Erlent

Boris er nýr utanríkisráðherra Bretlands

Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri London, verður nýr utanríkisráðherra í ríkisstjórn Theresu May. Boris var einn þeirra sem stýrði kosningabaráttu aðskilnaðarsinna í kosningunni um hvort Bretland ætti að slíta sig frá Evrópusambandinu eður ei.

Johnson tekur við af Phillip Hammond sem tekur við stöðu fjármálaráðherra. George Osborne, fráfarandi fjármálaráðherra, hefur ákveðið að hætta þingstörfum.

Michael Fallon heldur stöðu sinni sem varnarmálaráðherra. Liam Fox verður næsti ráðherra erlendra viðskipta. Hann hefur áður verið í ríkisstjórn en hann sagði af sér sem varnarmálaráðherra árið 2011.

BBC greindi frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×