Lífið

Demi Lovato segist „edrú og þakklát fyrir að vera á lífi“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Demi Lovato segist þurfa tíma til þess að vinna í sjálfri sér og ná bata.
Demi Lovato segist þurfa tíma til þess að vinna í sjálfri sér og ná bata. C Flanigan/Getty
Bandarísk poppsöngkonan Demi Lovato sendi í nótt frá sér röð tísta þar sem hún ávarpaði aðdáendur sína og tjáði sig lauslega um atvik sem talið er að tengist ofneyslu söngkonunnar á heróíni.

Í tístunum, sem eru alls sex talsins, lagði Lovato áherslu á að batinn og baráttan við fíknina væru fyrst og fremst hennar mál, og varaði við falsfréttum ýmissa miðla af málefnum hennar.

„Ég elska aðdáendur mína og hata slúðurmiðla. Ekki trúa öllu sem þið lesið. Sumir eru bókstaflega til í að skálda upp sögu til þess að selja blöð. Sárgrætilegt.“

Þá sagðist söngkonan hafa þá skoðun að ef hún teldi aðdáendur sína eða aðra þurfa að vita eitthvað henni tengt, þá myndi hún segja þeim það sjálf.

„Annars má fólk hætta að skrifa um bataferlið mitt, því það kemur engum við nema mér. Ég er edrú og þakklát fyrir að vera á lífi og er að sjá um MIG,“ sagði í einu af tístum Lovato.

Söngkonan sagði þá að einn daginn yrði hún tilbúin að segja frá því sem gerðist, hvers vegna það gerðist og hvernig lífi söngkonunnar er háttað í dag. Sá tími væri hins vegar ekki núna.

„Þangað til ég er tilbúin að deila því með fólki, vinsamlegast hættið að grafast fyrir og búa til drasl sem þið vitið ekkert um. Ég þarf pláss og tíma til þess að batna…“

Lovato sagðist gjarnan vilja leiðrétta ýmsar sögusagnir varðandi heilsu hennar, en tók fram að hún teldi sig ekki skulda neinar útskýringar, þannig að hún ætlaði ekki að gera það.

„Allt sem aðdáendur mínir þurfa að vita er að ég er dugleg að vinna í sjálfri mér, ég er hamingjusöm og edrú og ég er svo þakklát fyrir stuðning þeirra.“


Tengdar fréttir

Demi Lovato útskrifuð af sjúkrahúsi

Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur yfirgefið Cedars-Sinai sjúkrahúsið, hvar hún hefur dvalið síðastliðnar vikur eftir að hafa verið lögð þar inn vegna ofneyslu fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.