Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2020 13:28 Efnahagur fólks má ekki koma í veg fyrir að það sæki sér viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu að sögn formanns Sálfræðingafélags íslands. vísir/getty Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður félagsins, segir að lýðheilsuvandi vegna hrunsins hafi komið í ljós nokkru síðar. Stjórnvöld verði að læra af hruninu með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Nú verði að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu og ryðja hindrunum, eins og fjárhagsáhyggjum, úr vegi. Að loknum heimsfaraldri sé ljóst að við þjóðinni blasi við langt og strangt uppbyggingarferli. Áskoranirnar séu ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur einnig á sviði lýðheilsu og heiðheilbrigðis. „Í gegnum svona erfiðleika þá virðist lýðheilsuvandi og líðan fólks koma fram aðeins seinna. Mér finnst mjög mikilvægt að við séum vel undirbúin þegar og ef fólk þarf á aðstoð að halda að að það sé auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu.“ Fjölskyldufólk undir miklu álagi Í upphafi faraldursins hafi mikið verið um svokallaðan Covid-kvíða. Fólk, sérstaklega eldri borgarar og þau sem veik eru fyrir, hafi verið hrætt um að smitast. Tryggvi óttast að það álag sem fólk er undir núna, og hefur verið síðan faraldurinn kom upp hér á landi, muni valda vandamálum síðar meir. Hann hefur sérstakar áhyggjur af fjölskyldufólki í þessu sambandi. „En nú gætu aðrir álagstengdir þættir farið að koma inn. Fólkið sem er búið að vera að halda utan um allt saman, eins og foreldrar sem halda utan um börnin og passa upp á námið þeirra, passa upp á að amma og afi smitist ekki en passa að stunda vinnu líka samt í þessum aðstæðum. Í framhaldinu koma fjárhagsáhyggjurnar og áhyggjur af atvinnu, þannig að álagið er ansi þungt, myndi ég segja, hjá fjölskyldufólki.“ Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heibrigðisráðherra að afgreiða frumvarpið, það sé forgangsmál. „Það er frumvarp sem hefur legið fyrir á Alþingi - þetta er annar veturinn – og það er kominn tími til að ganga frá þessu núna. Sálfræðingafélagið hefur barist fyrir þessu í mörg ár,“ segir Tryggvi. Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður félagsins, segir að lýðheilsuvandi vegna hrunsins hafi komið í ljós nokkru síðar. Stjórnvöld verði að læra af hruninu með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Nú verði að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu og ryðja hindrunum, eins og fjárhagsáhyggjum, úr vegi. Að loknum heimsfaraldri sé ljóst að við þjóðinni blasi við langt og strangt uppbyggingarferli. Áskoranirnar séu ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur einnig á sviði lýðheilsu og heiðheilbrigðis. „Í gegnum svona erfiðleika þá virðist lýðheilsuvandi og líðan fólks koma fram aðeins seinna. Mér finnst mjög mikilvægt að við séum vel undirbúin þegar og ef fólk þarf á aðstoð að halda að að það sé auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu.“ Fjölskyldufólk undir miklu álagi Í upphafi faraldursins hafi mikið verið um svokallaðan Covid-kvíða. Fólk, sérstaklega eldri borgarar og þau sem veik eru fyrir, hafi verið hrætt um að smitast. Tryggvi óttast að það álag sem fólk er undir núna, og hefur verið síðan faraldurinn kom upp hér á landi, muni valda vandamálum síðar meir. Hann hefur sérstakar áhyggjur af fjölskyldufólki í þessu sambandi. „En nú gætu aðrir álagstengdir þættir farið að koma inn. Fólkið sem er búið að vera að halda utan um allt saman, eins og foreldrar sem halda utan um börnin og passa upp á námið þeirra, passa upp á að amma og afi smitist ekki en passa að stunda vinnu líka samt í þessum aðstæðum. Í framhaldinu koma fjárhagsáhyggjurnar og áhyggjur af atvinnu, þannig að álagið er ansi þungt, myndi ég segja, hjá fjölskyldufólki.“ Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heibrigðisráðherra að afgreiða frumvarpið, það sé forgangsmál. „Það er frumvarp sem hefur legið fyrir á Alþingi - þetta er annar veturinn – og það er kominn tími til að ganga frá þessu núna. Sálfræðingafélagið hefur barist fyrir þessu í mörg ár,“ segir Tryggvi.
Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira