Íslenski boltinn

Fyrirliðinn framlengdi við Keflavík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haraldur Freyr í baráttunni við Garðar Jóhannsson, sóknarmann Stjörnunnar.
Haraldur Freyr í baráttunni við Garðar Jóhannsson, sóknarmann Stjörnunnar. vísir/anton brink
Haraldur Freyr Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við lið Keflavíkur í Pepsi-deild karla. Nýi samningurinn gildir til haustsins 2016. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.

Haraldur er fyrirliði Keflavíkur en hann er uppalinn hjá félaginu og þreytti frumraun sína með meistaraflokki árið 1999. Síðan þá hefur hann leikið tæplega 200 deildar- og bikarleiki með Keflavík. Hann varð bikarmeistari með liðinu 2004.

Haraldur, sem er 33 ára, lék sem atvinnumaður um tíma, bæði í Noregi og á Kýpur. Þá hefur hann leikið með öllum yngri landsliðum Íslands auk þess sem hann á að baki tvo leiki með A-landsliðinu.

Keflavík endaði í 8. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Þá komust Keflvíkingar í úrslitaleik Borgunarbikarsins þar sem þeir biðu lægri hlut fyrir KR, 2-1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×