hegðunar“, að sögn New York Times. Yfirboðarar Newbold hafi hins vegar virt álit sérfræðinganna að vettugi og veitt umsækjendunum öryggisheimildirnar sem veita opinberum starfsmönnum aðgang að gögn sem leynd hvílir yfir. Meðhöndlun þeirra á umsóknunum hafi ekki alltaf verið í þágu þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Umsækjendurnir hafa ekki verið nafngreindir en í hópi þeirra eru sagðir tveir núverandi háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu auk verktaka og annarra starfsmanna sem vinna á skrifstofu forsetans.Sakar fyrrverandi skrifstofustjóra um að reyna að niðurlægja sig Bandarískir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að Trump forseti hafi persónulega gefið skipun um að Jared Kushner, tengdasonur hans og einn nánasti ráðgjafi, fengi öryggisheimild þrátt fyrir að sérfræðingar Hvíta hússins teldu hann ekki uppfylla skilyrði til þess í fyrra. Miklar áhyggjur voru sagðar af því að reynsluleysi og flókið net viðskiptahagsmuna gerðu erlendum ríkjum auðvelt að hafa áhrif á Kushner. Öryggisheimild hans var lækkuð um tíma. „Mér fannst að núna sé þetta síðasta von mín um að koma heildum aftur á skrifstofuna okkar,“ sagði Newbold við þingnefndina samkvæmt minnisblaði sem demókratar sem stýra eftirlitsnefndinni sendu frá sér í gær. Demókratar hafa krafið Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins um gögn sem tengjast því hvernig starfsfólki var veitt öryggisheimild og að starfsmenn Hvíta hússins gæfu nefndinni kost á viðtali. Cipollone hefur haldið því fram að forsetinn hafi óskorðað vald til að samþykkja eða synja fólki um öryggisheimildir og því hafi Bandaríkjaþing ekkert með það að setja fram kröfur á hendur Hvíta hússins. Newbold var leyst tímabundið frá störfum launalaust í Hvíta húsinu eftir að greint var frá öryggisheimild Kushner en er sögð komin aftur til starfa. Hún hefur sakað Carl Kline, fyrrverandi skrifstofustjóra deildarinnar hennar, um að hafa mismunað sér og beitt hana hefndaraðgerðum sem hafi verið ætlað að niðurlægja hana. Þannig hafi Kline látið færa gögn og bjöllu sem starfsmenn hringdu til að komast inn á skrifstofuna þannig að Newbold, sem er dvergvaxin, næði ekki í hana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00