Það má búast við hverju sem er Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2014 20:08 Hraungos sem hófst norðan Vatnajökjuls í nótt stendur enn yfir, en það er talið allt að 50 sinnum stærra en gosið sem var þar í fyrradag. Vísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en segja atburðarás síðustu daga minna á upphaf Kröfluelda. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldgosið blasti við snemma í morgun á vefmyndavél Mílu en það kom upp á sama stað og gosið aðfararnótt föstudags. Áætlað var að kvikustrókurinn næði 20-30 metra hæð. Gossprungan náði þó lengra til norðurs og var áætluð um einn og hálfur kílómetra á lengd. Fljótlega varð ljóst að þetta gos var mun öflugra, og hraun rennslið jafnvel 10-20 sinnum meira en í fyrsta gosinu, að mati Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings, sem var með þeim fyrstu á vettvang. Ármann tók margar þeirra mynda sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi, ásamt þeim Benedikt Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, og Þorsteini Jónssyni, tæknimanni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þeir voru í nótt í skálanum í Drekagili, ásamt fleiri vísindamönnum, en skálinn er i 25 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Þeir Benedikt og Þorsteinn komu akandi til byggða upp úr hádegi og fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af þeim við Skútustaði í Mývatnssveit. “Við fengum hringingu um klukkan 6 í morgun og okkur sagt að það liti út fyrir að það væri aftur gos í gangi við Holuhraunið. Við fórum á vettvang og það stóð heima,” sagði Benedikt.Virtist ykkur vera sæmilegur kraftur í þessu?“Ég myndi ekki segja að það væri mikill kraftur í þessu, en við sáum eldtungur koma upp úr sprungunum.Hraunið var þunnfljótandi og rann tiltölulega hratt.” Benedikt segir atburðarás undanfarinna daga minna um margt á upphafið af Kröflueldum en hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. “Ég vil ekki giska á það. Það getur haldið áfram að gjósa og svo getur þetta líka hætt snögglega. Menn verða líka aða hafa í huga að það er heilmikið að gera í Bárðarbunguöskjunni. Menn verða bara að halda áfram að fylgjast með og búast við hverju sem er.” Óveðurslægðin hefur aldeilis sett strik í reikninginn og hamlað flugi yfir gosstöðvarnar. Ókyrrðin þar var sögð það mikil í dag hún væri beinlínis hættuleg flugvélum og það var ekki reynandi og komast þangað akandi, eins og tæknimaður Raunvisindastofnunar lýsti: “Það var alveg snælduvitlaust, við sáum ekki framfyrir rúðuna á bílnum,” segir Þorsteinn og segir bæði mönnum og tækjum hafa verið hætta búin á staðnum. Hann segir það magnað að hafa upplifað gosið með þessum hætti. “Þetta er magnaður atburður,” segir Þorsteinn og bætir við að örlítil hræðsla hafi gripið um sig í nálægð við gosið. “Maður verður svo lítill gagnvart þessu.” Gosstöðvar eru í um það bil 75 kílómetra fjarlægð frá Skútustöðum í Mývatnssveit, nánast í hásuður, og fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 hafa af og til verið að skima til fjalla ef ske kynni að sæist í gosmökk. Þeir höfðu séð heilmið mistur suður af, en ómögulegt sé að fullyrða um hvort um sandfok eða ösku sé að ræða. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hraungos sem hófst norðan Vatnajökjuls í nótt stendur enn yfir, en það er talið allt að 50 sinnum stærra en gosið sem var þar í fyrradag. Vísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en segja atburðarás síðustu daga minna á upphaf Kröfluelda. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldgosið blasti við snemma í morgun á vefmyndavél Mílu en það kom upp á sama stað og gosið aðfararnótt föstudags. Áætlað var að kvikustrókurinn næði 20-30 metra hæð. Gossprungan náði þó lengra til norðurs og var áætluð um einn og hálfur kílómetra á lengd. Fljótlega varð ljóst að þetta gos var mun öflugra, og hraun rennslið jafnvel 10-20 sinnum meira en í fyrsta gosinu, að mati Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings, sem var með þeim fyrstu á vettvang. Ármann tók margar þeirra mynda sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi, ásamt þeim Benedikt Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, og Þorsteini Jónssyni, tæknimanni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þeir voru í nótt í skálanum í Drekagili, ásamt fleiri vísindamönnum, en skálinn er i 25 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Þeir Benedikt og Þorsteinn komu akandi til byggða upp úr hádegi og fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af þeim við Skútustaði í Mývatnssveit. “Við fengum hringingu um klukkan 6 í morgun og okkur sagt að það liti út fyrir að það væri aftur gos í gangi við Holuhraunið. Við fórum á vettvang og það stóð heima,” sagði Benedikt.Virtist ykkur vera sæmilegur kraftur í þessu?“Ég myndi ekki segja að það væri mikill kraftur í þessu, en við sáum eldtungur koma upp úr sprungunum.Hraunið var þunnfljótandi og rann tiltölulega hratt.” Benedikt segir atburðarás undanfarinna daga minna um margt á upphafið af Kröflueldum en hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. “Ég vil ekki giska á það. Það getur haldið áfram að gjósa og svo getur þetta líka hætt snögglega. Menn verða líka aða hafa í huga að það er heilmikið að gera í Bárðarbunguöskjunni. Menn verða bara að halda áfram að fylgjast með og búast við hverju sem er.” Óveðurslægðin hefur aldeilis sett strik í reikninginn og hamlað flugi yfir gosstöðvarnar. Ókyrrðin þar var sögð það mikil í dag hún væri beinlínis hættuleg flugvélum og það var ekki reynandi og komast þangað akandi, eins og tæknimaður Raunvisindastofnunar lýsti: “Það var alveg snælduvitlaust, við sáum ekki framfyrir rúðuna á bílnum,” segir Þorsteinn og segir bæði mönnum og tækjum hafa verið hætta búin á staðnum. Hann segir það magnað að hafa upplifað gosið með þessum hætti. “Þetta er magnaður atburður,” segir Þorsteinn og bætir við að örlítil hræðsla hafi gripið um sig í nálægð við gosið. “Maður verður svo lítill gagnvart þessu.” Gosstöðvar eru í um það bil 75 kílómetra fjarlægð frá Skútustöðum í Mývatnssveit, nánast í hásuður, og fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 hafa af og til verið að skima til fjalla ef ske kynni að sæist í gosmökk. Þeir höfðu séð heilmið mistur suður af, en ómögulegt sé að fullyrða um hvort um sandfok eða ösku sé að ræða.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira