Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 13:07 Þetta er annar veirulausi sólarhringurinn á Íslandi frá upphafi faraldursins. Vísir/vilhelm Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls hafa því 1792 greinst með veiruna hér á landi, líkt og í gær. Afar fá sýni virðast þó hafa verið tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær, eða 25. Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldursins á Íslandi sem enginn greinist með veiruna á einum sólarhring. Þá eru virk smit á landinu nú 158 en voru 174 í gær og 1624 hafa náð bata. Nokkuð fleiri eru í sóttkví nú en í gær, eða 814, og hefur þeim því fjölgað um 119 milli daga. Þá eru þrettán innilagðir á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu, að því er fram kemur á Covid.is. Vísir greindi frá því fyrr í dag að enginn sem smitast hefur af kórónuveirunni styðst nú við öndunarvél. Það hefur ekki gerst í rúmar fimm vikur, eða frá því að fyrsti kórónuveirusmitaði einstaklingurinn var tengdur við slíkan búnað. Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar er á sínum stað klukkan 14 í dag. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir munu þar fara yfir stöðu mála með tilliti til Covid-19 hér landi, ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítala. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á Bylgjunni, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi, sem og hér á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn með kórónuveiruna í öndunarvél í fyrsta sinn í fimm vikur Enginn sem smitast hefur af kórónuveirunni styðst nú við öndunarvél. 27. apríl 2020 12:36 Mikilvægt að halda áfram Covid-sýnatöku í vetur samhliða inflúensunni Mikilvægt er að halda áfram sýnatökum og öðrum aðgerðum í baráttunni við kórónuveiruna næstu misseri, einkum með tilliti til inflúensu sem gengur yfirleitt yfir á veturna. 27. apríl 2020 11:24 Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27. apríl 2020 08:23 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls hafa því 1792 greinst með veiruna hér á landi, líkt og í gær. Afar fá sýni virðast þó hafa verið tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær, eða 25. Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldursins á Íslandi sem enginn greinist með veiruna á einum sólarhring. Þá eru virk smit á landinu nú 158 en voru 174 í gær og 1624 hafa náð bata. Nokkuð fleiri eru í sóttkví nú en í gær, eða 814, og hefur þeim því fjölgað um 119 milli daga. Þá eru þrettán innilagðir á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu, að því er fram kemur á Covid.is. Vísir greindi frá því fyrr í dag að enginn sem smitast hefur af kórónuveirunni styðst nú við öndunarvél. Það hefur ekki gerst í rúmar fimm vikur, eða frá því að fyrsti kórónuveirusmitaði einstaklingurinn var tengdur við slíkan búnað. Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar er á sínum stað klukkan 14 í dag. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir munu þar fara yfir stöðu mála með tilliti til Covid-19 hér landi, ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítala. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á Bylgjunni, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi, sem og hér á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn með kórónuveiruna í öndunarvél í fyrsta sinn í fimm vikur Enginn sem smitast hefur af kórónuveirunni styðst nú við öndunarvél. 27. apríl 2020 12:36 Mikilvægt að halda áfram Covid-sýnatöku í vetur samhliða inflúensunni Mikilvægt er að halda áfram sýnatökum og öðrum aðgerðum í baráttunni við kórónuveiruna næstu misseri, einkum með tilliti til inflúensu sem gengur yfirleitt yfir á veturna. 27. apríl 2020 11:24 Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27. apríl 2020 08:23 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Enginn með kórónuveiruna í öndunarvél í fyrsta sinn í fimm vikur Enginn sem smitast hefur af kórónuveirunni styðst nú við öndunarvél. 27. apríl 2020 12:36
Mikilvægt að halda áfram Covid-sýnatöku í vetur samhliða inflúensunni Mikilvægt er að halda áfram sýnatökum og öðrum aðgerðum í baráttunni við kórónuveiruna næstu misseri, einkum með tilliti til inflúensu sem gengur yfirleitt yfir á veturna. 27. apríl 2020 11:24
Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27. apríl 2020 08:23