Varnarlína Liverpool ekki að sýna sitt rétta andlit á heimavelli Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Dries Mertens skorar mark Napoli á Anfield í vikunni. Nordicphotos/Getty Fara þarf aftur til lokaumferðar síðasta tímabils til að finna síðasta leikinn þar sem Liverpool tókst að halda hreinu á heimavelli sínum. Síðan þá hefur Liverpool leikið tíu leiki í öllum keppnum og hleypt inn sextán mörkum. Nú síðast tókst Napoli að finna leiðina fram hjá Alisson Becker í marki Liverpool í 1-1 jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en með sigri hefði Liverpool tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Þess í stað þurfa lærisveinar Jürgens Klopp að ferðast til Salzburg og ná í jafntefli hið minnsta gegn spútnikliði RB Salzburg sem hefur skorað sextán mörk í fimm leikjum í riðlinum til þessa. Varnarleikur Liverpool gjörbreyttist til hins betra fyrir 23 mánuðum þegar Virgil van Dijk var keyptur fyrir metupphæð frá Southampton. Liðið tók annað skref í rétta átt þegar Alisson var keyptur frá Roma í sumar. Í 38 leikjum á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni hélt Alisson 21 sinni hreinu, þar af tólf sinnum á heimavelli. Þá tókst aðeins PSG að skora gegn Liverpool á Anfield á vegferð félagsins að Meistaradeildartitlinum í vor. Á þessu tímabili hefur varnarleikur Liverpool ekki verið sá sami og hefur liðið aðeins haldið þrisvar hreinu í 22 leikjum í öllum keppnum. Þessir þrír leikir hafa allir farið fram á útivelli, tveir í úrvalsdeildinni gegn Burnley og Sheffield United og svo deildabikarleikur gegn MK Dons. Staða Liverpool er afar vænleg, liðið er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í efsta sæti E-riðils Meistaradeildar Evrópu en ljóst er að Jürgen Klopp þarf helst að finna lausn á vandræðum liðsins í varnarleiknum ef félagið ætlar að gera atlögu að öllum fjórum titlunum sem eru í boði. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira
Fara þarf aftur til lokaumferðar síðasta tímabils til að finna síðasta leikinn þar sem Liverpool tókst að halda hreinu á heimavelli sínum. Síðan þá hefur Liverpool leikið tíu leiki í öllum keppnum og hleypt inn sextán mörkum. Nú síðast tókst Napoli að finna leiðina fram hjá Alisson Becker í marki Liverpool í 1-1 jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en með sigri hefði Liverpool tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Þess í stað þurfa lærisveinar Jürgens Klopp að ferðast til Salzburg og ná í jafntefli hið minnsta gegn spútnikliði RB Salzburg sem hefur skorað sextán mörk í fimm leikjum í riðlinum til þessa. Varnarleikur Liverpool gjörbreyttist til hins betra fyrir 23 mánuðum þegar Virgil van Dijk var keyptur fyrir metupphæð frá Southampton. Liðið tók annað skref í rétta átt þegar Alisson var keyptur frá Roma í sumar. Í 38 leikjum á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni hélt Alisson 21 sinni hreinu, þar af tólf sinnum á heimavelli. Þá tókst aðeins PSG að skora gegn Liverpool á Anfield á vegferð félagsins að Meistaradeildartitlinum í vor. Á þessu tímabili hefur varnarleikur Liverpool ekki verið sá sami og hefur liðið aðeins haldið þrisvar hreinu í 22 leikjum í öllum keppnum. Þessir þrír leikir hafa allir farið fram á útivelli, tveir í úrvalsdeildinni gegn Burnley og Sheffield United og svo deildabikarleikur gegn MK Dons. Staða Liverpool er afar vænleg, liðið er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í efsta sæti E-riðils Meistaradeildar Evrópu en ljóst er að Jürgen Klopp þarf helst að finna lausn á vandræðum liðsins í varnarleiknum ef félagið ætlar að gera atlögu að öllum fjórum titlunum sem eru í boði.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira