Þrýsta á umbætur hjá evruþjóðum í vanda Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. desember 2010 06:00 Lagt á ráðin Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, og Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ræðast við í Brussel. Fréttablaðið/AP Álagspróf banka í Evrópusambandinu (ESB) hafa ekki verið nógu ströng og stendur til að hefja nýja lotu prófana í febrúar næstkomandi. Þetta er meðal niðurstaðna funda fjármálaráðherra ESB í vikunni. Önnur niðurstaða er að ekki verða lagðir frekari fjármunir í sjóði til aðstoðar evruríkjum í efnahagsvanda. Þýskaland, með stuðningi Hollands og Austurríkis, neitar að bæta við 750 milljarða evra (um 114 þúsund milljarðar íslenskra króna, eða 114 billjónir) sjóð til að aðstoða evruríki í efnahagskröggum. Þá vilja ríkin ekki heldur styðja útgáfu nýrra sam-evrópskra verðbréfa. Löndin segja að nú sé tími til kominn að hrinda í framkvæmd ákvörðunum síðustu mánaða. „Það er engin skynsemi í að hefja stöðugt nýjar viðræður,“ sagði Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, eftir fundalotu síðustu daga með kollegum sínum. ESB er nú sagt reiða sig á að mjög skuldsett evrulönd, á borð við Spán og Portúgal, hrindi umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum í framkvæmd. Um leið vinnur sambandið að því að takmarka hættuna á því að óstöðugleiki í fjármálageiranum smiti út frá sér. Hluti af því eru ný álagspróf banka í ESB í febrúar. Olli Rehn, sem fer með peningamál í framkvæmdastjórn ESB, sagði nýju prófin verða „ítarlegri og yfirgripsmeiri“ en álagspróf sem lögð voru á 91 banka í júlí síðastliðnum. Þá muni verða lagt ítarlegt mat á lausafjárstöðu bankanna, sem fyrri útgáfa álagsprófsins hafi ekki gert. Rehn upplýsti ekki um hvort niðurstöður prófanna yrðu gerðar opinberar, líkt og gert var í sumar. Sjálfur sagðist hann talsmaður fulls gagnsæis, en viðurkenndi að færð hefðu verið rök fyrir því að halda niðurstöðunum leyndum og gefa bönkunum rými til að vinna úr sínum málum í næði. Álagsprófanirnar í júlí hafa verið gagnrýndar eftir að í síðasta mánuði varð ljós þörf írskra banka fyrir neyðaraðstoð. Írsku bankarnir stóðust allir júlíprófið, en einungis sjö af 91 banka fengu þá falleinkunn. Ekki hefur því tekist að eyða áhyggjum fjárfesta af heilsufari evrópskra fjármálastofnana og mögulegum áhrifum þess á skuldbindingar ríkisstjórna þeirra. Mestar áhyggjur hafa þeir af Portúgal og Spáni sem margir virðast telja veikustu hlekkina í myntsamstarfi evruþjóðanna.Í Brussel Elena Salgado, fjármálaráðherra Spánar, ræðir við kollega sína Didier Reynders frá Belgíu, Jyrki Katainen frá Finnlandi og George Osborne frá Bretlandi fyrir fund efnahagsráðs ráðherraráðs ESB í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í gær. Nordicphotos/AFP Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Álagspróf banka í Evrópusambandinu (ESB) hafa ekki verið nógu ströng og stendur til að hefja nýja lotu prófana í febrúar næstkomandi. Þetta er meðal niðurstaðna funda fjármálaráðherra ESB í vikunni. Önnur niðurstaða er að ekki verða lagðir frekari fjármunir í sjóði til aðstoðar evruríkjum í efnahagsvanda. Þýskaland, með stuðningi Hollands og Austurríkis, neitar að bæta við 750 milljarða evra (um 114 þúsund milljarðar íslenskra króna, eða 114 billjónir) sjóð til að aðstoða evruríki í efnahagskröggum. Þá vilja ríkin ekki heldur styðja útgáfu nýrra sam-evrópskra verðbréfa. Löndin segja að nú sé tími til kominn að hrinda í framkvæmd ákvörðunum síðustu mánaða. „Það er engin skynsemi í að hefja stöðugt nýjar viðræður,“ sagði Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, eftir fundalotu síðustu daga með kollegum sínum. ESB er nú sagt reiða sig á að mjög skuldsett evrulönd, á borð við Spán og Portúgal, hrindi umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum í framkvæmd. Um leið vinnur sambandið að því að takmarka hættuna á því að óstöðugleiki í fjármálageiranum smiti út frá sér. Hluti af því eru ný álagspróf banka í ESB í febrúar. Olli Rehn, sem fer með peningamál í framkvæmdastjórn ESB, sagði nýju prófin verða „ítarlegri og yfirgripsmeiri“ en álagspróf sem lögð voru á 91 banka í júlí síðastliðnum. Þá muni verða lagt ítarlegt mat á lausafjárstöðu bankanna, sem fyrri útgáfa álagsprófsins hafi ekki gert. Rehn upplýsti ekki um hvort niðurstöður prófanna yrðu gerðar opinberar, líkt og gert var í sumar. Sjálfur sagðist hann talsmaður fulls gagnsæis, en viðurkenndi að færð hefðu verið rök fyrir því að halda niðurstöðunum leyndum og gefa bönkunum rými til að vinna úr sínum málum í næði. Álagsprófanirnar í júlí hafa verið gagnrýndar eftir að í síðasta mánuði varð ljós þörf írskra banka fyrir neyðaraðstoð. Írsku bankarnir stóðust allir júlíprófið, en einungis sjö af 91 banka fengu þá falleinkunn. Ekki hefur því tekist að eyða áhyggjum fjárfesta af heilsufari evrópskra fjármálastofnana og mögulegum áhrifum þess á skuldbindingar ríkisstjórna þeirra. Mestar áhyggjur hafa þeir af Portúgal og Spáni sem margir virðast telja veikustu hlekkina í myntsamstarfi evruþjóðanna.Í Brussel Elena Salgado, fjármálaráðherra Spánar, ræðir við kollega sína Didier Reynders frá Belgíu, Jyrki Katainen frá Finnlandi og George Osborne frá Bretlandi fyrir fund efnahagsráðs ráðherraráðs ESB í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í gær. Nordicphotos/AFP
Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira