Þjófstörtuðu pönksenunni á Íslandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 13. desember 2014 09:30 Bubbi, Cornwell og Jakob, með húðflúr af einkennisdýri Stranglers, Rattus Norvegicus. fréttablaðið/stefán „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér. Þeir sem hituðu upp fyrir ykkur voru Halli & Laddi og síðan einhver íslensk proggsveit. Það voru engar nýbylgju- eða pönksveitir hér,“ sagði bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon í samtali við Bubba Morthens og Hugh Cornwell, fyrrverandi söngvara the Stranglers í gær. Cornwell treður upp á Gauknum í kvöld en Fréttablaðið náði að smala saman þessum gömlu pönkurum í spjall um lífið og tilveruna. „Þegar ég sá tónleikana með ykkur árið 1978 fékk ég þessa mögnuðu tilfinningu og hugsaði: „Vó! Þeir eru hættulegir, þetta er alvöru! Það vantaði „attitúdið“ og hættuna í tónlistarsenuna, þannig að þegar við byrjuðum í Utangarðsmönnum vorum við harðir á þessu. Það var eins og mæður og feður segðu krökkunum sínum: „Ekki fara og sjá þessa gaura,“ segir Bubbi fullur nostalgíu. Cornwell gerði sér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif hljómsveit hans hafði haft á þróun íslensku tónlistarsenunnar þar til nú. „Það var eins og þegar Ramones komu til Englands,“ segir Bubbi. „Stranglers höfðu gríðarleg áhrif á íslensku tónlistarsenuna. Ef þú pælir í því þá komu Stranglers, síðan við og síðan Björk og alls kyns hlutir út úr þessu. Það var eins og að kasta steini í vatn og sjá bylgjurnar. Þið höfðuð meiri áhrif en þið gætuð ímyndað ykkur.“ En hvernig kom til hugmyndin um að fara til Íslands á þessum tíma? „Núna vilja allir koma hingað en á þessum tíma var það alls ekki raunin,“ segir Bubbi. Cornwell segir það hafa verið sniðugum umboðsmönnum að þakka. „Umboðsmennirnir okkar voru mjög klárir en þarna vorum við nýbúnir að klára plötuna Black and White. Þeir stungu upp á því að fara til Íslands út af plötunni, sem var svarthvít rétt eins og Ísland, með snjóinn og myrkrið og allt það,“ segir Cornwell. Á þessum tímapunkti í samtalinu brýst rokkarinn Smutty Smiff inn en hann er einmitt að flytja Cornwell inn. „Ég elska þetta! Þetta er eins og að sjá aðalsmenn pönksins samankomna! Það er fyndið þetta með söguna, hvernig þú hugsar ekkert um hana á meðan allt á sér stað. Þegar þú varst að spila ber að ofan, Bubbi, lítandi út eins og Iggy Pop, og þegar Joe Strummer og Sid Vicious voru að horfa á mig spila – þá hugsuðum við ekkert um að þetta yrði hluti af tónlistarsögunni.“ Cornwell segir þá skemmtilega sögu. „Við vorum að hita upp fyrir Patti Smith á sínum tíma. Þarna var Joe Strummer, sem þá var í hljómsveitinni 101ers. Hann kom baksviðs til mín eftir tónleikana, faðmaði mig með tárin í augunum og sagði: „Hugh, mig langar að vera í hljómsveit eins og þú!“ Vikuna eftir það stofnaði hann The Clash.“ Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér. Þeir sem hituðu upp fyrir ykkur voru Halli & Laddi og síðan einhver íslensk proggsveit. Það voru engar nýbylgju- eða pönksveitir hér,“ sagði bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon í samtali við Bubba Morthens og Hugh Cornwell, fyrrverandi söngvara the Stranglers í gær. Cornwell treður upp á Gauknum í kvöld en Fréttablaðið náði að smala saman þessum gömlu pönkurum í spjall um lífið og tilveruna. „Þegar ég sá tónleikana með ykkur árið 1978 fékk ég þessa mögnuðu tilfinningu og hugsaði: „Vó! Þeir eru hættulegir, þetta er alvöru! Það vantaði „attitúdið“ og hættuna í tónlistarsenuna, þannig að þegar við byrjuðum í Utangarðsmönnum vorum við harðir á þessu. Það var eins og mæður og feður segðu krökkunum sínum: „Ekki fara og sjá þessa gaura,“ segir Bubbi fullur nostalgíu. Cornwell gerði sér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif hljómsveit hans hafði haft á þróun íslensku tónlistarsenunnar þar til nú. „Það var eins og þegar Ramones komu til Englands,“ segir Bubbi. „Stranglers höfðu gríðarleg áhrif á íslensku tónlistarsenuna. Ef þú pælir í því þá komu Stranglers, síðan við og síðan Björk og alls kyns hlutir út úr þessu. Það var eins og að kasta steini í vatn og sjá bylgjurnar. Þið höfðuð meiri áhrif en þið gætuð ímyndað ykkur.“ En hvernig kom til hugmyndin um að fara til Íslands á þessum tíma? „Núna vilja allir koma hingað en á þessum tíma var það alls ekki raunin,“ segir Bubbi. Cornwell segir það hafa verið sniðugum umboðsmönnum að þakka. „Umboðsmennirnir okkar voru mjög klárir en þarna vorum við nýbúnir að klára plötuna Black and White. Þeir stungu upp á því að fara til Íslands út af plötunni, sem var svarthvít rétt eins og Ísland, með snjóinn og myrkrið og allt það,“ segir Cornwell. Á þessum tímapunkti í samtalinu brýst rokkarinn Smutty Smiff inn en hann er einmitt að flytja Cornwell inn. „Ég elska þetta! Þetta er eins og að sjá aðalsmenn pönksins samankomna! Það er fyndið þetta með söguna, hvernig þú hugsar ekkert um hana á meðan allt á sér stað. Þegar þú varst að spila ber að ofan, Bubbi, lítandi út eins og Iggy Pop, og þegar Joe Strummer og Sid Vicious voru að horfa á mig spila – þá hugsuðum við ekkert um að þetta yrði hluti af tónlistarsögunni.“ Cornwell segir þá skemmtilega sögu. „Við vorum að hita upp fyrir Patti Smith á sínum tíma. Þarna var Joe Strummer, sem þá var í hljómsveitinni 101ers. Hann kom baksviðs til mín eftir tónleikana, faðmaði mig með tárin í augunum og sagði: „Hugh, mig langar að vera í hljómsveit eins og þú!“ Vikuna eftir það stofnaði hann The Clash.“
Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira