Sekiro: Shadows Die Twice - „Reiði-Sammi“ tekur völdin Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 08:45 Leikurinn er einstaklega góður í því að fá mann til að standa í þeirri trú að maður sé orðinn mjög góður í honum. Vísir/From Software From Software, sem eru hvað þekktastir fyrir Souls seríuna og Bloodborne, eru mættir aftur með Sekiro: Shadows Die Twice. Þessi leikur fylgir að miklu leyti gömlu formúlunni en þarna er slatti af nýjungum sem skipta sköpum. SSDT er einstaklega góður í því að fá mann til að standa í þeirri trú að maður sé orðinn mjög góður í honum. Frábær jafnvel. Það er þó bara í smá stund, því handan við næsta horn er óvinur sem mun gera manni grein fyrir því að í rauninni er maður ömurlegur Shinobi. Gallinn við það að deyja er að það sökkar og maður getur tapað miklu á því.Sekiro: Shadow Die Twice gerist á sextánu öld í Japan þar sem skrímsli og galdrar eru víða og maður spilar sem Wolf. Hann er svokallaður Shinobi (beisiklí ninja) og þarf að bjarga ungum lávarði sínum úr mikilli hættu og slátra óvinum hans, sem eru margir. Í byrjun leiksins kemur lítið meira fram en það, sem er þó mun meira en maður fékk að vita í fyrri leikjum From Software. Spilarar þurfa svo að afla sér frekari upplýsinga um söguheiminn með því að lesa um hluti sem þeir finna og ræða við persónur leiksins. Þó SSDT sé að vissu leyti frábrugðinn fyrri leikjum From Software, heldur hann þó því sem er að finna í öllum hinum leikjunum sem ég hef spilað. Hann er óþolandi. Í fyrri leikjum From Software sem ég hef spilað, hef ég „rage-quittað“ út og suður. SSDT er að mínu mati meira en óþolandi. Allir leikirnir eru krefjandi og þeir stuða mann. Þessir leikir eru allir góðir en þeir eru óþolandi. Það fylgir því samt svo góð tilfinning þegar maður kemst loksins í gegnum erfiða óvini. Gagnrýnendur hafa verið að missa vitið yfir SSDT og mig langaði rosalega mikið að líka vel við þennan leik. Nú ætla ég að leyfa vini mínum „reiða-Samma“ að taka við. Hann skrifaði nokkur orð eftir að hafa rage-quittað í leiknum um helgina. (Að rage-quitta er að slökkva á leiknum og jafnvel tölvunni í miklu bræðiskasti)„Ég nenni þessum leik engan veginn. Hann sökkar r*****t. Sekiro: Shadows Die Twice krefst þess að ég verji ótrúlega miklum tíma í hann og í það að gera sömu hlutina aftur og aftur og það finnst mér óþolandi.Maður er að berjast við sömu helvítis karlana aftur og aftur á milli endakarla og svo þegar manni gengur vel með endakarl lendir maður í því að sjónarhornið r**** manni í r********.Í SSDT er mikið af vondum körlum sem auðvelt er að drepa. Það er líka mikið af vondum körlum sem mjög erfitt er að drepa. Svo eru vondir karlar sem það er nánast ómögulegt að drepa.Það er samt hægt að drepa alla þessa kalla. Með því að læra á hreyfingar þeirra og læra að bregðast við þeim. Það tekur samt tíma og manni er refsað grimmilega fyrir öll mistök. Leikurinn sjálfur er líka andskotann ekkert að hjálpa manni og ég hef sjaldan komist í tæri við verra þriðju persónu sjónarhorn.Ég hef enga löngun til að berjast 70 sinnum við sama gaurinn, og þurfa að fara í gegnum beisik vonda karla í hvert einasta sinn til að komast aftur í gaurinn eftir að hann drepur mig."Vísir/From SoftwareÞað verður að segjast að „reiði-Sammi“ hefur nokkuð til síns máls, þó hann kunni ef til vill ekki að gera grein fyrir tilfinningum sínum á heilbrigðan máta. SSDT krefst gífurlegs tíma og er mjög krefjandi. Það er óþolandi að vera lélegur í svona leikjum, sem er líklega það sem gerði „reiða-Samma“ mögulegt að stíga fram á sjónarsviðið, nokkrum sinnum. SSDT lítur mjög vel út og allt umhverfi hans er vel gert. Það er hægt að finna leyniganga, nýjar upplýsingar um sögu leiksins og ýmislegt dót til að nota í bardögum með því að horfa vel í kringum sig. Það hefur greinilega verið mikið lagt í framleiðslu leiksins og ég varð ekki var við neina tæknilega galla. Fyrir mitt leyti, geri ég mér grein fyrir því hvað heillar fólk við SSDT en þessum leik hefur ekki tekist að heilla mig persónulega.Ég hef lengi verið að bíða eftir arftaka Tenchu-leikjanna og var nokkuð spenntur fyrir Sekiro. Hann stenst þó ekki þann samanburð, því sem stealth-leikur, er Sekiro ekki góður. Í fyrsta lagi er gervigreindin léleg. Það er ekki hægt að drepa karla fyrir horn. Ég hef verið séður í gegnum veggi. Þegar bogakarlar sjá mann og maður hleypur í skjól, halda þeir áfram að skjóta á mann, eins og þeir sjái mann allan tímann. Svo allt í einu gleyma þeir manni og halda áfram að labba sama hringinn og þeir voru að labba. Þriðju persónu sjónarhorn leiksins getur þvælst brjálæðislega mikið fyrir. Sérstaklega í þröngu rými þar sem maður getur stundum ekki einu sinni séð Wolf. Það er erfitt að horfa almennilega í kringum sig þegar maður er á hreyfingu og sömuleiðis í bardögum. Mér finnst bardagakerfið þó áhugavert og þar hefur orðið mikil breyting á frá Souls leikjunum. Nú snúast bardagar ekki eingöngu um að rúlla sér undan höggum á réttum tíma. Bardagakerfið getur snúist um almennilegar skylmingar með ákveðnu kerfi sem kallast Posture.Þegar maður heggur óvini gerir maður bæði skaða á líf þeirra og posture. Gagn-högg og góð vörn getur skaðað posture mikið og á endanum getur maður gengið frá óvinum með lokahöggi, þó þeir eigi mikið líf en maður er búinn að valda miklum posture-skaða. Þetta er skemmtileg nýbreytni sem kemur mjög vel út og getur leitt til stórkostlegra bardaga. Ég sakna þó smá hlutverkaleik Souls leikjanna, þar sem maður gat sniðið persónu leiksins eftir eigin áhuga. Það er ekki hægt að vera með mismunandi vopn eða hæfileika í SSDT. Það er bara ein leið til að spila leikinn.Vísir/From SoftwareSamantekt Í stuttu máli sagt, þá skil ég vel að fólk kunni að meta Sekiro: Shadows Die Twice. Ég er þó ekki einn þeirra. Hann lítur vel út, hljómar vel og allt það. Spilunin er líka góð, að mestu leyti, og bardagakerfið er oftast skemmtilegt. Nokkrar nýjungar gera mjög mikið fyrir það og þá sérstaklega posture-kerfið. Staðreyndin er þó sú að ég nenni varla að verja þeim tíma í leikinn sem hann þarfnast, því hann þarfnast svo sannarlega mikils tíma. Hins vegar kemur líka til greina að ég sé bara fúll yfir því að vera svona lélegur í þessum leik. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
From Software, sem eru hvað þekktastir fyrir Souls seríuna og Bloodborne, eru mættir aftur með Sekiro: Shadows Die Twice. Þessi leikur fylgir að miklu leyti gömlu formúlunni en þarna er slatti af nýjungum sem skipta sköpum. SSDT er einstaklega góður í því að fá mann til að standa í þeirri trú að maður sé orðinn mjög góður í honum. Frábær jafnvel. Það er þó bara í smá stund, því handan við næsta horn er óvinur sem mun gera manni grein fyrir því að í rauninni er maður ömurlegur Shinobi. Gallinn við það að deyja er að það sökkar og maður getur tapað miklu á því.Sekiro: Shadow Die Twice gerist á sextánu öld í Japan þar sem skrímsli og galdrar eru víða og maður spilar sem Wolf. Hann er svokallaður Shinobi (beisiklí ninja) og þarf að bjarga ungum lávarði sínum úr mikilli hættu og slátra óvinum hans, sem eru margir. Í byrjun leiksins kemur lítið meira fram en það, sem er þó mun meira en maður fékk að vita í fyrri leikjum From Software. Spilarar þurfa svo að afla sér frekari upplýsinga um söguheiminn með því að lesa um hluti sem þeir finna og ræða við persónur leiksins. Þó SSDT sé að vissu leyti frábrugðinn fyrri leikjum From Software, heldur hann þó því sem er að finna í öllum hinum leikjunum sem ég hef spilað. Hann er óþolandi. Í fyrri leikjum From Software sem ég hef spilað, hef ég „rage-quittað“ út og suður. SSDT er að mínu mati meira en óþolandi. Allir leikirnir eru krefjandi og þeir stuða mann. Þessir leikir eru allir góðir en þeir eru óþolandi. Það fylgir því samt svo góð tilfinning þegar maður kemst loksins í gegnum erfiða óvini. Gagnrýnendur hafa verið að missa vitið yfir SSDT og mig langaði rosalega mikið að líka vel við þennan leik. Nú ætla ég að leyfa vini mínum „reiða-Samma“ að taka við. Hann skrifaði nokkur orð eftir að hafa rage-quittað í leiknum um helgina. (Að rage-quitta er að slökkva á leiknum og jafnvel tölvunni í miklu bræðiskasti)„Ég nenni þessum leik engan veginn. Hann sökkar r*****t. Sekiro: Shadows Die Twice krefst þess að ég verji ótrúlega miklum tíma í hann og í það að gera sömu hlutina aftur og aftur og það finnst mér óþolandi.Maður er að berjast við sömu helvítis karlana aftur og aftur á milli endakarla og svo þegar manni gengur vel með endakarl lendir maður í því að sjónarhornið r**** manni í r********.Í SSDT er mikið af vondum körlum sem auðvelt er að drepa. Það er líka mikið af vondum körlum sem mjög erfitt er að drepa. Svo eru vondir karlar sem það er nánast ómögulegt að drepa.Það er samt hægt að drepa alla þessa kalla. Með því að læra á hreyfingar þeirra og læra að bregðast við þeim. Það tekur samt tíma og manni er refsað grimmilega fyrir öll mistök. Leikurinn sjálfur er líka andskotann ekkert að hjálpa manni og ég hef sjaldan komist í tæri við verra þriðju persónu sjónarhorn.Ég hef enga löngun til að berjast 70 sinnum við sama gaurinn, og þurfa að fara í gegnum beisik vonda karla í hvert einasta sinn til að komast aftur í gaurinn eftir að hann drepur mig."Vísir/From SoftwareÞað verður að segjast að „reiði-Sammi“ hefur nokkuð til síns máls, þó hann kunni ef til vill ekki að gera grein fyrir tilfinningum sínum á heilbrigðan máta. SSDT krefst gífurlegs tíma og er mjög krefjandi. Það er óþolandi að vera lélegur í svona leikjum, sem er líklega það sem gerði „reiða-Samma“ mögulegt að stíga fram á sjónarsviðið, nokkrum sinnum. SSDT lítur mjög vel út og allt umhverfi hans er vel gert. Það er hægt að finna leyniganga, nýjar upplýsingar um sögu leiksins og ýmislegt dót til að nota í bardögum með því að horfa vel í kringum sig. Það hefur greinilega verið mikið lagt í framleiðslu leiksins og ég varð ekki var við neina tæknilega galla. Fyrir mitt leyti, geri ég mér grein fyrir því hvað heillar fólk við SSDT en þessum leik hefur ekki tekist að heilla mig persónulega.Ég hef lengi verið að bíða eftir arftaka Tenchu-leikjanna og var nokkuð spenntur fyrir Sekiro. Hann stenst þó ekki þann samanburð, því sem stealth-leikur, er Sekiro ekki góður. Í fyrsta lagi er gervigreindin léleg. Það er ekki hægt að drepa karla fyrir horn. Ég hef verið séður í gegnum veggi. Þegar bogakarlar sjá mann og maður hleypur í skjól, halda þeir áfram að skjóta á mann, eins og þeir sjái mann allan tímann. Svo allt í einu gleyma þeir manni og halda áfram að labba sama hringinn og þeir voru að labba. Þriðju persónu sjónarhorn leiksins getur þvælst brjálæðislega mikið fyrir. Sérstaklega í þröngu rými þar sem maður getur stundum ekki einu sinni séð Wolf. Það er erfitt að horfa almennilega í kringum sig þegar maður er á hreyfingu og sömuleiðis í bardögum. Mér finnst bardagakerfið þó áhugavert og þar hefur orðið mikil breyting á frá Souls leikjunum. Nú snúast bardagar ekki eingöngu um að rúlla sér undan höggum á réttum tíma. Bardagakerfið getur snúist um almennilegar skylmingar með ákveðnu kerfi sem kallast Posture.Þegar maður heggur óvini gerir maður bæði skaða á líf þeirra og posture. Gagn-högg og góð vörn getur skaðað posture mikið og á endanum getur maður gengið frá óvinum með lokahöggi, þó þeir eigi mikið líf en maður er búinn að valda miklum posture-skaða. Þetta er skemmtileg nýbreytni sem kemur mjög vel út og getur leitt til stórkostlegra bardaga. Ég sakna þó smá hlutverkaleik Souls leikjanna, þar sem maður gat sniðið persónu leiksins eftir eigin áhuga. Það er ekki hægt að vera með mismunandi vopn eða hæfileika í SSDT. Það er bara ein leið til að spila leikinn.Vísir/From SoftwareSamantekt Í stuttu máli sagt, þá skil ég vel að fólk kunni að meta Sekiro: Shadows Die Twice. Ég er þó ekki einn þeirra. Hann lítur vel út, hljómar vel og allt það. Spilunin er líka góð, að mestu leyti, og bardagakerfið er oftast skemmtilegt. Nokkrar nýjungar gera mjög mikið fyrir það og þá sérstaklega posture-kerfið. Staðreyndin er þó sú að ég nenni varla að verja þeim tíma í leikinn sem hann þarfnast, því hann þarfnast svo sannarlega mikils tíma. Hins vegar kemur líka til greina að ég sé bara fúll yfir því að vera svona lélegur í þessum leik.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira