Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2014 08:45 Þessa dagana streyma um 140 lítrar af heitu vatni út úr göngunum á hverri sekúndu. Mynd/Valgeir Ekki verður gerð önnur tilraun til að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Vatnið verður leitt út úr göngunum í rörum en einnig streymir talsvert af heitu vatni úr minni sprungum innar í göngunum. Stóra sprungan dælir enn um 65 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin Eyjafjarðarmegin á hverri sekúndu. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að loka henni með sérútbúinni efnablöndu. Síðustu tilrauninni lauk í lok nóvember en þá tókst að minnka strauminn um 30 lítra á sekúndu.Valgeir Bergmann„Þá var dælt ofan í sprungusvæðið í nokkra daga og þá lokaðist á einum stað en opnaðist á öðrum. Allar þessar aðgerðir hafa skilað einhverjum árangri en við teljum ekki forsvaranlegt að eyða meiri tíma í að reyna að þétta svæðið betur,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. Alls streyma nú um 140 lítrar af heitu vatni úr göngunum á hverri sekúndu. Um 50 lítrar af allt að 59 gráðu heitu vatni koma úr minni sprungum innar í göngunum. Lofthitinn er í kringum 30 gráður og vonast er til að hann lækki þegar vatnið úr stóru sprungunni verður komið í rör. „Það lekur mest við stafn ganganna en það stendur til að loka fyrir það með efnaþéttingu. Pípurnar verða svo til bráðabirgða til að minnka uppgufun og hitann,“ segir Valgeir. Framkvæmdir við að loka sprungunni hafa verið kostnaðarsamar. Efnablandan er dýr og erlendir sérfræðingar hafa komið að framkvæmdunum. Gangagerðin hefur einnig tafist vegna heita vatnsins og verkið er nú á eftir áætlun. Valgeir segir ekki búið að taka saman hversu mikið efnablandan hefur kostað. „Þetta er kostnaður sem má alltaf búast við í svona verki en efnagrauturinn er dýr og þetta hleypur á tugum milljóna króna. Samt sem áður erum við bara búin að nota einungis brot af því magni sem fór í gerð Héðinsfjarðarganga.“ Valgeir segir ekki ljóst hvenær gangagerð í Eyjafirði getur hafist aftur. „Það verður ekki fyrr en aðstæður batna og vatnið þeim megin minnkar. Vonandi getum við byrjað þar aftur á fyrstu mánuðum næsta árs.“ Hitinn og rakinn í göngunum urðu til þess að tæki og tól verktakans Ósafls voru færð yfir í Fnjóskadal í september. Þar hefur tekist að bora og sprengja 760 metra og eru göngin því nú alls 3.450 metra löng. „Þar gengur ágætlega en þó erum við búin að vera í leiðinda bergi inn á milli en það er ekki hægt að segja að það sé að tefja verkið þeim megin. Þar að auki er lítið sem ekkert vatn þar.“ Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ekki verður gerð önnur tilraun til að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Vatnið verður leitt út úr göngunum í rörum en einnig streymir talsvert af heitu vatni úr minni sprungum innar í göngunum. Stóra sprungan dælir enn um 65 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin Eyjafjarðarmegin á hverri sekúndu. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að loka henni með sérútbúinni efnablöndu. Síðustu tilrauninni lauk í lok nóvember en þá tókst að minnka strauminn um 30 lítra á sekúndu.Valgeir Bergmann„Þá var dælt ofan í sprungusvæðið í nokkra daga og þá lokaðist á einum stað en opnaðist á öðrum. Allar þessar aðgerðir hafa skilað einhverjum árangri en við teljum ekki forsvaranlegt að eyða meiri tíma í að reyna að þétta svæðið betur,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. Alls streyma nú um 140 lítrar af heitu vatni úr göngunum á hverri sekúndu. Um 50 lítrar af allt að 59 gráðu heitu vatni koma úr minni sprungum innar í göngunum. Lofthitinn er í kringum 30 gráður og vonast er til að hann lækki þegar vatnið úr stóru sprungunni verður komið í rör. „Það lekur mest við stafn ganganna en það stendur til að loka fyrir það með efnaþéttingu. Pípurnar verða svo til bráðabirgða til að minnka uppgufun og hitann,“ segir Valgeir. Framkvæmdir við að loka sprungunni hafa verið kostnaðarsamar. Efnablandan er dýr og erlendir sérfræðingar hafa komið að framkvæmdunum. Gangagerðin hefur einnig tafist vegna heita vatnsins og verkið er nú á eftir áætlun. Valgeir segir ekki búið að taka saman hversu mikið efnablandan hefur kostað. „Þetta er kostnaður sem má alltaf búast við í svona verki en efnagrauturinn er dýr og þetta hleypur á tugum milljóna króna. Samt sem áður erum við bara búin að nota einungis brot af því magni sem fór í gerð Héðinsfjarðarganga.“ Valgeir segir ekki ljóst hvenær gangagerð í Eyjafirði getur hafist aftur. „Það verður ekki fyrr en aðstæður batna og vatnið þeim megin minnkar. Vonandi getum við byrjað þar aftur á fyrstu mánuðum næsta árs.“ Hitinn og rakinn í göngunum urðu til þess að tæki og tól verktakans Ósafls voru færð yfir í Fnjóskadal í september. Þar hefur tekist að bora og sprengja 760 metra og eru göngin því nú alls 3.450 metra löng. „Þar gengur ágætlega en þó erum við búin að vera í leiðinda bergi inn á milli en það er ekki hægt að segja að það sé að tefja verkið þeim megin. Þar að auki er lítið sem ekkert vatn þar.“
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira