Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 08:59 Boris Johnson flytur ávarp fyrir utan Downingstræti 10 á fyrsta vinnudegi sínum eftir Covid-veikindi. Vísir/getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sneri aftur til starfa í morgun eftir hastarleg Covid-19-veikindi. Hann sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni. Hann var að endingu lagður inn á gjörgæslu og var gefið súrefni en svo útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan apríl. Þá var gefið út að hann myndi ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefði jafnað sig að fullu af veikinni. Það virðist Johnson nú hafa gert en hann ávarpaði bresku þjóðina í Lundúnum í morgun. Í ávarpinu bað hann m.a. eigendur fyrirtækja um að sýna þolinmæði og lagði áherslu á að ekki væri tímabært að grípa til umfangsmikilla tilslakana á lokunum og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Þá væri ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær Bretar geti farið að létta á samkomutakmörkunum. Þá þakkaði Johnson almenningi fyrir að hlýða tilmælum stjórnvalda og fórna réttindum sínum í þágu baráttunnar við veiruna. „Það er einnig satt að við erum að ná árangri. Færri leggjast inn á sjúkrahús og raunveruleg merki eru um að við séum að komast yfir stærsta hjallann,“ sagði Johnson. Ávarp Johnson má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13 Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sneri aftur til starfa í morgun eftir hastarleg Covid-19-veikindi. Hann sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni. Hann var að endingu lagður inn á gjörgæslu og var gefið súrefni en svo útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan apríl. Þá var gefið út að hann myndi ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefði jafnað sig að fullu af veikinni. Það virðist Johnson nú hafa gert en hann ávarpaði bresku þjóðina í Lundúnum í morgun. Í ávarpinu bað hann m.a. eigendur fyrirtækja um að sýna þolinmæði og lagði áherslu á að ekki væri tímabært að grípa til umfangsmikilla tilslakana á lokunum og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Þá væri ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær Bretar geti farið að létta á samkomutakmörkunum. Þá þakkaði Johnson almenningi fyrir að hlýða tilmælum stjórnvalda og fórna réttindum sínum í þágu baráttunnar við veiruna. „Það er einnig satt að við erum að ná árangri. Færri leggjast inn á sjúkrahús og raunveruleg merki eru um að við séum að komast yfir stærsta hjallann,“ sagði Johnson. Ávarp Johnson má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13 Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13
Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44
Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52