Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Atli Ísleifsson skrifar 30. júlí 2014 10:22 Efnahagsmálaráðherra Argentínu fundar nú með þeim fjárfestum sem þreyja þorrann í samningaviðræðum við argentísk stjórnvöld í New York. Vísir/AP Efnahagsmálaráðherra Argentínu mun halda samningaviðræðum áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. Axel Kicillof átti í viðræðum við þá fjárfesta sem þreyja þorrann í New York í gærkvöldi og lauk þeim án samkomulags. Fjárfestarnir krefjast endurgreiðslu á 1,3 milljörðum Bandaríkjadala og hefur bandarískur dómari úrskurðað að umræddir fjárfestar fái greitt á miðvikudagskvöld, náist ekki samkomulag um annað. Í frétt BBC segir að orðræða argentínskra stjórnvalda hafi einkennst af því að lýsa þessum eigendum ríkisskuldabréfa, sem ekki hafa samþykkt niðurfærslu á skuldunum og krafist þess að fá þær greiddar að fullu, sem hrægömmum. Hafi þeir keypt skuldabréfin ódýrt á þeim tíma þegar Argentína gekk í gegnum sérstaklega erfiða tíma og ætlað sér að nýta slæma skuldastöðu Argentínu til að hagnast gríðarlega. Ekki eru nema tólf ár síðan argentínsk stjórnvöld lýstu landið gjaldþrota og var skuldum þess þá breytt með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Efnahagsmálaráðherra Argentínu mun halda samningaviðræðum áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. Axel Kicillof átti í viðræðum við þá fjárfesta sem þreyja þorrann í New York í gærkvöldi og lauk þeim án samkomulags. Fjárfestarnir krefjast endurgreiðslu á 1,3 milljörðum Bandaríkjadala og hefur bandarískur dómari úrskurðað að umræddir fjárfestar fái greitt á miðvikudagskvöld, náist ekki samkomulag um annað. Í frétt BBC segir að orðræða argentínskra stjórnvalda hafi einkennst af því að lýsa þessum eigendum ríkisskuldabréfa, sem ekki hafa samþykkt niðurfærslu á skuldunum og krafist þess að fá þær greiddar að fullu, sem hrægömmum. Hafi þeir keypt skuldabréfin ódýrt á þeim tíma þegar Argentína gekk í gegnum sérstaklega erfiða tíma og ætlað sér að nýta slæma skuldastöðu Argentínu til að hagnast gríðarlega. Ekki eru nema tólf ár síðan argentínsk stjórnvöld lýstu landið gjaldþrota og var skuldum þess þá breytt með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira