Bændaforustan og samninganefndin Ingimundur Bergmann skrifar 9. desember 2010 03:00 Áhugasamt fólk um málefni landbúnaðarins hefur að undanförnu getað fylgst með undarlegri deilu sem komin er upp milli Bændasamtaka Íslands (BÍ), annars vegar og Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins hins vegar. Upphaf málsins má rekja til þess að Fréttablaðið átti á dögunum viðtal við formann samninganefndar þeirrar sem skipuð var til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart Evrópusambandinu í samningaferlinu sem hafið er vegna umsóknar Íslands. Í viðtalinu kom fram að ekki þykir gott að BÍ skuli kjósa að standa utan við ferlið og kjósi að senda ekki fulltrúa sína til starfa við svokallaða rýnivinnu sem fram fer við að bera saman stöðu mála á Íslandi annars vegar og ESB hins vegar. Bændasamtökin hafa, sem kunnugt er, tekið þá afstöðu að þau séu á móti inngöngu Íslands í ESB og af þeirri ástæðu sé réttast að koma hvergi nærri samningaferlinu, væntanlega með það í huga að ,,enginn sé þar kenndur þar sem hann komi ekki". Deila má um hversu málefnaleg þessi afstaða er og eins hvort hún þjóni hagsmunum bænda. Hafa verður í huga að svo gæti farið að Ísland gangi til liðs við ESB hvort sem bændum líkar það vel eða illa. Má því eins líta svo á, að betra sé að taka þátt í að gera þá samninga sem unnið er að og reyna með því hafa áhrif á þá til hins betra fyrir bændur - byggja þannig undir greinina til framtíðar - því ef svo fer að ekkert verður af inngöngu Íslands, hefur þó ekki gerst annað en það að BÍ hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hag stéttarinnar. Vegna þessa er kominn upp fyrrnefndur krytur milli ráðuneytisins og bændasamtakanna og deilan snýst um það hvorir séu með ólund, bændaforingjarnir eða ráðuneytismenn. Í viðtali blaðsins við Harald Benediktsson heldur Haraldur því fram að ,,allt sé þetta Jóni að kenna" (þ.e. Jóni Bjarnasyni). Jón lætur svo upplýsingafulltrúa sinn (Bjarna Harðarson) svara fyrir sig í sama blaði nokkru seinna og sá er hreint ekki á því að rétt sé með farið, því að ráðuneytið sé einmitt á kafi í hinni títtnefndu rýnivinnu. Þar hafa menn það: Hvorugur vill kannast við að vera með ólund, sem vonlegt er. Hvorki ráðuneytið né Bændasamtökin geta nefnilega leyft sér slíka framkomu; ekki á opinberum vettvangi og ekki heldur að tjaldabaki. Þeim ber báðum skylda til að vinna að málinu af heilindum, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ráðuneytinu vegna þess að um umsókn Íslands að Evrópusambandinu var samið við stjórnarmyndunina og hún síðan samþykkt af Alþingi, en Bændasamtökunum vegna þess að þau eiga að gæta hagsmuna bænda, sem a.m.k. sumir hverjir, eru ekki alveg sannfærðir um að þau séu að gera nægjanlega vel. Í Bændablaðinu er greint frá svokölluðum ,,bændafundum" sem haldnir hafa verið víðs vegar um landið að undanförnu og í frásögnum af fundunum kemur fram að ekki eru allir bændur jafn vissir um að afstaða samtakanna sé rétt, (að taka ekki þátt í samningaferlinu). Vitanlega er fullkomlega eðlilegt að bændur hafi af því nokkrar áhyggjur. Sjálfsagt hlýtur að vera að Bændasamtökin gæti hagsmuna bænda, í þessu efni sem öðru er að stéttinni snýr, en feli það hlutverk ekki einhverju fólki út í bæ, sem hugsanlega hefur ekki eins mikla þekkingu á málefnum stéttarinnar og gera má ráð fyrir að samtökin hafi. Ekki hefur alltaf gefist vel að BÍ sofni á verðinum þegar málefni bændastéttarinnar eru annars vegar og í því sambandi má minna á hvernig komið er fyrir því sem áður hét Lánasjóður landbúnaðarins, sjóður sem að hluta var rekinn á félagslegum grundvelli, en er nú gufaður upp í því dæmalausa frjálshyggjubrölti sem stundað var. Það er ljót saga sem bændur og ríkissjóður Íslands súpa nú seyðið af. Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugasamt fólk um málefni landbúnaðarins hefur að undanförnu getað fylgst með undarlegri deilu sem komin er upp milli Bændasamtaka Íslands (BÍ), annars vegar og Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins hins vegar. Upphaf málsins má rekja til þess að Fréttablaðið átti á dögunum viðtal við formann samninganefndar þeirrar sem skipuð var til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart Evrópusambandinu í samningaferlinu sem hafið er vegna umsóknar Íslands. Í viðtalinu kom fram að ekki þykir gott að BÍ skuli kjósa að standa utan við ferlið og kjósi að senda ekki fulltrúa sína til starfa við svokallaða rýnivinnu sem fram fer við að bera saman stöðu mála á Íslandi annars vegar og ESB hins vegar. Bændasamtökin hafa, sem kunnugt er, tekið þá afstöðu að þau séu á móti inngöngu Íslands í ESB og af þeirri ástæðu sé réttast að koma hvergi nærri samningaferlinu, væntanlega með það í huga að ,,enginn sé þar kenndur þar sem hann komi ekki". Deila má um hversu málefnaleg þessi afstaða er og eins hvort hún þjóni hagsmunum bænda. Hafa verður í huga að svo gæti farið að Ísland gangi til liðs við ESB hvort sem bændum líkar það vel eða illa. Má því eins líta svo á, að betra sé að taka þátt í að gera þá samninga sem unnið er að og reyna með því hafa áhrif á þá til hins betra fyrir bændur - byggja þannig undir greinina til framtíðar - því ef svo fer að ekkert verður af inngöngu Íslands, hefur þó ekki gerst annað en það að BÍ hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hag stéttarinnar. Vegna þessa er kominn upp fyrrnefndur krytur milli ráðuneytisins og bændasamtakanna og deilan snýst um það hvorir séu með ólund, bændaforingjarnir eða ráðuneytismenn. Í viðtali blaðsins við Harald Benediktsson heldur Haraldur því fram að ,,allt sé þetta Jóni að kenna" (þ.e. Jóni Bjarnasyni). Jón lætur svo upplýsingafulltrúa sinn (Bjarna Harðarson) svara fyrir sig í sama blaði nokkru seinna og sá er hreint ekki á því að rétt sé með farið, því að ráðuneytið sé einmitt á kafi í hinni títtnefndu rýnivinnu. Þar hafa menn það: Hvorugur vill kannast við að vera með ólund, sem vonlegt er. Hvorki ráðuneytið né Bændasamtökin geta nefnilega leyft sér slíka framkomu; ekki á opinberum vettvangi og ekki heldur að tjaldabaki. Þeim ber báðum skylda til að vinna að málinu af heilindum, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ráðuneytinu vegna þess að um umsókn Íslands að Evrópusambandinu var samið við stjórnarmyndunina og hún síðan samþykkt af Alþingi, en Bændasamtökunum vegna þess að þau eiga að gæta hagsmuna bænda, sem a.m.k. sumir hverjir, eru ekki alveg sannfærðir um að þau séu að gera nægjanlega vel. Í Bændablaðinu er greint frá svokölluðum ,,bændafundum" sem haldnir hafa verið víðs vegar um landið að undanförnu og í frásögnum af fundunum kemur fram að ekki eru allir bændur jafn vissir um að afstaða samtakanna sé rétt, (að taka ekki þátt í samningaferlinu). Vitanlega er fullkomlega eðlilegt að bændur hafi af því nokkrar áhyggjur. Sjálfsagt hlýtur að vera að Bændasamtökin gæti hagsmuna bænda, í þessu efni sem öðru er að stéttinni snýr, en feli það hlutverk ekki einhverju fólki út í bæ, sem hugsanlega hefur ekki eins mikla þekkingu á málefnum stéttarinnar og gera má ráð fyrir að samtökin hafi. Ekki hefur alltaf gefist vel að BÍ sofni á verðinum þegar málefni bændastéttarinnar eru annars vegar og í því sambandi má minna á hvernig komið er fyrir því sem áður hét Lánasjóður landbúnaðarins, sjóður sem að hluta var rekinn á félagslegum grundvelli, en er nú gufaður upp í því dæmalausa frjálshyggjubrölti sem stundað var. Það er ljót saga sem bændur og ríkissjóður Íslands súpa nú seyðið af. Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun