Mikilvægt að halda áfram Covid-sýnatöku í vetur samhliða inflúensunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 11:24 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Mikilvægt er að halda áfram sýnatökum og öðrum aðgerðum í baráttunni við kórónuveiruna næstu misseri, einkum með tilliti til inflúensu sem gengur yfirleitt yfir á veturna. Heilbrigðisyfirvöld verði að vera undirbúin undir aðra bylgju faraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsvert hefur verið rætt um mögulega seinni bylgju kórónuveirufaraldursins undanfarnar vikur, nú þegar sú fyrsta er að ganga yfir víða um heim. Þannig hefur yfirmaður sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna sagt að seinni bylgjan gæti orðið enn skæðari en sú sem nú geisar. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld á Íslandi lagt mikla áherslu á að halda áfram aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar – slagurinn sé ekki unninn. Víðir benti einmitt á í Bítinu í morgun að ekki mætti slaka alveg á í baráttunni. „Það eru margir vísindamenn að spá því að, af því að það eru tiltölulega fáir orðnir smitaðir, þannig að ef það kæmi upp ný bylgja, að hún fengi einhvern veginn að grassera óáreitt, þá myndum við fá verri bylgju,“ sagði Víðir. Ómögulegt væri þó að segja til um það hvenær hún kæmi upp. Hafa fylgst vel með Singapúr Í því samhengi nefndi hann Singapúr, sem hann kvað yfirvöld hér hafa fylgst vel með í byrjun faraldursins. Þar var farið svipað af stað og á Íslandi og heilbrigðisyfirvöld virtust hafa náð tökum á faraldrinum. Nú hefur hins vegar tekið að bera á stórum hópsýkingum veirunnar í landinu, einkum meðal erlendra farandverkamanna. „Svo er aftur á móti núna staðbundnar hópsýkingar eins og það sem við höfum verið að tala um í Vestmannaeyjum og Bolungarvík. Þeir eru að sjá það hjá sér að það eru að smitast stórir hópar sem búa þétt og lítið um smit þar fyrir utan. Þannig að þetta er eitthvað sem við erum undirbúnir undir að takast á við,“ sagði Víðir. „Við megum ekki láta þetta plata okkur“ Sérstaklega væri mikilvægt að leggja ekki árar í bát næsta vetur, þegar hin árlega inflúensa fer að herja á landsmenn. „Það er alveg hætta, að þegar inflúensan næsta vetur kemur, þar sem er mikið um tilfelli þar sem menn eru að veikjast og þá að reyna að greina einhvern veginn á milli. Þannig að þá skiptir þessi sýnataka öllu máli, þannig að við höldum áfram að halda uppi þessari getu að geta tekið sýni úr öllum þó svo að það verði bara eitt og eitt sem er Covid, á meðan 99 prósent er inflúensan. Við megum ekki láta þetta plata okkur. Það verður mikil áskorun fyrir alla að halda fókus í því þannig að við lendum ekki í því að fatta það að það sé komin ný bylgja þegar fólk er komið inn á gjörgæslu,“ sagði Víðir. Nú væru þó vissulega bjartari tímar framundan. „Við eigum að njóta lífsins og við eigum að fara í Smáralindina og kaupa skóna, kaupa stuttermabolinn og ef okkur vantar nýjar stuttbuxur, þá eigum við að gera það. En ég held að með því að við tölum áfram um þetta, þessi grundvallaratriði sem skipta máli, þá verði þetta í lagi.“ Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27. apríl 2020 08:23 Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mikilvægt er að halda áfram sýnatökum og öðrum aðgerðum í baráttunni við kórónuveiruna næstu misseri, einkum með tilliti til inflúensu sem gengur yfirleitt yfir á veturna. Heilbrigðisyfirvöld verði að vera undirbúin undir aðra bylgju faraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsvert hefur verið rætt um mögulega seinni bylgju kórónuveirufaraldursins undanfarnar vikur, nú þegar sú fyrsta er að ganga yfir víða um heim. Þannig hefur yfirmaður sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna sagt að seinni bylgjan gæti orðið enn skæðari en sú sem nú geisar. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld á Íslandi lagt mikla áherslu á að halda áfram aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar – slagurinn sé ekki unninn. Víðir benti einmitt á í Bítinu í morgun að ekki mætti slaka alveg á í baráttunni. „Það eru margir vísindamenn að spá því að, af því að það eru tiltölulega fáir orðnir smitaðir, þannig að ef það kæmi upp ný bylgja, að hún fengi einhvern veginn að grassera óáreitt, þá myndum við fá verri bylgju,“ sagði Víðir. Ómögulegt væri þó að segja til um það hvenær hún kæmi upp. Hafa fylgst vel með Singapúr Í því samhengi nefndi hann Singapúr, sem hann kvað yfirvöld hér hafa fylgst vel með í byrjun faraldursins. Þar var farið svipað af stað og á Íslandi og heilbrigðisyfirvöld virtust hafa náð tökum á faraldrinum. Nú hefur hins vegar tekið að bera á stórum hópsýkingum veirunnar í landinu, einkum meðal erlendra farandverkamanna. „Svo er aftur á móti núna staðbundnar hópsýkingar eins og það sem við höfum verið að tala um í Vestmannaeyjum og Bolungarvík. Þeir eru að sjá það hjá sér að það eru að smitast stórir hópar sem búa þétt og lítið um smit þar fyrir utan. Þannig að þetta er eitthvað sem við erum undirbúnir undir að takast á við,“ sagði Víðir. „Við megum ekki láta þetta plata okkur“ Sérstaklega væri mikilvægt að leggja ekki árar í bát næsta vetur, þegar hin árlega inflúensa fer að herja á landsmenn. „Það er alveg hætta, að þegar inflúensan næsta vetur kemur, þar sem er mikið um tilfelli þar sem menn eru að veikjast og þá að reyna að greina einhvern veginn á milli. Þannig að þá skiptir þessi sýnataka öllu máli, þannig að við höldum áfram að halda uppi þessari getu að geta tekið sýni úr öllum þó svo að það verði bara eitt og eitt sem er Covid, á meðan 99 prósent er inflúensan. Við megum ekki láta þetta plata okkur. Það verður mikil áskorun fyrir alla að halda fókus í því þannig að við lendum ekki í því að fatta það að það sé komin ný bylgja þegar fólk er komið inn á gjörgæslu,“ sagði Víðir. Nú væru þó vissulega bjartari tímar framundan. „Við eigum að njóta lífsins og við eigum að fara í Smáralindina og kaupa skóna, kaupa stuttermabolinn og ef okkur vantar nýjar stuttbuxur, þá eigum við að gera það. En ég held að með því að við tölum áfram um þetta, þessi grundvallaratriði sem skipta máli, þá verði þetta í lagi.“ Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27. apríl 2020 08:23 Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59
Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27. apríl 2020 08:23
Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37