Enski boltinn

Luiz: Erum ennþá í titilbaráttunni

Dagur Lárusson skrifar
David Luiz.
David Luiz. vísir/getty
David Luiz, leikmaður Chelsea, segir að liðið sé klárlega ennþá í titilbaráttunni þrátt fyrir að vera nokkrum stigum á eftir City og Liverpool.

 

Chelsea var það lið sem batt enda á sigurgöngu Manchester City í deildinni í vetur með 2-0 sigri á Stamford Bridge en Luiz telur að með þeim sigri hafi liðið sýnt að það muni berjast um titilinn.

 

„Það vita allir hversu erfið deild þetta er og þess vegna verðum við bara að hugsa um einn leik í einu, næsta leik.“

 

„Stjórinn reynir að gefa okkur ákveðna taktík til þess að fylgja og við reynum í staðinn að fá þrjú stig í hverjum einasta leik og það til þess að vinna titilinn, ekki til þess að enda í efstu fjóru sætunum.“

 

Aðspurður hvort að þetta markmið liðsins væri raunhæft á fyrsta tímabili Sarri væri raunhæft svaraði Luiz játandi.

 

„Já, ég held það en þá verðum við að sýna mikla hófsemi, með fæturna á jörðinni og taka einn leik í einu.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×