KR-ingar fögnuðu eflaust vel í gærkvöldi þegar Þór og ÍR komust áfram í undanúrslit Domino´s deildar karla. Ástæðan er sú að allt í einu eru Vesturbæingar komnir með heimavallarrrétt í undanúrslitaeinvígi sínu.
Í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppinnar í körfubolta karla voru þrjú af fjórum liðum undanúrslitanna ekki meðal fjögurra efstu liðanna í deildarkeppninni.
Þór og ÍR unnu oddaleiki í gær og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum á kostnað Tindastóls og Njarðvíkur. Þór endaði í sjötta sæti í deildinni en ÍR í því sjöunda. KR hafði áður slegið Keflvíkinga út en Keflavíkurliðið varð í fjórða sæti í deildarkeppninni.
Stjarnan er eina liðið sem komst áfram í undanúrslitin af þeim liðum sem voru með heimavallarrrétt í átta liða úrslitunum.
Þetta þýðir allt saman að KR verður með heimavallarrrétt í undanúrslitunum þrátt fyrir að hafa endað bara í fimmta sæti í deildarkeppninni.
KR-liðið skrifar því nýjan kafla í sögu úrslitakeppninnar með því að byrja undanúrslitin á heimavelli.
Ekkert lið í sögunni hefur byrjað undanúrslitin á heimavelli án þess að hafa endað í einu af fjórum efstu sætunum í deildarkeppninni.
Lið í fimmta sæti og neðar sem komast í undanúrslit úrslitakeppninnar
(Frá því að núverandi deildarfyrirkomulag var tekið upp 1996/97)
2019 - 3 lið (5 KR, 6 Þór Þorl., 7 ÍR)
2018 - Ekkert
2017 - 1 lið (6 Keflavík)
2016 - 2 lið (6 Tindastóll, 7 Njarðvík)
2015 - Ekkert
2014 - 1 lið (7 Stjarnan)
2013 - 1 lið (7 KR)
2012 - Ekkert
2011 - 1 lið (5 Stjarnan)
2010 - 2 lið (5 Njarðvík, 6 Snæfell)
2009 - Ekkert
2008 - 2 lið (5 Snæfell, 7 ÍR)
2007 - 1 lið (5 Grindavík)
2006 - Ekkert
2005 - 1 lið (6 ÍR)
2004 - Ekkert
2003 - 2 lið (5 Njarðvík, 6 Tindastóll)
2002 - 1 lið (5 Grindavík)
2001 - Ekkert
2000 - 1 lið (5 KR)
1999 - Ekkert
1998 - 2 lið (6 Keflavík, 8 ÍA)
1997 - 2 leið (5 Njarðvík, 6 KR)
KR spilar sögulegan heimaleik í DHL-höllinni á föstudagskvöldið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn





Fleiri fréttir
