Þrýsta á umbætur hjá evruþjóðum í vanda Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. desember 2010 06:00 Lagt á ráðin Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, og Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ræðast við í Brussel. Fréttablaðið/AP Álagspróf banka í Evrópusambandinu (ESB) hafa ekki verið nógu ströng og stendur til að hefja nýja lotu prófana í febrúar næstkomandi. Þetta er meðal niðurstaðna funda fjármálaráðherra ESB í vikunni. Önnur niðurstaða er að ekki verða lagðir frekari fjármunir í sjóði til aðstoðar evruríkjum í efnahagsvanda. Þýskaland, með stuðningi Hollands og Austurríkis, neitar að bæta við 750 milljarða evra (um 114 þúsund milljarðar íslenskra króna, eða 114 billjónir) sjóð til að aðstoða evruríki í efnahagskröggum. Þá vilja ríkin ekki heldur styðja útgáfu nýrra sam-evrópskra verðbréfa. Löndin segja að nú sé tími til kominn að hrinda í framkvæmd ákvörðunum síðustu mánaða. „Það er engin skynsemi í að hefja stöðugt nýjar viðræður,“ sagði Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, eftir fundalotu síðustu daga með kollegum sínum. ESB er nú sagt reiða sig á að mjög skuldsett evrulönd, á borð við Spán og Portúgal, hrindi umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum í framkvæmd. Um leið vinnur sambandið að því að takmarka hættuna á því að óstöðugleiki í fjármálageiranum smiti út frá sér. Hluti af því eru ný álagspróf banka í ESB í febrúar. Olli Rehn, sem fer með peningamál í framkvæmdastjórn ESB, sagði nýju prófin verða „ítarlegri og yfirgripsmeiri“ en álagspróf sem lögð voru á 91 banka í júlí síðastliðnum. Þá muni verða lagt ítarlegt mat á lausafjárstöðu bankanna, sem fyrri útgáfa álagsprófsins hafi ekki gert. Rehn upplýsti ekki um hvort niðurstöður prófanna yrðu gerðar opinberar, líkt og gert var í sumar. Sjálfur sagðist hann talsmaður fulls gagnsæis, en viðurkenndi að færð hefðu verið rök fyrir því að halda niðurstöðunum leyndum og gefa bönkunum rými til að vinna úr sínum málum í næði. Álagsprófanirnar í júlí hafa verið gagnrýndar eftir að í síðasta mánuði varð ljós þörf írskra banka fyrir neyðaraðstoð. Írsku bankarnir stóðust allir júlíprófið, en einungis sjö af 91 banka fengu þá falleinkunn. Ekki hefur því tekist að eyða áhyggjum fjárfesta af heilsufari evrópskra fjármálastofnana og mögulegum áhrifum þess á skuldbindingar ríkisstjórna þeirra. Mestar áhyggjur hafa þeir af Portúgal og Spáni sem margir virðast telja veikustu hlekkina í myntsamstarfi evruþjóðanna.Í Brussel Elena Salgado, fjármálaráðherra Spánar, ræðir við kollega sína Didier Reynders frá Belgíu, Jyrki Katainen frá Finnlandi og George Osborne frá Bretlandi fyrir fund efnahagsráðs ráðherraráðs ESB í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í gær. Nordicphotos/AFP Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Álagspróf banka í Evrópusambandinu (ESB) hafa ekki verið nógu ströng og stendur til að hefja nýja lotu prófana í febrúar næstkomandi. Þetta er meðal niðurstaðna funda fjármálaráðherra ESB í vikunni. Önnur niðurstaða er að ekki verða lagðir frekari fjármunir í sjóði til aðstoðar evruríkjum í efnahagsvanda. Þýskaland, með stuðningi Hollands og Austurríkis, neitar að bæta við 750 milljarða evra (um 114 þúsund milljarðar íslenskra króna, eða 114 billjónir) sjóð til að aðstoða evruríki í efnahagskröggum. Þá vilja ríkin ekki heldur styðja útgáfu nýrra sam-evrópskra verðbréfa. Löndin segja að nú sé tími til kominn að hrinda í framkvæmd ákvörðunum síðustu mánaða. „Það er engin skynsemi í að hefja stöðugt nýjar viðræður,“ sagði Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, eftir fundalotu síðustu daga með kollegum sínum. ESB er nú sagt reiða sig á að mjög skuldsett evrulönd, á borð við Spán og Portúgal, hrindi umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum í framkvæmd. Um leið vinnur sambandið að því að takmarka hættuna á því að óstöðugleiki í fjármálageiranum smiti út frá sér. Hluti af því eru ný álagspróf banka í ESB í febrúar. Olli Rehn, sem fer með peningamál í framkvæmdastjórn ESB, sagði nýju prófin verða „ítarlegri og yfirgripsmeiri“ en álagspróf sem lögð voru á 91 banka í júlí síðastliðnum. Þá muni verða lagt ítarlegt mat á lausafjárstöðu bankanna, sem fyrri útgáfa álagsprófsins hafi ekki gert. Rehn upplýsti ekki um hvort niðurstöður prófanna yrðu gerðar opinberar, líkt og gert var í sumar. Sjálfur sagðist hann talsmaður fulls gagnsæis, en viðurkenndi að færð hefðu verið rök fyrir því að halda niðurstöðunum leyndum og gefa bönkunum rými til að vinna úr sínum málum í næði. Álagsprófanirnar í júlí hafa verið gagnrýndar eftir að í síðasta mánuði varð ljós þörf írskra banka fyrir neyðaraðstoð. Írsku bankarnir stóðust allir júlíprófið, en einungis sjö af 91 banka fengu þá falleinkunn. Ekki hefur því tekist að eyða áhyggjum fjárfesta af heilsufari evrópskra fjármálastofnana og mögulegum áhrifum þess á skuldbindingar ríkisstjórna þeirra. Mestar áhyggjur hafa þeir af Portúgal og Spáni sem margir virðast telja veikustu hlekkina í myntsamstarfi evruþjóðanna.Í Brussel Elena Salgado, fjármálaráðherra Spánar, ræðir við kollega sína Didier Reynders frá Belgíu, Jyrki Katainen frá Finnlandi og George Osborne frá Bretlandi fyrir fund efnahagsráðs ráðherraráðs ESB í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í gær. Nordicphotos/AFP
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira