„Rödd Íslands skiptir máli“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2014 18:22 Vísir/GVA Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag lýsti minnihluti nefndarinnar yfir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gasasvæðinu. Sem og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Þá hvetur hann til þess að allra leiða verði leitað til að stöðva átökin. „Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem.“ Í bókuninni er rifjað upp að Alþingi hafi samþykkt þingályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu í nóvember 2011. Einnig hafi Alþingi skorað á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum. Þá eigi að gera á grundvelli þjóðarrétar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem meðal annars feli í sér gagnkvæma viðureknningu Ísraelsríki og Palestínuríkis. „Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta.“ Þá tekur minni hlutinn undir fordæmingu Ban Ki Moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á árásum á skóla SÞ. Bókunina alla má sjá hér að neðan: Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis lýsir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gaza og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem. Alþingi samþykkti þingsályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu þann 29. nóvember 2011. Jafnframt skoraði Alþingi á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem m.a. feli í sér gagnkvæma viðurkenningu Ísraelsríkis og Palestínuríkis. Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta. Minni hlutinn samþykkir harða fordæmingu aðalritara SÞ, Ban Ki Moon, á árásum herliðs Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna í nótt sem leið, þar sem a.m.k. 19 manns létu lífið og hátt í hundrað særðust., og tekur undir með yfirmanni Flóttamannastofnunar SÞ í Palestínu (UNRWA) sem hefur lýst árásinni sem alvarlegu broti ísraelska hersins á alþjóðalögum. Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis hvetur til þess að allra leiða verði leitað, bæði pólitískra, diplómatískra og efnahagslegra, til að stöðva blóðbaðið og þær hörmungar sem gengið hafa yfir palestínsku þjóðina. Rödd Íslands skiptir máli og henni ber áfram að beita í þágu friðar, mannréttinda, mannúðar og alþjóðalaga. Gasa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag lýsti minnihluti nefndarinnar yfir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gasasvæðinu. Sem og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Þá hvetur hann til þess að allra leiða verði leitað til að stöðva átökin. „Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem.“ Í bókuninni er rifjað upp að Alþingi hafi samþykkt þingályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu í nóvember 2011. Einnig hafi Alþingi skorað á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum. Þá eigi að gera á grundvelli þjóðarrétar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem meðal annars feli í sér gagnkvæma viðureknningu Ísraelsríki og Palestínuríkis. „Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta.“ Þá tekur minni hlutinn undir fordæmingu Ban Ki Moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á árásum á skóla SÞ. Bókunina alla má sjá hér að neðan: Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis lýsir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gaza og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem. Alþingi samþykkti þingsályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu þann 29. nóvember 2011. Jafnframt skoraði Alþingi á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem m.a. feli í sér gagnkvæma viðurkenningu Ísraelsríkis og Palestínuríkis. Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta. Minni hlutinn samþykkir harða fordæmingu aðalritara SÞ, Ban Ki Moon, á árásum herliðs Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna í nótt sem leið, þar sem a.m.k. 19 manns létu lífið og hátt í hundrað særðust., og tekur undir með yfirmanni Flóttamannastofnunar SÞ í Palestínu (UNRWA) sem hefur lýst árásinni sem alvarlegu broti ísraelska hersins á alþjóðalögum. Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis hvetur til þess að allra leiða verði leitað, bæði pólitískra, diplómatískra og efnahagslegra, til að stöðva blóðbaðið og þær hörmungar sem gengið hafa yfir palestínsku þjóðina. Rödd Íslands skiptir máli og henni ber áfram að beita í þágu friðar, mannréttinda, mannúðar og alþjóðalaga.
Gasa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira