Þingmenn kvöddu Cameron með lófataki Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2016 13:45 David Cameron yfirgefur Downingstræti 10 í dag. Vísir/EPA David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, var kvaddur af breskum þingmönnum með lófaklappi. Hann hélt í dag síðasta fyrirspurnatíma sinn á þinginu, en hann fer á fund drottningarinnar í dag og biðst formlega lausnar. Theresa May mun að því loknu funda með drottningunni og sækjast eftir umboði til að mynda ríkisstjórn. Sem svo oft áður var föstum skotum skotið á þinginu í dag, en þingmenn virtust þó skemmta sér mjög vel. Fjölmargir brandarar voru sagðir og var létt yfir þingmönnum. Hér hefur BBC tekið saman bestu atvik þingfundarins í dag.Forvitnir geta séð atriðið um Svarta riddarann, sem Cameron líkti Jeremy Corbyn við, hér. David Cameron varði gjörðir sínar þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra Bretlands, en hann hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár. Á þeim tíma hefur margt komið upp. Til dæmis var David Cameron fyrsti leiðtogi ríkisstjórnar samstarfsflokka í Bretlandi frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar.Yngstur í 200 ár Hann var 43 ára þegar hann tók við sem forsætisráðherra af Tony Blair árið 2010 og var hann yngsti forsætisráðherra Bretlands í rúm 200 ár. Cameron leiddi Íhaldsflokkin nær miðjunni og er sagður hafa nútímavætt hann. Árið 2013 fór hann fremstur í fylkingu um að gera hjónaband samkynhneigðra löglegt. Það var samþykkt af þinginu en Cameron tapaði stuðningi íhaldssamra þingmanna Íhaldsflokksins. Cameron stóð við bakið á uppreisnarhópum í Líbýu og hvatti hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að gera slíkt hið sama. Í september 2011 var Cameron tekið sem hetju þegar hann heimsótti Líbýu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Cameron lofaði því að Líbýa myndi ekki enda eins Írak. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að það hafi þó gerst á endanum og stendur enn yfir mikil óöld í Líbýu. Hann sóttist svo eftir því að breska þingið samþykkti loftárásir gegn herafla Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, árið 2013. Þingmenn neituðu hins vegar að styðja Cameron og var tillaga hans felld í þinginu. Bretar hófu þó loftárásir gegn ISIS í Írak árið 2014 og svo í Sýrlandi ári seinna.Lagði allt undir Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Bretlandi í forsætisráðherratíð Cameron. Fyrst árið 2011 um breytingar á kosningalögum í Bretlandi og svo árið 2014 þegar Skotar kusu um að yfirgefa Bretland. Í báðum atkvæðagreiðslunum bar hlið Cameron sigur úr býtum, þó naumlega í Skotlandi. Vegna þrýstings frá stjórnarandstöðuflokkum og íhaldssamra þingmanna í Íhaldsflokknum tilkynnti Cameron í fyrra að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Breta Í Evrópusambandinu. Hann lagði allt í að honum tækist að sannfæra Breta um að vera áfram í ESB, en svo varð ekki. Meirihluti Breta kaus að yfirgefa sambandið og Cameron tilkynnti afsögn sína. Það sem meira er, þá kaus yfirgnæfandi meirihluti Skota að vera áfram í ESB og í kjölfarið af atkvæðagreiðslunni hefur hávær umræða um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Skota í ESB farið af stað. Tengdar fréttir Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45 Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, var kvaddur af breskum þingmönnum með lófaklappi. Hann hélt í dag síðasta fyrirspurnatíma sinn á þinginu, en hann fer á fund drottningarinnar í dag og biðst formlega lausnar. Theresa May mun að því loknu funda með drottningunni og sækjast eftir umboði til að mynda ríkisstjórn. Sem svo oft áður var föstum skotum skotið á þinginu í dag, en þingmenn virtust þó skemmta sér mjög vel. Fjölmargir brandarar voru sagðir og var létt yfir þingmönnum. Hér hefur BBC tekið saman bestu atvik þingfundarins í dag.Forvitnir geta séð atriðið um Svarta riddarann, sem Cameron líkti Jeremy Corbyn við, hér. David Cameron varði gjörðir sínar þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra Bretlands, en hann hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár. Á þeim tíma hefur margt komið upp. Til dæmis var David Cameron fyrsti leiðtogi ríkisstjórnar samstarfsflokka í Bretlandi frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar.Yngstur í 200 ár Hann var 43 ára þegar hann tók við sem forsætisráðherra af Tony Blair árið 2010 og var hann yngsti forsætisráðherra Bretlands í rúm 200 ár. Cameron leiddi Íhaldsflokkin nær miðjunni og er sagður hafa nútímavætt hann. Árið 2013 fór hann fremstur í fylkingu um að gera hjónaband samkynhneigðra löglegt. Það var samþykkt af þinginu en Cameron tapaði stuðningi íhaldssamra þingmanna Íhaldsflokksins. Cameron stóð við bakið á uppreisnarhópum í Líbýu og hvatti hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að gera slíkt hið sama. Í september 2011 var Cameron tekið sem hetju þegar hann heimsótti Líbýu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Cameron lofaði því að Líbýa myndi ekki enda eins Írak. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að það hafi þó gerst á endanum og stendur enn yfir mikil óöld í Líbýu. Hann sóttist svo eftir því að breska þingið samþykkti loftárásir gegn herafla Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, árið 2013. Þingmenn neituðu hins vegar að styðja Cameron og var tillaga hans felld í þinginu. Bretar hófu þó loftárásir gegn ISIS í Írak árið 2014 og svo í Sýrlandi ári seinna.Lagði allt undir Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Bretlandi í forsætisráðherratíð Cameron. Fyrst árið 2011 um breytingar á kosningalögum í Bretlandi og svo árið 2014 þegar Skotar kusu um að yfirgefa Bretland. Í báðum atkvæðagreiðslunum bar hlið Cameron sigur úr býtum, þó naumlega í Skotlandi. Vegna þrýstings frá stjórnarandstöðuflokkum og íhaldssamra þingmanna í Íhaldsflokknum tilkynnti Cameron í fyrra að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Breta Í Evrópusambandinu. Hann lagði allt í að honum tækist að sannfæra Breta um að vera áfram í ESB, en svo varð ekki. Meirihluti Breta kaus að yfirgefa sambandið og Cameron tilkynnti afsögn sína. Það sem meira er, þá kaus yfirgnæfandi meirihluti Skota að vera áfram í ESB og í kjölfarið af atkvæðagreiðslunni hefur hávær umræða um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Skota í ESB farið af stað.
Tengdar fréttir Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45 Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45
Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00
Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58
Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22