Félögum múslima gert að sameinast um eina mosku 9. desember 2010 06:45 Hluti af vandanum er að borgin á ekki margar hentugar lóðir fyrir moskur, segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Tvö félög múslima vilja fá lóð undir mosku í Reykjavík. Borgaryfirvöld hyggjast aðeins útvega eina lóð fyrir mosku og vilja að félögin sameinist um bænahúsið. „Við erum náttúrlega ekki að fara að úthluta tveimur lóðum fyrir moskur strax og finnst eðlilegt að þeir geti sameinast um að byggja sér mosku," segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Það eru Félag múslima og hið nýja Menningarsetur múslima á Íslandi sem óska eftir lóðum fyrir mosku. Páll bendir á að Félag múslima hafi nú í tíu ár sótt um lóð. „Það hefur verið alls kyns tregða á því. Hluti af vandanum er að Reykjavíkurborg liggur ekki á mörgum lóðum sem henta fyrir moskur og þannig er enn þó að það sé verið að höggva á þann hnút," segir Páll, sem kveðst búast við að fljótlega á komandi ári verði málið afgreitt á einn eða annan veg, með synjun eða úthlutun. Einar Páll Tamimi, lögmaður Félags múslima, segir kröfu borgaryfirvalda stangast á við stjórnsýslulög. „Borgaryfirvöld hafa úthlutað kristnum söfnuðum lóðum til byggingar tilbeiðsluhúsa án þess að gera kröfu um að mismunandi kristin trúfélög sameinist um nýtingu slíkra lóða, og ljóst er að ekki verða með réttu gerðar aðrar kröfur til múslimskra trúfélaga heldur en kristinna," segir í bréfi lögmannsins til skipulagsyfirvalda. Í lóðaumsókn Menningarseturs múslima sem keypti á dögunum tónlistarhúsið Ými virðist ranglega litið svo að múslimum hafi þegar verið úthlutað lóð fyrir mosku. Þar segir að formaður Félags múslima, Salmann Tamimi, geti ekki sætt sig við að bæði félögin hafi fengið lóðina. „Að sjálfsögðu fer lóðin til allra múslima á Íslandi en ekki einungis hluta þeirra og þetta hefur viðkomandi þótt erfitt að kyngja," skrifar Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, í lóðaumsókn þess félags. Ágreiningur hefur verið milli hópanna tveggja. - gar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Tvö félög múslima vilja fá lóð undir mosku í Reykjavík. Borgaryfirvöld hyggjast aðeins útvega eina lóð fyrir mosku og vilja að félögin sameinist um bænahúsið. „Við erum náttúrlega ekki að fara að úthluta tveimur lóðum fyrir moskur strax og finnst eðlilegt að þeir geti sameinast um að byggja sér mosku," segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Það eru Félag múslima og hið nýja Menningarsetur múslima á Íslandi sem óska eftir lóðum fyrir mosku. Páll bendir á að Félag múslima hafi nú í tíu ár sótt um lóð. „Það hefur verið alls kyns tregða á því. Hluti af vandanum er að Reykjavíkurborg liggur ekki á mörgum lóðum sem henta fyrir moskur og þannig er enn þó að það sé verið að höggva á þann hnút," segir Páll, sem kveðst búast við að fljótlega á komandi ári verði málið afgreitt á einn eða annan veg, með synjun eða úthlutun. Einar Páll Tamimi, lögmaður Félags múslima, segir kröfu borgaryfirvalda stangast á við stjórnsýslulög. „Borgaryfirvöld hafa úthlutað kristnum söfnuðum lóðum til byggingar tilbeiðsluhúsa án þess að gera kröfu um að mismunandi kristin trúfélög sameinist um nýtingu slíkra lóða, og ljóst er að ekki verða með réttu gerðar aðrar kröfur til múslimskra trúfélaga heldur en kristinna," segir í bréfi lögmannsins til skipulagsyfirvalda. Í lóðaumsókn Menningarseturs múslima sem keypti á dögunum tónlistarhúsið Ými virðist ranglega litið svo að múslimum hafi þegar verið úthlutað lóð fyrir mosku. Þar segir að formaður Félags múslima, Salmann Tamimi, geti ekki sætt sig við að bæði félögin hafi fengið lóðina. „Að sjálfsögðu fer lóðin til allra múslima á Íslandi en ekki einungis hluta þeirra og þetta hefur viðkomandi þótt erfitt að kyngja," skrifar Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, í lóðaumsókn þess félags. Ágreiningur hefur verið milli hópanna tveggja. - gar
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira