Allt fyrir umhverfið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 10:59 Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni og sennilega kæmumst við ekki við langt án þess.. En þrátt fyrir að geta lítið gert án þess, leiðum við sjaldan hugann að því. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum einfaldlega að rafmagni sem sjálsögðum hlut sem á að vera til staðar þar sem við erum hverju sinni, þegar okkur hentar - alltaf. Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi og þá veltir maður fyrir sér – hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins?GRÆNT Í GEGN Við sem búum á Íslandi erum heppin að hafa gott, öruggt og stöðugt aðgengi að rafmagni sem framleitt er á umhverfisvænni hátt en gengur og gerist víðsvegar um heiminn. Við sækjum líka heitt vatn eftir þörfum en þurfum að leiða hugann að því að orkuauðlindir eru verðmætar og ekki óþrjótandi. Við hjá Orku náttúrunnar leggjum áherslu á að tryggja viðskiptavinum okkar aðgengi að rafmagni sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Enn fremur hefur ON tekið frumkvæði á Íslandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, meðal annars með því að opna hringveginn með um 50 hlöðum. Það er samfélagslega ábyrgt að fyrirtæki setji sér skýr markmið í umhverfis- og loftlagsmálum og stuðli þannig að frekari framþróun í málaflokkunum. Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisspor við orkuvinnslu og hjálpa viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.SPORLAUS VINNSLAVið höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu og notum þrjár meginleiðir að því marki. Fyrst ber að nefna þá leið að þróa lausnir til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar og þar með minnka áhrif á hverja framleidda einingu. Í öðru lagi hefur vísindafólk okkar þróað aðferð til að binda koltvísýring í grjót, en þessi tækni býður upp á mikla möguleika sem eru í stöðugri þróun. Í þriðja lagi með hagnýtingu þess koltvísýrings sem losnar við orkuframleiðslu með jarðvarma. Þannig mun skapast vettvangur til nýsköpunar og tækifæri fyrir hátækniiðnað í Jarðhitagarði ON í Ölfusi.BÆTUM ANDRÚMSLOFTIÐ – SAMANÞað skiptir okkur öllu máli að vera leiðandi í framleiðslu umhverfisvænnar orku hér á landi og ætlar ON að halda þeirri vegferð áfram með sitt öfluga vísindafólk fremst í flokki. Við ætlum einnig að leggja okkar af mörkum til að auka veg og vanda umhverfisvænna bíla, meðal annars með því að þétta hlöðunetið enn frekar og auka fræðslu um orkuskiptin og umhverfisvænan lífsstíl. Þegar allt kemur til alls er þessi orka náttúrunnar, sem við berum ábyrgð á, grundvöllur lífsgæða okkar.Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni og sennilega kæmumst við ekki við langt án þess.. En þrátt fyrir að geta lítið gert án þess, leiðum við sjaldan hugann að því. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum einfaldlega að rafmagni sem sjálsögðum hlut sem á að vera til staðar þar sem við erum hverju sinni, þegar okkur hentar - alltaf. Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi og þá veltir maður fyrir sér – hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins?GRÆNT Í GEGN Við sem búum á Íslandi erum heppin að hafa gott, öruggt og stöðugt aðgengi að rafmagni sem framleitt er á umhverfisvænni hátt en gengur og gerist víðsvegar um heiminn. Við sækjum líka heitt vatn eftir þörfum en þurfum að leiða hugann að því að orkuauðlindir eru verðmætar og ekki óþrjótandi. Við hjá Orku náttúrunnar leggjum áherslu á að tryggja viðskiptavinum okkar aðgengi að rafmagni sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Enn fremur hefur ON tekið frumkvæði á Íslandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, meðal annars með því að opna hringveginn með um 50 hlöðum. Það er samfélagslega ábyrgt að fyrirtæki setji sér skýr markmið í umhverfis- og loftlagsmálum og stuðli þannig að frekari framþróun í málaflokkunum. Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisspor við orkuvinnslu og hjálpa viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.SPORLAUS VINNSLAVið höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu og notum þrjár meginleiðir að því marki. Fyrst ber að nefna þá leið að þróa lausnir til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar og þar með minnka áhrif á hverja framleidda einingu. Í öðru lagi hefur vísindafólk okkar þróað aðferð til að binda koltvísýring í grjót, en þessi tækni býður upp á mikla möguleika sem eru í stöðugri þróun. Í þriðja lagi með hagnýtingu þess koltvísýrings sem losnar við orkuframleiðslu með jarðvarma. Þannig mun skapast vettvangur til nýsköpunar og tækifæri fyrir hátækniiðnað í Jarðhitagarði ON í Ölfusi.BÆTUM ANDRÚMSLOFTIÐ – SAMANÞað skiptir okkur öllu máli að vera leiðandi í framleiðslu umhverfisvænnar orku hér á landi og ætlar ON að halda þeirri vegferð áfram með sitt öfluga vísindafólk fremst í flokki. Við ætlum einnig að leggja okkar af mörkum til að auka veg og vanda umhverfisvænna bíla, meðal annars með því að þétta hlöðunetið enn frekar og auka fræðslu um orkuskiptin og umhverfisvænan lífsstíl. Þegar allt kemur til alls er þessi orka náttúrunnar, sem við berum ábyrgð á, grundvöllur lífsgæða okkar.Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun