Hálka og éljagangur er á Hellisheiði, Sandsskeiði, Þrengslum, Reykjanesbraut og á Reykjanesi. Þá er hálka í uppsveitum Suðurlands en snjóþekja og snjókoma á flestum öðrum leiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.
Snjóþekja og snjókoma er á Holtavörðuheið, Bröttubrekku og Svínadal og á flestum leiðum á Vesturlandi, að því er segir í tilkynningunni. Snjóþekja og éljagangur er á Vatnaleið og á flestum leiðum á Snæfellsnesi en ófært er á Fróðárheiði.
Vegagerðin segir einnig þæfingsfærð og skafrenningur vera á Hálfdán, Mikladal og Kleifarheiði. Hálka eða snjóþekja á örum leiðum á Vestfjörðum og snjóþekja og snjókoma á Þröskuldum. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi þar sem er hálka eða snjóþekja og hálka og éljagangur er á Vatnskarði og Öxnadalsheiði.
Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi en hálka og snjóþekja er á Austurlandi og með suðausturströndinni.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að vegna óvenju mikils jarðsig á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.
Hálka og éljagangur víða á landinu
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
