Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2015 10:51 Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir vatnsrennsli í Skaftá hafa vaxið gífurlega við bæinn og þjóðveg 1 það sem af er morgni. Áin sé farin upp úr farveg sínum alls staðar þar sem hún kemst og mikið af grónu landi er farið undir vatn. Þá er hún komin yfir á hraunið. „Áin er óvenjufyrirferðarmikil núna. Varnargarðar eru að komast að þolmörkum og þetta vex bara enn. Það er tæplega annað í boði en að það fari að verða tjón á varnargörðum og brúm því að þetta á bara enn eftir að vaxa,“ segir Gísli. Hann segir að hlaupið nú sé tvöfalt á við það stærsta sem hann hefur séð. Hann segir að áin sé ekki komin yfir þjóðveginn en þó er búið að loka brúnni yfir Eldvatn við Ása. „Þetta er langtum meira hlaup en við bjuggumst við. Þetta var auðvitað mjög skrýtið að ketillinn var fullur fyrir þremur árum en samt kom aldrei hlaup. Þeir vildu meina að það væri minnkandi jarðhiti en það kemur nú í ljós að það er ekki svo,“ segir Gísli.Fylgjast vel með þjóðvegi 1 Aðspurður hvort hann geti eitthvað metið hversu mikið tjón sé við bæinn hans segir hann það ekki hægt enn sem komið er. „Hlaupið er nú ekki búið ennþá svo maður spyr bara að leikslokum.“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri Almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þjóðvegur 1 sé ekki í hættu eins og er en að menn séu með allan varann á og fylgist vel með framvindu mála á nokkrum stöðum á veginum. „Menn eru náttúrulega bara að horfa á stærsta hlaup sem þeir hafa séð. Það eru engin ummerki eftir svona síðustu áratugina. Vatn flæðir hér víða um og greinilegt að margir bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni. Kálakrar eru farnir hér undir vatn, gróið land farið að rofna og það flæðir yfir tún. Svo eiga leirinn og drullan sem verða eftir í hrauninu eftir að valda vandræðum í vetur.“Rennslið 2000 rúmmetrar á sekúndu en er vanalega milli 50 og 100 rúmmetrar Hlaupið hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en Víðir segir erfitt að segja til um hvernig áin muni haga sér næstu klukkutímana þar sem hraunið gleypi mikið af vatninu.En hvernig er staðan á brúnni við Ása sem búið er að loka? „Hún er í lagi eins og er og aðrar brýr í byggð sömuleiðis. Uppi í Skaftárdal, þar sem eru bara eyðibýli, þar eru vegirnir í kringum brúrnar farnir og við vitum ekki alveg ástandið þar. En við höfum engar áhyggjur af því þar sem enginn er innilokaður, það verður bara að koma í ljós.“ Snorri Zóphóníasson hjá vatnamælingasviði Veðurstofunnar segir að vatnsrennslið við Ytri-Ása sé nú um 2000 rúmmetrar á sekúndu. Það sé vanalega um 50-100 metrar á sekúndu og fari alveg niður í 13 metra á sekúndu á veturna. Það er því ljóst að hlaupið er ógnarstórt og á bara enn eftir að vaxa í dag. Í myndbandinu hér sem Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók í morgun má sjá upptök hlaupsins við jökulbrún Skaftárjökuls. Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir vatnsrennsli í Skaftá hafa vaxið gífurlega við bæinn og þjóðveg 1 það sem af er morgni. Áin sé farin upp úr farveg sínum alls staðar þar sem hún kemst og mikið af grónu landi er farið undir vatn. Þá er hún komin yfir á hraunið. „Áin er óvenjufyrirferðarmikil núna. Varnargarðar eru að komast að þolmörkum og þetta vex bara enn. Það er tæplega annað í boði en að það fari að verða tjón á varnargörðum og brúm því að þetta á bara enn eftir að vaxa,“ segir Gísli. Hann segir að hlaupið nú sé tvöfalt á við það stærsta sem hann hefur séð. Hann segir að áin sé ekki komin yfir þjóðveginn en þó er búið að loka brúnni yfir Eldvatn við Ása. „Þetta er langtum meira hlaup en við bjuggumst við. Þetta var auðvitað mjög skrýtið að ketillinn var fullur fyrir þremur árum en samt kom aldrei hlaup. Þeir vildu meina að það væri minnkandi jarðhiti en það kemur nú í ljós að það er ekki svo,“ segir Gísli.Fylgjast vel með þjóðvegi 1 Aðspurður hvort hann geti eitthvað metið hversu mikið tjón sé við bæinn hans segir hann það ekki hægt enn sem komið er. „Hlaupið er nú ekki búið ennþá svo maður spyr bara að leikslokum.“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri Almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þjóðvegur 1 sé ekki í hættu eins og er en að menn séu með allan varann á og fylgist vel með framvindu mála á nokkrum stöðum á veginum. „Menn eru náttúrulega bara að horfa á stærsta hlaup sem þeir hafa séð. Það eru engin ummerki eftir svona síðustu áratugina. Vatn flæðir hér víða um og greinilegt að margir bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni. Kálakrar eru farnir hér undir vatn, gróið land farið að rofna og það flæðir yfir tún. Svo eiga leirinn og drullan sem verða eftir í hrauninu eftir að valda vandræðum í vetur.“Rennslið 2000 rúmmetrar á sekúndu en er vanalega milli 50 og 100 rúmmetrar Hlaupið hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en Víðir segir erfitt að segja til um hvernig áin muni haga sér næstu klukkutímana þar sem hraunið gleypi mikið af vatninu.En hvernig er staðan á brúnni við Ása sem búið er að loka? „Hún er í lagi eins og er og aðrar brýr í byggð sömuleiðis. Uppi í Skaftárdal, þar sem eru bara eyðibýli, þar eru vegirnir í kringum brúrnar farnir og við vitum ekki alveg ástandið þar. En við höfum engar áhyggjur af því þar sem enginn er innilokaður, það verður bara að koma í ljós.“ Snorri Zóphóníasson hjá vatnamælingasviði Veðurstofunnar segir að vatnsrennslið við Ytri-Ása sé nú um 2000 rúmmetrar á sekúndu. Það sé vanalega um 50-100 metrar á sekúndu og fari alveg niður í 13 metra á sekúndu á veturna. Það er því ljóst að hlaupið er ógnarstórt og á bara enn eftir að vaxa í dag. Í myndbandinu hér sem Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók í morgun má sjá upptök hlaupsins við jökulbrún Skaftárjökuls.
Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15
Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08