„Við höfum gripið til ráðstafana og undirbúið lokun á veginum þegar að dimmir. Munum gera það ef þörf krefur.“
Minni bílar fá að aka sem leið liggur á þjóðveginum en Víðir og félagar munu fylgja stærri flutningabílum í gegnum svæðið. Talið er að rennsli hafi náð hámarki.
„Mér skilst á vatnamælingamönnum að toppurinn sé kominn hingað niður. Enda sjáum við hér að það skiptir metrum hvað vatnið hefur lækkað,“ segir Víðir. Hins vegar taki lengri tíma fyrir vatnið að komast í gegnum hraunið og þar eigi því enn eftir að koma toppurinn hvað varði straum vatns úr hrauninu.
Viðtal Kristjáns Más við Víði má sjá í spilaranum hér að neðan.