Draumabyrjun Solskjær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær fagnar í kvöld.
Solskjær fagnar í kvöld. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær fékk heldur betur druamabyrjun sem stjóri Manchester United er liðið vann öruggan 5-1 sigur á Cardiff á útivelli í kvöld í fyrsta leik Norðmannsins.

Eins og flestir vita tók Ole Gunnar við United út tímabilið í vikunni eftir að Jose Mourinho var rekinn. Norðmaðurinn fékk drumabyrjun á Cardiff leikvanginum.

Eftir einungis þrjár mínútur voru United komnir í 1-0. Markið skoraði Marcus Rashford beint úr aukaspyrnu en spurningarmerki má setja við Neil Etheridge í markinu.

Á 29. mínútu var staðan orðinn 2-0. Þá skoraði Ander Herrera eftir að hann fékk boltann fyrir utan vítateig Cardiff, þrumaði boltanum í varnarmann og í bláhornið.

Cardiff minnkaði þó muninn á 38. mínútu er Victor Camarasa skoraði úr vítaspyrnu eftir að Marcus Rashford handlék knöttinn innan vítateigs United.

Veislu United í fyrri hálfleik var þó ekki lokið. Anthony Martial kom þeim í 3-1 eftir stórkostlega spilamennsku fjórum mínútum fyrir hálfleik. Einnar snertingar fótbolti sem endaði með marki.

3-1 í hálfleik og það breyttist í 4-1 á 57. mínútu er Jesse Lingard skoraði úr vítaspyrnu eftir að Sol Bamba braut á Lingard sjálfum. Lingard var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma eftir laglega sendingu Pogba og lokatölur 5-1.

United er í sjötta sætinu með 29 stig en Cardiff er í sautjánda sætinu með fjórtán stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira