Fjöldi umsagna berst vegna þingsályktunar Gunnars Braga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 29. mars 2014 07:00 Fjölmenni hefur lagt leið sína á Austurvöll síðustu vikur til að krefjast þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB. Rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um sama efni á vefnum. Margir vilja líka koma skoðunum sínum milliliðalaust til utanríkismálanefndar Alþingis. Fréttablaðið/Valli Á þriðja tug athugasemda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir einstaklingar, félagasamtök og hagsmunaaðilar sem senda inn athugasemdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosninganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillagan dregin til baka.Gunnar Bragi SveinssonAðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Félags rafiðnaðarmanna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að matarverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðsluseðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðsluáætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunnars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Á þriðja tug athugasemda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir einstaklingar, félagasamtök og hagsmunaaðilar sem senda inn athugasemdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosninganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillagan dregin til baka.Gunnar Bragi SveinssonAðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Félags rafiðnaðarmanna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að matarverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðsluseðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðsluáætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunnars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira