Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2015 14:29 "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. vísir/stefán Bergvin Oddsson mun stíga til hliðar sem formaður Blindrafélagsins og skipuð verður sérstök sannleiksnefnd til að komast að því hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á hendur Bergvini. Hann íhugar nú að fara í skaðabótamál. Halldór Sævar Guðbergsson tekur við sem formaður. „Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og hef fullan hug að bjóða mig aftur fram í formannsembætti Blindrafélagsins á næstkomandi aðalfundi. Ég vil þakka öllum þeim sem hvöttu mig áfram í þessu erfiða og ljóta máli,“ skrifar Bergvin á Facebook-síðu sína. Stjórn Blindrafélagsins lýsti á dögunum yfir vantrausti á Bergvin sem formann félagsins, og sakaði hann um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að „véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask Bergvini tengt“. Bergvin vísaði ásökunum stjórnarinnar á bug og sagðist ekki hafa sýnt óheiðarleika í störfum sínum fyrir félagið. „Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal. Ég mun taka sæti mitt sem formaður Hverfisráðs Grafarvogs eftir helgi og sinna málefnum hverfisráðsins áfram með félögum mínum þar,“ segir Bergvin. Haldinn var félagsfundur í húsnæði Blindrafélagsins á miðvikudag þar sem málið var kynnt fyrir um eitt hundrað félagsmönnum. Eftir miklar umræður náðist málamiðlunartillaga sem fól í sér að Bergvin myndi hætta sem formaður og Halldór Sævar Guðbergsson, sem gegnt hefur starfi varaformanns, tæki við sem formaður. Þá verði sannleiksnefnd sett á laggirnar, skipuð þremur óháðum aðilum, til að leggja mat á öll gögn tengd þeim atvikum sem leiddu til þess að meirihluti stjórnar og varastjórnar Blindrarfélagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin. Ályktunin var samþykkt með 97 atkvæðum gegn einu. Tengdar fréttir Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Bergvin Oddsson mun stíga til hliðar sem formaður Blindrafélagsins og skipuð verður sérstök sannleiksnefnd til að komast að því hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á hendur Bergvini. Hann íhugar nú að fara í skaðabótamál. Halldór Sævar Guðbergsson tekur við sem formaður. „Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og hef fullan hug að bjóða mig aftur fram í formannsembætti Blindrafélagsins á næstkomandi aðalfundi. Ég vil þakka öllum þeim sem hvöttu mig áfram í þessu erfiða og ljóta máli,“ skrifar Bergvin á Facebook-síðu sína. Stjórn Blindrafélagsins lýsti á dögunum yfir vantrausti á Bergvin sem formann félagsins, og sakaði hann um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að „véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask Bergvini tengt“. Bergvin vísaði ásökunum stjórnarinnar á bug og sagðist ekki hafa sýnt óheiðarleika í störfum sínum fyrir félagið. „Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal. Ég mun taka sæti mitt sem formaður Hverfisráðs Grafarvogs eftir helgi og sinna málefnum hverfisráðsins áfram með félögum mínum þar,“ segir Bergvin. Haldinn var félagsfundur í húsnæði Blindrafélagsins á miðvikudag þar sem málið var kynnt fyrir um eitt hundrað félagsmönnum. Eftir miklar umræður náðist málamiðlunartillaga sem fól í sér að Bergvin myndi hætta sem formaður og Halldór Sævar Guðbergsson, sem gegnt hefur starfi varaformanns, tæki við sem formaður. Þá verði sannleiksnefnd sett á laggirnar, skipuð þremur óháðum aðilum, til að leggja mat á öll gögn tengd þeim atvikum sem leiddu til þess að meirihluti stjórnar og varastjórnar Blindrarfélagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin. Ályktunin var samþykkt með 97 atkvæðum gegn einu.
Tengdar fréttir Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03
Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44