Níu voru drepnir og sjö slösuðust þegar karlmaður hóf skotárás í háskóla í Oregonríki í Bandaríkjunum. Byssumaðurinn, sem var 26 ára gamall, dó í átökum við lögreglu á vettvangi.
Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til en lögreglan í Oregon hefur staðfest að verið sé að kanna skilaboð sem byssumaðurinn mun hafa skilið eftir á samfélagsmiðlum.
Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund nokkrum tímum eftir atvikið þar sem hann krafðist þess að byssulög verði hert í landinu.
