Topplið Inter náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Genoa á útivelli í ítölsku A-deildinni en það kom ekki að sök því helstu keppinautar þeirra Roma töpuðu 3-2 fyrir erkifjendum sínum í Lazio í Rómarborg.
Ófarir AC Milan héldu áfram og í kvöld tapaði liðið 2-1 heima fyrir Sampdoria.
Úrslitin á Ítalíu í kvöld:
Milan 1 - 2 Sampdoria
Cagliari 1 - 0 Atalanta
Catania 0 - 0 Siena
Empoli 0 - 0 Juventus
Genoa 1 - 1 Inter Milan
Livorno 1 - 1 Reggina
Napoli 2 - 0 Fiorentina
Parma 2 - 1 Palermo
Torino 0 - 1 Udinese
Lazio 3 - 2 AS Roma