Sigurður Gunnar hefur gert „hið ómögulega“ tvisvar sinnum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 13:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson í einum leiknum á móti Njarðvík. Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór fyrir ÍR-liðinu í ótrúlegri endurkomu þess á móti Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla. ÍR-liðið lenti 2-0 undir en tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna þrjá síðustu leikina. Sigurður Gunnar var í aðalhlutverki hjá ÍR-liðinu í bæði vörn og sókn. Sigurður var með 16 stig, 8 fráköst og 21 framlagsstig í sigrinum í Njarðvík í gær og setti niður magnaða þriggja stiga körfu sekúndu áður en leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. Alls var Sigurður Gunnar með 15,2 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik í einvíginu. ÍR og Þór urðu í gærkvöldi aðeins þriðja og fjórða liðið til að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi í úrslitakeppninni. Svo skemmtilega vill til að Sigurður Gunnar Þorsteinsson sjálfur kom þarna í annað skiptið á ferlinum að svona sögulegri endurkomu. Sigurður Gunnar var nefnilega í Keflavíkurliðinu sem vann upp 2-0 forskot ÍR-inga í undanúrslitaeinvíginu vorið 2008 eða fyrr ellefu árum síðan. Sigurður Gunnar og félagar unnu síðan úrslitaeinvígið 3-0 og urðu Íslandsmeistarar. Þá var Sigurður Gunnar tvítugur en nú er hann orðinn 31 árs gamall og er enn á ný kominn í undanúrslitin með liði sínu. Vorið 2008 voru Keflvíkingar á heimavelli í oddaleiknum en í leiknum í gær þurfti Sigurður Gunnar og félagar að sækja sigur í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Það gerir afrek ÍR-liðsins sem og Þórsliðsins enn merkilegra að hjá báðum liðum voru tveir af þessum þremur sigrum liðanna á útivöllum og þar að auki á tveimur af sterkustu heimavöllum deildarinnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór fyrir ÍR-liðinu í ótrúlegri endurkomu þess á móti Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla. ÍR-liðið lenti 2-0 undir en tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna þrjá síðustu leikina. Sigurður Gunnar var í aðalhlutverki hjá ÍR-liðinu í bæði vörn og sókn. Sigurður var með 16 stig, 8 fráköst og 21 framlagsstig í sigrinum í Njarðvík í gær og setti niður magnaða þriggja stiga körfu sekúndu áður en leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. Alls var Sigurður Gunnar með 15,2 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik í einvíginu. ÍR og Þór urðu í gærkvöldi aðeins þriðja og fjórða liðið til að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi í úrslitakeppninni. Svo skemmtilega vill til að Sigurður Gunnar Þorsteinsson sjálfur kom þarna í annað skiptið á ferlinum að svona sögulegri endurkomu. Sigurður Gunnar var nefnilega í Keflavíkurliðinu sem vann upp 2-0 forskot ÍR-inga í undanúrslitaeinvíginu vorið 2008 eða fyrr ellefu árum síðan. Sigurður Gunnar og félagar unnu síðan úrslitaeinvígið 3-0 og urðu Íslandsmeistarar. Þá var Sigurður Gunnar tvítugur en nú er hann orðinn 31 árs gamall og er enn á ný kominn í undanúrslitin með liði sínu. Vorið 2008 voru Keflvíkingar á heimavelli í oddaleiknum en í leiknum í gær þurfti Sigurður Gunnar og félagar að sækja sigur í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Það gerir afrek ÍR-liðsins sem og Þórsliðsins enn merkilegra að hjá báðum liðum voru tveir af þessum þremur sigrum liðanna á útivöllum og þar að auki á tveimur af sterkustu heimavöllum deildarinnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30
Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00
Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08
Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti