Björn Kristjánsson: Hrikalega veikt andlega 29. nóvember 2019 22:30 Björn Kristjánsson í leik með KR. Vísir/Vilhelm Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Ég veit það ekki, þetta var hrikalega veikt andlega og auðvitað líkamlega líka,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, aðspurður út í hvað í ósköpunum hefði átt sér stað í Garðabænum í kvöld. „Við komum þessu niður í sex stig í byrjun síðari hálfleiks og þetta var orðið leikur. Svo fór þetta allt í einu upp í 15 og í staðinn fyrir að bregðast við urðum við bara enn veikari. Það er líka erfitt að þegar við fáum loks góð skot þá tekst okkur ekki að setja þau ofan í og þá verður þetta brekka. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“ „Ég veit það ekki en við þurfum klárlega að breyta einhverju. Hvort það er hugarfar, leikstíll eða hvað sem er þá er það ekki að virka. Get svo sem ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað ekki að virka og við þurfum allir að horfa í eigin barm,“ sagði Björn aðspurður hvort síðustu leikir væru farnir að sitja í Íslandsmeisturunum en tapið í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum liðsins. „Við bara gátum ekki spilað verr. Fengum ágætis færi sókn en gátum ekki nýtt þau og gátum ekki komið okkur til baka svo við fáum auðveld stig beint í bakið. Við vinnum ekkert lið ef við spilum svona, hvað þá lið eins og Stjörnuna.“ „Þeir eru alltaf fljótir fram og við vissum það. Að hlaupa til baka er ekki eitthvað sem þú æfir, það er eitthvað sem þú gerir bara. Og við gerðum það ekki í kvöld. Það steig enginn upp og þetta var bara ógeðslega dapurt.“ „Ég er allt í lagi. Það er ekki enn komið í ljós hvað er það. Er að bíða eftir að komast að hjá lækni, þriðja bæklunarlækninum þar að segja. Ég tók ákvörðun sjálfur þar sem ég var ekki að eyðileggja neitt með að spila og hvíldin lagaði ekki neitt svo ég er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í gang undanfarnar 3-4 vikur og mér líður ágætlega, betur en ég bjóst við. Grunnorsök meiðslanna er ekki enn komin svo ég er í raun bara enn að bíða,“ sagði Björn að lokum um meiðslin sem héldu honum á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00 Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Ég veit það ekki, þetta var hrikalega veikt andlega og auðvitað líkamlega líka,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, aðspurður út í hvað í ósköpunum hefði átt sér stað í Garðabænum í kvöld. „Við komum þessu niður í sex stig í byrjun síðari hálfleiks og þetta var orðið leikur. Svo fór þetta allt í einu upp í 15 og í staðinn fyrir að bregðast við urðum við bara enn veikari. Það er líka erfitt að þegar við fáum loks góð skot þá tekst okkur ekki að setja þau ofan í og þá verður þetta brekka. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“ „Ég veit það ekki en við þurfum klárlega að breyta einhverju. Hvort það er hugarfar, leikstíll eða hvað sem er þá er það ekki að virka. Get svo sem ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað ekki að virka og við þurfum allir að horfa í eigin barm,“ sagði Björn aðspurður hvort síðustu leikir væru farnir að sitja í Íslandsmeisturunum en tapið í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum liðsins. „Við bara gátum ekki spilað verr. Fengum ágætis færi sókn en gátum ekki nýtt þau og gátum ekki komið okkur til baka svo við fáum auðveld stig beint í bakið. Við vinnum ekkert lið ef við spilum svona, hvað þá lið eins og Stjörnuna.“ „Þeir eru alltaf fljótir fram og við vissum það. Að hlaupa til baka er ekki eitthvað sem þú æfir, það er eitthvað sem þú gerir bara. Og við gerðum það ekki í kvöld. Það steig enginn upp og þetta var bara ógeðslega dapurt.“ „Ég er allt í lagi. Það er ekki enn komið í ljós hvað er það. Er að bíða eftir að komast að hjá lækni, þriðja bæklunarlækninum þar að segja. Ég tók ákvörðun sjálfur þar sem ég var ekki að eyðileggja neitt með að spila og hvíldin lagaði ekki neitt svo ég er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í gang undanfarnar 3-4 vikur og mér líður ágætlega, betur en ég bjóst við. Grunnorsök meiðslanna er ekki enn komin svo ég er í raun bara enn að bíða,“ sagði Björn að lokum um meiðslin sem héldu honum á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00 Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00
Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00
Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30