„Benjamín er sterkasti krakki sem ég þekki“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. mars 2014 19:53 Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ mynd/björn harðarsonFjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ mynd/björn harðarsonFjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira