Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 13:17 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Kína hafa orðið að skotspóni Trump, að því er virðist til þess að beina athyglinni frá gagnrýni á viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. Trump forseti hefur reynt að gera WHO að blóraböggli fyrir kórónuveirufaraldrinum sem hefur lagst þyngra á Bandaríkin en flest önnur ríki. Hann hefur sakað WHO um að vera handbendi Kínverja og að hún hafi ekki látið þjóðir heims vita nægilega snemma um hættuna sem stafaði af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Hans eigin ríkisstjórn hefur þó verið sökuð um að grípa seint og illa til aðgerða eftir að hún fékk veður af veirunni í janúar. Framlög Bandaríkjanna til WHO voru stöðvuð í sextíu daga í síðustu viku. Washington Post segir að Trump og ríkisstjórn hans vinni gegn alþjóðastofnuninni víðar. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Þannig hafi Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagt embættismönnum að fjarlægja allar tilvísanir í WHO úr upplýsingaefni um veirufaraldurinn og sniðganga stofnunina þegar kemur að lýðheilsuverkefnum sem Bandaríkin hafa stutt í gegnum WHO fram að þessu. Þess í stað beina Bandaríkin fjármunum sem fóru áður til WHO til frjálsra félagasamtaka. Pompeo hefur ekki útilokað að Bandaríkin muni hætta stuðningi við WHO varanlega. Stöðva ályktanir þar sem WHO er studd Bandaríkjastjórn hefur einnig staðið í vegi þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um viðbrögð við faraldrinum vegna andstöðu við orðalag þar sem stuðningi var lýst við WHO. Þá gátu heilbrigðisráðherrar G20-ríkjanna heldur ekki gefið út sameiginlega yfirlýsingu um faraldurinn af sömu ástæðu fyrr í þessum mánuði. Hvíta húsið hefur ennfremur hvatt bandamenn sína til þess að grafa undan trúverðugleika WHO eins og þeir geta, þar á meðal með því að fullyrða að starfsmenn stofnunarinnar fari reglulega í íburðarmiklar „lúxusferðir“. Embættismaður Hvíta hússins sagði hópi málsvara ríkisstjórnarinnar nýlega að halda þeirri sögu á lofti án þess að leggja fram nokkrar sannanir fyrir að það ætti við rök að styðjast. „Það hefur reynst ómögulegt að ná sátt við Bandaríkin um skoðanir á starfi og hlutverki WHO,“ hefur blaðið eftir háttsettum evrópskum embættismanni. Misræmi hefur verið í gagnrýni Trump á WHO sem hann segir ganga erinda Kína og dreifa áróðri þaðan. Trump hefur sjálfur ítrekað lofað viðbrögð stjórnvalda í Beijing við faraldrinum og verið hikandi við að gagnrýna Xi Jinping forseta. Vísir/EPA Segja bandamönnum að véfengja trúverðugleika WHO Aðrir þjóðarleiðtogar hafa verið tregir til að taka undir gagnrýni Trump á WHO í faraldrinum miðjum. Hægt sé að rannsaka viðbrögð stofnunarinnar við faraldrinum eftir á en þeir telja ekki viturlegt að „skipta um hest í miðri á“. Sérfræðingar óttast að undirróður Trump og bandamanna hans eigi eftir að kippa stoðunum undan Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni til lengri tíma. „Sextíu daga hlé á fjárframlögum Bandaríkjanna er höfuðverkur fyrir WHO en ekki endilega tilvistarleg ógn. Að því sögðu, ef utanríkisráðuneytið byrjar að veita öðrum fjárveitingar til að framfylgja heilbrigðisáætlunum sem WHO hefði getað haft umsjón með er hætta á að Bandaríkin byrji að dreifa fjármunum á óskilvirkan og brotakenndan hátt,“ segir Richard Gowan hjá Alþjóðlega neyðarhópnum, alþjóðlegri hugveitu. Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveiruna sem var tekin að breiðast út í Wuhan í Kína þegar um áramótin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvatti allar þjóðir til að búa sig undir að takast á við faraldurinn með eftirliti, skimun, einangrun og smitrakningu þegar í janúar. Stofnunin lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu 30. janúar. Trump hefur ítrekað haldið því fram að WHO hafi verið andsnúin ferðatakmörkunum sem hann kom á gagnvart ferðalöngum frá Kína 2. febrúar. Stofnunin lýsti engu að síður aðeins þeirri skoðun sinni að ferðabönn gögnuðust lítið til að stöðva faraldurinn. Í ljós hefur komið að kórónuveiran var líklega þegar byrjuð að dreifast um Bandaríkin í janúar, áður en ferðatakmarkanirnar tóku gildi. Eftir að Trump kom ferðatakmörkununum á aðhafðist ríkisstjórn hans þó lítið til að undirbúa sig fyrir útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum. Þannig trassaði hún að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks. Skimunarmál hafa jafnframt verið í miklum ólestri allt frá upphafi þó að hún hafi færst í aukana á undanförnum vikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54 Nú sé ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til WHO Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. 15. apríl 2020 07:48 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. Trump forseti hefur reynt að gera WHO að blóraböggli fyrir kórónuveirufaraldrinum sem hefur lagst þyngra á Bandaríkin en flest önnur ríki. Hann hefur sakað WHO um að vera handbendi Kínverja og að hún hafi ekki látið þjóðir heims vita nægilega snemma um hættuna sem stafaði af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Hans eigin ríkisstjórn hefur þó verið sökuð um að grípa seint og illa til aðgerða eftir að hún fékk veður af veirunni í janúar. Framlög Bandaríkjanna til WHO voru stöðvuð í sextíu daga í síðustu viku. Washington Post segir að Trump og ríkisstjórn hans vinni gegn alþjóðastofnuninni víðar. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Þannig hafi Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagt embættismönnum að fjarlægja allar tilvísanir í WHO úr upplýsingaefni um veirufaraldurinn og sniðganga stofnunina þegar kemur að lýðheilsuverkefnum sem Bandaríkin hafa stutt í gegnum WHO fram að þessu. Þess í stað beina Bandaríkin fjármunum sem fóru áður til WHO til frjálsra félagasamtaka. Pompeo hefur ekki útilokað að Bandaríkin muni hætta stuðningi við WHO varanlega. Stöðva ályktanir þar sem WHO er studd Bandaríkjastjórn hefur einnig staðið í vegi þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um viðbrögð við faraldrinum vegna andstöðu við orðalag þar sem stuðningi var lýst við WHO. Þá gátu heilbrigðisráðherrar G20-ríkjanna heldur ekki gefið út sameiginlega yfirlýsingu um faraldurinn af sömu ástæðu fyrr í þessum mánuði. Hvíta húsið hefur ennfremur hvatt bandamenn sína til þess að grafa undan trúverðugleika WHO eins og þeir geta, þar á meðal með því að fullyrða að starfsmenn stofnunarinnar fari reglulega í íburðarmiklar „lúxusferðir“. Embættismaður Hvíta hússins sagði hópi málsvara ríkisstjórnarinnar nýlega að halda þeirri sögu á lofti án þess að leggja fram nokkrar sannanir fyrir að það ætti við rök að styðjast. „Það hefur reynst ómögulegt að ná sátt við Bandaríkin um skoðanir á starfi og hlutverki WHO,“ hefur blaðið eftir háttsettum evrópskum embættismanni. Misræmi hefur verið í gagnrýni Trump á WHO sem hann segir ganga erinda Kína og dreifa áróðri þaðan. Trump hefur sjálfur ítrekað lofað viðbrögð stjórnvalda í Beijing við faraldrinum og verið hikandi við að gagnrýna Xi Jinping forseta. Vísir/EPA Segja bandamönnum að véfengja trúverðugleika WHO Aðrir þjóðarleiðtogar hafa verið tregir til að taka undir gagnrýni Trump á WHO í faraldrinum miðjum. Hægt sé að rannsaka viðbrögð stofnunarinnar við faraldrinum eftir á en þeir telja ekki viturlegt að „skipta um hest í miðri á“. Sérfræðingar óttast að undirróður Trump og bandamanna hans eigi eftir að kippa stoðunum undan Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni til lengri tíma. „Sextíu daga hlé á fjárframlögum Bandaríkjanna er höfuðverkur fyrir WHO en ekki endilega tilvistarleg ógn. Að því sögðu, ef utanríkisráðuneytið byrjar að veita öðrum fjárveitingar til að framfylgja heilbrigðisáætlunum sem WHO hefði getað haft umsjón með er hætta á að Bandaríkin byrji að dreifa fjármunum á óskilvirkan og brotakenndan hátt,“ segir Richard Gowan hjá Alþjóðlega neyðarhópnum, alþjóðlegri hugveitu. Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveiruna sem var tekin að breiðast út í Wuhan í Kína þegar um áramótin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvatti allar þjóðir til að búa sig undir að takast á við faraldurinn með eftirliti, skimun, einangrun og smitrakningu þegar í janúar. Stofnunin lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu 30. janúar. Trump hefur ítrekað haldið því fram að WHO hafi verið andsnúin ferðatakmörkunum sem hann kom á gagnvart ferðalöngum frá Kína 2. febrúar. Stofnunin lýsti engu að síður aðeins þeirri skoðun sinni að ferðabönn gögnuðust lítið til að stöðva faraldurinn. Í ljós hefur komið að kórónuveiran var líklega þegar byrjuð að dreifast um Bandaríkin í janúar, áður en ferðatakmarkanirnar tóku gildi. Eftir að Trump kom ferðatakmörkununum á aðhafðist ríkisstjórn hans þó lítið til að undirbúa sig fyrir útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum. Þannig trassaði hún að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks. Skimunarmál hafa jafnframt verið í miklum ólestri allt frá upphafi þó að hún hafi færst í aukana á undanförnum vikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54 Nú sé ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til WHO Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. 15. apríl 2020 07:48 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54
Nú sé ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til WHO Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. 15. apríl 2020 07:48
Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00