Ryanair í hóp stærstu mengunarvalda í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 10:35 Losun frá flugi hefur aukist verulega síðasta áratuginn. Spáð er enn frekari aukningu á næstu áratugum. Vísir/EPA Írska flugfélagið Ryanair er fyrsta fyrirtækið utan kolaiðnaðarins sem kemst inn á lista Evrópusambandsins yfir stærstu mengunarvalda álfunnar. Losun Ryanair á koltvísýringi jókst um tæp sjö prósent í fyrra þrátt fyrir loforð stjórnenda þess að það væri umhverfisvænasta flugfélag Evrópu. Ryanair er í tíunda sæti listans yfir stórtækustu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á undan flugfélaginu á listunum raða sér sjö kolaorkuver í Þýskalandi, eitt í Póllandi og annað í Búlgaríu. Öll brenna þau brúnkolum. Koltvísýringsmengun frá flugvélum hefur aukist um tvo þriðju frá 2005 og gera spár ráð fyrir að flugiðnaðurinn gæti orðið stærsti mengunarvaldurinn eftir því sem flugfargjöld lækka innan þriggja áratuga. Í yfirlýsingu frá Ryanair fullyrðir félagið að losun gróðurhúsalofttegunda á hvern floginn kílómetra sé sú minnsta hjá nokkru flugfélagi. Forráðamenn þess lofuðu að bjóða farþegum upp á þann kost að jafna út kolefnislosun við ferðir þeirra. Fréttir af flugi Írland Loftslagsmál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Írska flugfélagið Ryanair er fyrsta fyrirtækið utan kolaiðnaðarins sem kemst inn á lista Evrópusambandsins yfir stærstu mengunarvalda álfunnar. Losun Ryanair á koltvísýringi jókst um tæp sjö prósent í fyrra þrátt fyrir loforð stjórnenda þess að það væri umhverfisvænasta flugfélag Evrópu. Ryanair er í tíunda sæti listans yfir stórtækustu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á undan flugfélaginu á listunum raða sér sjö kolaorkuver í Þýskalandi, eitt í Póllandi og annað í Búlgaríu. Öll brenna þau brúnkolum. Koltvísýringsmengun frá flugvélum hefur aukist um tvo þriðju frá 2005 og gera spár ráð fyrir að flugiðnaðurinn gæti orðið stærsti mengunarvaldurinn eftir því sem flugfargjöld lækka innan þriggja áratuga. Í yfirlýsingu frá Ryanair fullyrðir félagið að losun gróðurhúsalofttegunda á hvern floginn kílómetra sé sú minnsta hjá nokkru flugfélagi. Forráðamenn þess lofuðu að bjóða farþegum upp á þann kost að jafna út kolefnislosun við ferðir þeirra.
Fréttir af flugi Írland Loftslagsmál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira