Metarður að utan 19. mars 2008 00:01 Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. Arðgreiðslur til hluthafa bresku lágvörukeðjunnar Iceland er sú hæsta sem nokkuð félag hefur fengið utan landsteinanna. Niðurstöður liggja ekki fyrir um afkomuna í fyrra en samkvæmt heimildum Markaðarins eru líkur á að um 300 milljónir punda falli hluthöfum hennar í skaut. Það jafngildir rúmum 46 milljörðum króna miðað við gengi evru í gær. Heildararðgreiðslur Iceland-keðjunnar síðastliðin þrjú ár nema 670 milljónum punda, eða rúmum 100 milljörðum króna. Gangi allt eftir munu Baugur, Fons (sem hvorugt er skráð á markað), Kaupþing og Landsbankinn fá tæpa 37 milljarða króna en Malcolm Walker, forstjóri Iceland, og aðrir stjórnendur hennar rest. Þetta verður jafnframt annað árið í röð sem arðgreiðsla frá versluninni slær Íslandsmet í krónum talið. Til samanburðar er næststærsta arðgreiðsla sögunnar greiðsla til Existu vegna hlutar í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo Group. Greiðslan, sem nam 13,7 milljörðum króna, féll félaginu í skaut á síðasta ári. Exista sat þá á rúmum fimmtán prósenta hlut í Sampo, sem skráð er í kauphöllina í Helsinki í Finnlandi. Félagið hefur bætt við sig síðan þá og fer nú með tæpan fimmtungshlut í félaginu. Væntar arðgreiðslur Existu vegna hlutarins í Sampo nú nema 138,6 milljónum evra fyrir síðasta ár. Það jafngildir rúmum 16,8 milljörðum króna miðað við gengi evru gagnvart krónu í gær. Til viðbótar þessu tekur Exista um 600 milljónir króna vegna stöðu sinnar í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Kaupþing og Exista fara saman með um 29 prósenta hlut í fyrirtækinu og fær Kaupþing, sem á fimmtung í félaginu, 1,3 milljarða króna. Undir smásjánni Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. Arðgreiðslur til hluthafa bresku lágvörukeðjunnar Iceland er sú hæsta sem nokkuð félag hefur fengið utan landsteinanna. Niðurstöður liggja ekki fyrir um afkomuna í fyrra en samkvæmt heimildum Markaðarins eru líkur á að um 300 milljónir punda falli hluthöfum hennar í skaut. Það jafngildir rúmum 46 milljörðum króna miðað við gengi evru í gær. Heildararðgreiðslur Iceland-keðjunnar síðastliðin þrjú ár nema 670 milljónum punda, eða rúmum 100 milljörðum króna. Gangi allt eftir munu Baugur, Fons (sem hvorugt er skráð á markað), Kaupþing og Landsbankinn fá tæpa 37 milljarða króna en Malcolm Walker, forstjóri Iceland, og aðrir stjórnendur hennar rest. Þetta verður jafnframt annað árið í röð sem arðgreiðsla frá versluninni slær Íslandsmet í krónum talið. Til samanburðar er næststærsta arðgreiðsla sögunnar greiðsla til Existu vegna hlutar í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo Group. Greiðslan, sem nam 13,7 milljörðum króna, féll félaginu í skaut á síðasta ári. Exista sat þá á rúmum fimmtán prósenta hlut í Sampo, sem skráð er í kauphöllina í Helsinki í Finnlandi. Félagið hefur bætt við sig síðan þá og fer nú með tæpan fimmtungshlut í félaginu. Væntar arðgreiðslur Existu vegna hlutarins í Sampo nú nema 138,6 milljónum evra fyrir síðasta ár. Það jafngildir rúmum 16,8 milljörðum króna miðað við gengi evru gagnvart krónu í gær. Til viðbótar þessu tekur Exista um 600 milljónir króna vegna stöðu sinnar í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Kaupþing og Exista fara saman með um 29 prósenta hlut í fyrirtækinu og fær Kaupþing, sem á fimmtung í félaginu, 1,3 milljarða króna.
Undir smásjánni Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira