Tíunda þrenna LeBron James í vetur og hann nálgast Kobe á stigalistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 08:00 LeBron James hefur átt frábært tímabil með Los Angeles Lakers. Getty/Mike Stobe LeBron James passaði upp á það að Los Angeles Lakers færi burt með báða sigrana í heimsókn sinni til New York. Eftir að hafa unnið New York Knicks í gær þá fylgdi liðið því eftir með sigri á Brooklyn Nets í nótt. LeBron James var með þrennu í 128-113 sigri Los Angeles Lakers á Brooklyn Nets. James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var tíunda þrennan hans á tímabilinu. LBJ has the @Lakers up at the half on @NBAonTNT. 17 PTS | 6 REB | 7 AST | 3 3PM pic.twitter.com/qmcZOfo62a— NBA (@NBA) January 24, 2020 Lakers liðið skoraði alls nítján þriggja stiga körfur í leiknum sem er það mesta á tímabilinu. Tölfræðispekúlantar voru ekki aðeins með augu á þrennunni hjá LeBron James í nótt því hann nálgast nú óðum stigafjölda Kobe Bryant. Allt lítur nú út fyrir að James geti komist upp fyrir Kobe í næsta leik sem er í Philadelphia um helgina. Kobe er einmitt fæddur í Philadelphia. LeBron James er nú kominn með samtals 33.626 stig á NBA-ferlinum en Kobe Bryant endaði sinn feril með 33.643 stig. James vantar nú bara sautján stig til að komast upp í þriðja sæti listans á eftir þeim Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Anthony Davis var með 16 stig og 11 fráköst og Dwight Howard kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í vetur og bætti við 14 stigum og 12 fráköstum. Kyrie Irving skoraði 20 stig í fimmta tapi Brooklyn Nets í röð en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luka Doncic skoraði 27 stig og bætti við 9 stoðsendingum og 6 fráköstum þegar Dallas Mavericks vann 133-125 útisigur á Portland Trail Blazers. Doncic skoraði tuttugu af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Damian Lillard skoraði 47 stig fyrir Portland. Dame drops 47 PTS in encore to 61-PT performance! @Dame_Lillard joins Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan, Elgin Baylor, Pete Maravich and Devin Booker as the only players to score 108+ points in back-to-back games. pic.twitter.com/oH9caNiuO6— NBA (@NBA) January 24, 2020 The @dallasmavs (22 3PM) and @trailblazers (21 3PM) tie the NBA-RECORD with 43 combined 3-pointers! pic.twitter.com/13tE3h8MRA— NBA (@NBA) January 24, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 125-133 Brooklyn Nets - Los Angeles Lakers 113-128 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 112-124 the updated NBA standings through Thursday night's action. pic.twitter.com/9Q9SNOCV1F— NBA (@NBA) January 24, 2020 NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
LeBron James passaði upp á það að Los Angeles Lakers færi burt með báða sigrana í heimsókn sinni til New York. Eftir að hafa unnið New York Knicks í gær þá fylgdi liðið því eftir með sigri á Brooklyn Nets í nótt. LeBron James var með þrennu í 128-113 sigri Los Angeles Lakers á Brooklyn Nets. James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var tíunda þrennan hans á tímabilinu. LBJ has the @Lakers up at the half on @NBAonTNT. 17 PTS | 6 REB | 7 AST | 3 3PM pic.twitter.com/qmcZOfo62a— NBA (@NBA) January 24, 2020 Lakers liðið skoraði alls nítján þriggja stiga körfur í leiknum sem er það mesta á tímabilinu. Tölfræðispekúlantar voru ekki aðeins með augu á þrennunni hjá LeBron James í nótt því hann nálgast nú óðum stigafjölda Kobe Bryant. Allt lítur nú út fyrir að James geti komist upp fyrir Kobe í næsta leik sem er í Philadelphia um helgina. Kobe er einmitt fæddur í Philadelphia. LeBron James er nú kominn með samtals 33.626 stig á NBA-ferlinum en Kobe Bryant endaði sinn feril með 33.643 stig. James vantar nú bara sautján stig til að komast upp í þriðja sæti listans á eftir þeim Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Anthony Davis var með 16 stig og 11 fráköst og Dwight Howard kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í vetur og bætti við 14 stigum og 12 fráköstum. Kyrie Irving skoraði 20 stig í fimmta tapi Brooklyn Nets í röð en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luka Doncic skoraði 27 stig og bætti við 9 stoðsendingum og 6 fráköstum þegar Dallas Mavericks vann 133-125 útisigur á Portland Trail Blazers. Doncic skoraði tuttugu af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Damian Lillard skoraði 47 stig fyrir Portland. Dame drops 47 PTS in encore to 61-PT performance! @Dame_Lillard joins Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan, Elgin Baylor, Pete Maravich and Devin Booker as the only players to score 108+ points in back-to-back games. pic.twitter.com/oH9caNiuO6— NBA (@NBA) January 24, 2020 The @dallasmavs (22 3PM) and @trailblazers (21 3PM) tie the NBA-RECORD with 43 combined 3-pointers! pic.twitter.com/13tE3h8MRA— NBA (@NBA) January 24, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 125-133 Brooklyn Nets - Los Angeles Lakers 113-128 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 112-124 the updated NBA standings through Thursday night's action. pic.twitter.com/9Q9SNOCV1F— NBA (@NBA) January 24, 2020
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins