Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2020 13:28 Efnahagur fólks má ekki koma í veg fyrir að það sæki sér viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu að sögn formanns Sálfræðingafélags íslands. vísir/getty Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður félagsins, segir að lýðheilsuvandi vegna hrunsins hafi komið í ljós nokkru síðar. Stjórnvöld verði að læra af hruninu með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Nú verði að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu og ryðja hindrunum, eins og fjárhagsáhyggjum, úr vegi. Að loknum heimsfaraldri sé ljóst að við þjóðinni blasi við langt og strangt uppbyggingarferli. Áskoranirnar séu ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur einnig á sviði lýðheilsu og heiðheilbrigðis. „Í gegnum svona erfiðleika þá virðist lýðheilsuvandi og líðan fólks koma fram aðeins seinna. Mér finnst mjög mikilvægt að við séum vel undirbúin þegar og ef fólk þarf á aðstoð að halda að að það sé auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu.“ Fjölskyldufólk undir miklu álagi Í upphafi faraldursins hafi mikið verið um svokallaðan Covid-kvíða. Fólk, sérstaklega eldri borgarar og þau sem veik eru fyrir, hafi verið hrætt um að smitast. Tryggvi óttast að það álag sem fólk er undir núna, og hefur verið síðan faraldurinn kom upp hér á landi, muni valda vandamálum síðar meir. Hann hefur sérstakar áhyggjur af fjölskyldufólki í þessu sambandi. „En nú gætu aðrir álagstengdir þættir farið að koma inn. Fólkið sem er búið að vera að halda utan um allt saman, eins og foreldrar sem halda utan um börnin og passa upp á námið þeirra, passa upp á að amma og afi smitist ekki en passa að stunda vinnu líka samt í þessum aðstæðum. Í framhaldinu koma fjárhagsáhyggjurnar og áhyggjur af atvinnu, þannig að álagið er ansi þungt, myndi ég segja, hjá fjölskyldufólki.“ Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heibrigðisráðherra að afgreiða frumvarpið, það sé forgangsmál. „Það er frumvarp sem hefur legið fyrir á Alþingi - þetta er annar veturinn – og það er kominn tími til að ganga frá þessu núna. Sálfræðingafélagið hefur barist fyrir þessu í mörg ár,“ segir Tryggvi. Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður félagsins, segir að lýðheilsuvandi vegna hrunsins hafi komið í ljós nokkru síðar. Stjórnvöld verði að læra af hruninu með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Nú verði að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu og ryðja hindrunum, eins og fjárhagsáhyggjum, úr vegi. Að loknum heimsfaraldri sé ljóst að við þjóðinni blasi við langt og strangt uppbyggingarferli. Áskoranirnar séu ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur einnig á sviði lýðheilsu og heiðheilbrigðis. „Í gegnum svona erfiðleika þá virðist lýðheilsuvandi og líðan fólks koma fram aðeins seinna. Mér finnst mjög mikilvægt að við séum vel undirbúin þegar og ef fólk þarf á aðstoð að halda að að það sé auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu.“ Fjölskyldufólk undir miklu álagi Í upphafi faraldursins hafi mikið verið um svokallaðan Covid-kvíða. Fólk, sérstaklega eldri borgarar og þau sem veik eru fyrir, hafi verið hrætt um að smitast. Tryggvi óttast að það álag sem fólk er undir núna, og hefur verið síðan faraldurinn kom upp hér á landi, muni valda vandamálum síðar meir. Hann hefur sérstakar áhyggjur af fjölskyldufólki í þessu sambandi. „En nú gætu aðrir álagstengdir þættir farið að koma inn. Fólkið sem er búið að vera að halda utan um allt saman, eins og foreldrar sem halda utan um börnin og passa upp á námið þeirra, passa upp á að amma og afi smitist ekki en passa að stunda vinnu líka samt í þessum aðstæðum. Í framhaldinu koma fjárhagsáhyggjurnar og áhyggjur af atvinnu, þannig að álagið er ansi þungt, myndi ég segja, hjá fjölskyldufólki.“ Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heibrigðisráðherra að afgreiða frumvarpið, það sé forgangsmál. „Það er frumvarp sem hefur legið fyrir á Alþingi - þetta er annar veturinn – og það er kominn tími til að ganga frá þessu núna. Sálfræðingafélagið hefur barist fyrir þessu í mörg ár,“ segir Tryggvi.
Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira