Nýstárleg hljóð og spánnýtt verk 26. júní 2007 08:00 Tónskáldið og klarinettuleikarinn Evan Ziporyn. Mynd/Peter serling Tónlistarhópurinn Aton stendur í stórræðum þessa dagana. Hópurinn kom fram á tvennum tónleikum á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði í síðustu viku og vinnur þessa dagana að fyrstu plötu sinni sem væntanleg er síðar á árinu. Höfundar verka á fyrirhugaðri plötu eru meðal annars Hlynur Aðils Vilmarsson, Hugi Guðmundsson, Steingrímur Rohloff og Guðmundur Steinn Gunnarsson. Verkin eru samin á tímabilinu 1999-2006. Í kvöld hefjast alþjóðlegir Atondagar í Fríkirkjunni þar sem hópurinn heldur tvenna tónleika ásamt góðum gestum, en hópinn að þessu sinn skipa: Berglind María Tómasdóttir flauta, Dean Ferrell bassi og Tinna Þorsteinsdóttir píanó. Á tónleikunum í kvöld flytur hópurinn verk eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson og gamelansérfræðinginn og hinn heimskunna klarinettuleikara Evan Ziporyn frá Bandaríkjunum. Evan Ziporyn mun jafnframt tala um tónlist sína á tónleikunum. Annað kvöld heldur Ziporyn tónleika ásamt eiginkonu sinni, Christine Southworth. Í fyrri hluta tónleikanna leikur hann verk fyrir klarinettur en í síðari hlutanum leika hjónin á svokölluð G’nder Wayang-slagverkshljóðfæri af tegund gamelan-hljóðfæra sem ættuð eru frá eyjunni Balí. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem heyrist í slíkum hljóðfærum á opinberum tónleikum hér á landi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarhópurinn Aton stendur í stórræðum þessa dagana. Hópurinn kom fram á tvennum tónleikum á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði í síðustu viku og vinnur þessa dagana að fyrstu plötu sinni sem væntanleg er síðar á árinu. Höfundar verka á fyrirhugaðri plötu eru meðal annars Hlynur Aðils Vilmarsson, Hugi Guðmundsson, Steingrímur Rohloff og Guðmundur Steinn Gunnarsson. Verkin eru samin á tímabilinu 1999-2006. Í kvöld hefjast alþjóðlegir Atondagar í Fríkirkjunni þar sem hópurinn heldur tvenna tónleika ásamt góðum gestum, en hópinn að þessu sinn skipa: Berglind María Tómasdóttir flauta, Dean Ferrell bassi og Tinna Þorsteinsdóttir píanó. Á tónleikunum í kvöld flytur hópurinn verk eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson og gamelansérfræðinginn og hinn heimskunna klarinettuleikara Evan Ziporyn frá Bandaríkjunum. Evan Ziporyn mun jafnframt tala um tónlist sína á tónleikunum. Annað kvöld heldur Ziporyn tónleika ásamt eiginkonu sinni, Christine Southworth. Í fyrri hluta tónleikanna leikur hann verk fyrir klarinettur en í síðari hlutanum leika hjónin á svokölluð G’nder Wayang-slagverkshljóðfæri af tegund gamelan-hljóðfæra sem ættuð eru frá eyjunni Balí. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem heyrist í slíkum hljóðfærum á opinberum tónleikum hér á landi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira