Óttast að verkfall dragist á langinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. mars 2014 14:39 Vísir/Stefán/GVA Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segist ekki vongóð um að samningar takist í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins um helgina. Samninganefnd ríkisins var ekki mætt á boðaðan samningafund í morgun. Guðríður óttast að verkfall geti dregist á langinn. Samninganefnd framhaldsskólakennara átti bókaðan fund með samninganefnd ríkisins klukkan tíu í morgun. Á tólfta tímanum fyrir hádegi var samninganefnd ríkisins ekki mætt, að sögn Guðríðar. „Það eru fjölmargir þættir sem við erum að fjalla um. Auðvitað snýst þetta um kaup og kjör, það gerir það. En það er líka ákveðin textavinna sem við erum að fara í gegnum og útfærsla á samningnum. Það eru enn fjölmargir þættir óafgreiddir hvað það varðar. Ég tel ólíklegt að samið verði um helgina nema verulega dragi til tíðinda þegar fulltrúar ríkisins mæta,“ á fund,“ segir Guðríður. Hún segist óttast að verkfall í framhaldsskólum geti dregist á langinn, nema ríkið komi fram með tilboð sem endurspegli eðlilegar kjarabætur fyrir stéttina. „Ég held að allir geri sér grein fyrir því að við viljum fá leiðréttingu á okkar launum og verða með laun til jafns við félaga okkar, sérfræðinga hjá ríkinu. Við höfum ekkert vikið frá þeirri kröfu og sitjum við samningaborðið með það markmið að ná því,“ segir Guðríður.Uppfært: Stjórn Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum sendi frá sér tilkynningu eftir hádegi þar sem segir að samningsaðilar hafi farið yfir stöðu viðræðna hvor í sínum hóp í morgun og síðan á sameiginlegum fundi sem hófst kl. hálftólf. „Viðræður dagsins eru beint framhald samningafundar sem stóð í allan gærdag. Viðræðunefnd kennara og stjórnenda leggur áherslu á að samningaviðræður helgarinnar skili aðilum nær samkomulagi,“ segir í tilkynningu sem þau Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður samninganefndar FF og Ólafur H. Sigurjónsson formaður FS sendu síðdegis. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segist ekki vongóð um að samningar takist í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins um helgina. Samninganefnd ríkisins var ekki mætt á boðaðan samningafund í morgun. Guðríður óttast að verkfall geti dregist á langinn. Samninganefnd framhaldsskólakennara átti bókaðan fund með samninganefnd ríkisins klukkan tíu í morgun. Á tólfta tímanum fyrir hádegi var samninganefnd ríkisins ekki mætt, að sögn Guðríðar. „Það eru fjölmargir þættir sem við erum að fjalla um. Auðvitað snýst þetta um kaup og kjör, það gerir það. En það er líka ákveðin textavinna sem við erum að fara í gegnum og útfærsla á samningnum. Það eru enn fjölmargir þættir óafgreiddir hvað það varðar. Ég tel ólíklegt að samið verði um helgina nema verulega dragi til tíðinda þegar fulltrúar ríkisins mæta,“ á fund,“ segir Guðríður. Hún segist óttast að verkfall í framhaldsskólum geti dregist á langinn, nema ríkið komi fram með tilboð sem endurspegli eðlilegar kjarabætur fyrir stéttina. „Ég held að allir geri sér grein fyrir því að við viljum fá leiðréttingu á okkar launum og verða með laun til jafns við félaga okkar, sérfræðinga hjá ríkinu. Við höfum ekkert vikið frá þeirri kröfu og sitjum við samningaborðið með það markmið að ná því,“ segir Guðríður.Uppfært: Stjórn Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum sendi frá sér tilkynningu eftir hádegi þar sem segir að samningsaðilar hafi farið yfir stöðu viðræðna hvor í sínum hóp í morgun og síðan á sameiginlegum fundi sem hófst kl. hálftólf. „Viðræður dagsins eru beint framhald samningafundar sem stóð í allan gærdag. Viðræðunefnd kennara og stjórnenda leggur áherslu á að samningaviðræður helgarinnar skili aðilum nær samkomulagi,“ segir í tilkynningu sem þau Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður samninganefndar FF og Ólafur H. Sigurjónsson formaður FS sendu síðdegis.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira