Elísabet kynntist fyrrverandi manni sínum almennilega þegar þau skildu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2020 10:30 Elísabet Reynisdóttir hefur heldur betur gengið í gegnum margt. Hvers vegna sækjum við í ís og súkkulaði þegar við erum í ástarsorg? Hvernig getum við læknað okkur sjálf með breyttu mataræði og lífsstíl og hvernig getum við gengið í gegnum skilnað á fallegan hátt? Vala Matt hitti næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sem sagði henni meðal annars frá því hvernig hennar fyrrverandi eiginmaður hjálpaði henni í gegnum flókinn skilnað þeirra hjóna. Þar sem þau bæði grétu og hlógu saman. Fyrir nokkrum árum varð Elísabet alvarlega veik og lamaðist þar sem hún þurfti bæði að vera í öndunarvél og í hjólastól. „Árið 2001 er ég búin að eiga dóttir mína og hún er þarna þriggja mánaða. Ég fæ bara verki í líkamann. Þetta byrjaði bara mjög hægt og þeir héldu að þetta væri vöðvabólga en svo ágerast verkirnir og ég verð slappari og síðan varð lömun í líkamanum,“ segir Elísabet sem fór einn daginn upp á heilsugæslustöð þegar hún var hætt að geta kyngt. Þaðan var hún send á Bráðamóttökuna og fékk ekki að fara heim í átta mánuði. „Þetta var sjálfsofnæmissjúkdómur. Þeir héldu að ég gæti fengið mótefni og þá myndi ég lagast fljótlega en eftir að ég fór á Grensás, þá lamaðist ég. Líklegast var líkami minn bara hruninn. Ég var í gríðarlegri streitu, átti fyrirtæki, mikið að gera og átti lítið barn. Ég var samt hamingjusöm en var ekki að hugsa nægilega vel um mig,“ segir Elísabet en það tók hana 10 ár að ná heilsunni aftur. Skilnaður alltaf sár Skilnaður hennar og fyrrverandi eiginmannsins var í raun einstakur. „Ég veit ekki hversu fallega maður getur talað um skilnað því hann er alltaf sár. Það voru komnir brestir hjá okkur og eitthvað sem okkur greindi á með. Það kom upp sú hugmynd að við myndum skilja en við vorum á réttri leið. Ég kannski vissi að við myndum skilja en það var kannski til að hugga mig. En ég bara hitti annan mann,“ segir Elísabet. „Ég varð hreinlega bara ástfangin af öðru manni og ekki búin að klára mitt hjónaband. Ég var samt mjög heiðarleg við manninn minn og talaði strax við hann, um að tilfinningar mínar voru orðnar of flæktar,“ segir Elísabet en hennar fyrrverandi maður reyndist henni mikill klettur í gegnum ferlið. Nýja sambandið entist ekki. „Það sagði við mig ein kona að þú kynnist aldrei manninum þínum eins vel og þegar þú skilur við hann og ég sannarlega kynntist mínum fyrrverandi þegar við skiljum. Ég bið um skilnað í ágúst og nýja sambandið endar í desember. Minn fyrrverandi býr á Húsavík og kom í bæinn fyrir jólin. Þá sá hann ástandið á mér og sagði strax við mig, þú ert að koma um jólin til mín. Þið og börnin, þið komið.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Elísabetu í heild sinni. Ástin og lífið Ísland í dag Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hvers vegna sækjum við í ís og súkkulaði þegar við erum í ástarsorg? Hvernig getum við læknað okkur sjálf með breyttu mataræði og lífsstíl og hvernig getum við gengið í gegnum skilnað á fallegan hátt? Vala Matt hitti næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sem sagði henni meðal annars frá því hvernig hennar fyrrverandi eiginmaður hjálpaði henni í gegnum flókinn skilnað þeirra hjóna. Þar sem þau bæði grétu og hlógu saman. Fyrir nokkrum árum varð Elísabet alvarlega veik og lamaðist þar sem hún þurfti bæði að vera í öndunarvél og í hjólastól. „Árið 2001 er ég búin að eiga dóttir mína og hún er þarna þriggja mánaða. Ég fæ bara verki í líkamann. Þetta byrjaði bara mjög hægt og þeir héldu að þetta væri vöðvabólga en svo ágerast verkirnir og ég verð slappari og síðan varð lömun í líkamanum,“ segir Elísabet sem fór einn daginn upp á heilsugæslustöð þegar hún var hætt að geta kyngt. Þaðan var hún send á Bráðamóttökuna og fékk ekki að fara heim í átta mánuði. „Þetta var sjálfsofnæmissjúkdómur. Þeir héldu að ég gæti fengið mótefni og þá myndi ég lagast fljótlega en eftir að ég fór á Grensás, þá lamaðist ég. Líklegast var líkami minn bara hruninn. Ég var í gríðarlegri streitu, átti fyrirtæki, mikið að gera og átti lítið barn. Ég var samt hamingjusöm en var ekki að hugsa nægilega vel um mig,“ segir Elísabet en það tók hana 10 ár að ná heilsunni aftur. Skilnaður alltaf sár Skilnaður hennar og fyrrverandi eiginmannsins var í raun einstakur. „Ég veit ekki hversu fallega maður getur talað um skilnað því hann er alltaf sár. Það voru komnir brestir hjá okkur og eitthvað sem okkur greindi á með. Það kom upp sú hugmynd að við myndum skilja en við vorum á réttri leið. Ég kannski vissi að við myndum skilja en það var kannski til að hugga mig. En ég bara hitti annan mann,“ segir Elísabet. „Ég varð hreinlega bara ástfangin af öðru manni og ekki búin að klára mitt hjónaband. Ég var samt mjög heiðarleg við manninn minn og talaði strax við hann, um að tilfinningar mínar voru orðnar of flæktar,“ segir Elísabet en hennar fyrrverandi maður reyndist henni mikill klettur í gegnum ferlið. Nýja sambandið entist ekki. „Það sagði við mig ein kona að þú kynnist aldrei manninum þínum eins vel og þegar þú skilur við hann og ég sannarlega kynntist mínum fyrrverandi þegar við skiljum. Ég bið um skilnað í ágúst og nýja sambandið endar í desember. Minn fyrrverandi býr á Húsavík og kom í bæinn fyrir jólin. Þá sá hann ástandið á mér og sagði strax við mig, þú ert að koma um jólin til mín. Þið og börnin, þið komið.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Elísabetu í heild sinni.
Ástin og lífið Ísland í dag Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira