Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda Freyr Bjarnason skrifar 29. mars 2014 07:00 Christopher Carmichael er yfir sig ástfanginn af Íslandi og ætlar að búa hér í framtíðinni. Christopher Carmichael, 26 ára Kanadamaður, kom hingað til lands í byrjun ársins ásamt vini sínum Jerome Jarre, stjörnu samskiptamiðilsins Vine. Allt ætlaði um koll að keyra í Smáralind þegar Jarre mætti þangað því hundruð ungmenni söfnuðust þar saman til að berja hann augum. Carmichael hreifst svo af landi og þjóð að hann langar að búa hér til frambúðar og stofna fyrirtæki. Á Facebook-síðu sinni heldur hann því fram að Ísland geti bjargað heiminum með notkun rafmyntarinnar umdeildu, Auroracoin, sem Íslendingar gátu í fyrsta sinn notað á miðnætti, aðfaranótt þriðjudags. Reyndar telur hann að mögulega ætti Ísland að búa til sína eigin útgáfu af myntinni þar sem engin leynd hvíldi yfir því hver væri á bak hana. Aðspurður segist Carmichael ekki tengjast Auroracoin með beinum hætti. „Það var skrítið þegar ég kom hingað í janúar. Þá var ég að tala um að einhver ætti að búa til nýjan gjaldmiðil og skrifaði á Reddit [vefsíðuna] um að fólk ætti að koma með Bitcoin og Dotcoin til Íslands. Það væri eina landið þar sem aðstæður væru fullkomnar fyrir rafmynt til að ná fótfestu. Þremur vikum síðar tilkynnti einhver að hann væri að stofna Auroracoin. Ég trúði því ekki og hélt að það tæki mörg ár fyrir Íslendinga að búa til eitthvað þessu líkt,“ segir Carmichael, sem hefur fylgst með Íslandi síðan bankahrunið varð 2008. „Ísland þarf augljóslega á nýjum gjaldmiðli að halda. Öll stjórnvöld í heiminum reyna að halda aftur af rafmynt af ýmsum toga og passa upp á hún verði ekki of stór í sniðum,“ segir hann en Seðlabanki Íslands og fleiri stofnanir hafa varað við myntinni. „Menn voru ekki heldur sammála því að jörðin væri hnöttótt. Í gamla daga var fólk drepið fyrir að koma fram með hugmyndir sem hljómuðu klikkaðar en núna getum við talað um þær, sem er svalt.“ Hann bætir við að Ísland gæti vel orðið efnahagsveldi í heiminum. „Fyrsta landið sem mun leyfa svona gjaldmiðli að þrífast mun byggja upp nýja tækni fyrir fjármálakerfið sem hefur ekki sést áður, þannig að peningar munu flæða inn í landið frá öðrum löndum. Þess vegna tel ég að vegna fámennisins á Íslandi gæti rafmynt haft gríðarmikla fjárhagslega kosti fyrir hverja einustu manneskju.“Kennitölur ganga kaupum og sölum Íslendingar geta sótt sér sína 31,8 aura hver á slóðina Auroracoin.org í gegnum kennitölu sína. Eitthvað hefur verið um það að kennitölur fólks hafa gengið kaupum og sölum, til dæmis í Háskóla Íslands. Auk þess er myntin sjálf seld, meðal annars í opnum Aurora-hópi á Facebook. Þar eru ýmsar vörur sömuleiðis boðnar til sölu fyrir Auroracoin, þar á meðal leikjatölva, mánaðaráskrift af Skjá Einum og ljósmyndavél. Dæmi eru einnig um að fólk hafi skipt Auroracoin yfir í aðra rafmynt, Bitcoin, og fengið fyrir hana Bandaríkjadali greidda út á Paypal en á þeim reikningi er hægt að senda peninga á milli fólks í gegnum tölvupóst. Manneskjan á bak við Auracoin, sem gengur dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir myntina vera tækifæri til að segja skilið við verðbólgu, gjaldeyrishöft og gengisfellingu hins hefðbundna fjármagnskerfis. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Christopher Carmichael, 26 ára Kanadamaður, kom hingað til lands í byrjun ársins ásamt vini sínum Jerome Jarre, stjörnu samskiptamiðilsins Vine. Allt ætlaði um koll að keyra í Smáralind þegar Jarre mætti þangað því hundruð ungmenni söfnuðust þar saman til að berja hann augum. Carmichael hreifst svo af landi og þjóð að hann langar að búa hér til frambúðar og stofna fyrirtæki. Á Facebook-síðu sinni heldur hann því fram að Ísland geti bjargað heiminum með notkun rafmyntarinnar umdeildu, Auroracoin, sem Íslendingar gátu í fyrsta sinn notað á miðnætti, aðfaranótt þriðjudags. Reyndar telur hann að mögulega ætti Ísland að búa til sína eigin útgáfu af myntinni þar sem engin leynd hvíldi yfir því hver væri á bak hana. Aðspurður segist Carmichael ekki tengjast Auroracoin með beinum hætti. „Það var skrítið þegar ég kom hingað í janúar. Þá var ég að tala um að einhver ætti að búa til nýjan gjaldmiðil og skrifaði á Reddit [vefsíðuna] um að fólk ætti að koma með Bitcoin og Dotcoin til Íslands. Það væri eina landið þar sem aðstæður væru fullkomnar fyrir rafmynt til að ná fótfestu. Þremur vikum síðar tilkynnti einhver að hann væri að stofna Auroracoin. Ég trúði því ekki og hélt að það tæki mörg ár fyrir Íslendinga að búa til eitthvað þessu líkt,“ segir Carmichael, sem hefur fylgst með Íslandi síðan bankahrunið varð 2008. „Ísland þarf augljóslega á nýjum gjaldmiðli að halda. Öll stjórnvöld í heiminum reyna að halda aftur af rafmynt af ýmsum toga og passa upp á hún verði ekki of stór í sniðum,“ segir hann en Seðlabanki Íslands og fleiri stofnanir hafa varað við myntinni. „Menn voru ekki heldur sammála því að jörðin væri hnöttótt. Í gamla daga var fólk drepið fyrir að koma fram með hugmyndir sem hljómuðu klikkaðar en núna getum við talað um þær, sem er svalt.“ Hann bætir við að Ísland gæti vel orðið efnahagsveldi í heiminum. „Fyrsta landið sem mun leyfa svona gjaldmiðli að þrífast mun byggja upp nýja tækni fyrir fjármálakerfið sem hefur ekki sést áður, þannig að peningar munu flæða inn í landið frá öðrum löndum. Þess vegna tel ég að vegna fámennisins á Íslandi gæti rafmynt haft gríðarmikla fjárhagslega kosti fyrir hverja einustu manneskju.“Kennitölur ganga kaupum og sölum Íslendingar geta sótt sér sína 31,8 aura hver á slóðina Auroracoin.org í gegnum kennitölu sína. Eitthvað hefur verið um það að kennitölur fólks hafa gengið kaupum og sölum, til dæmis í Háskóla Íslands. Auk þess er myntin sjálf seld, meðal annars í opnum Aurora-hópi á Facebook. Þar eru ýmsar vörur sömuleiðis boðnar til sölu fyrir Auroracoin, þar á meðal leikjatölva, mánaðaráskrift af Skjá Einum og ljósmyndavél. Dæmi eru einnig um að fólk hafi skipt Auroracoin yfir í aðra rafmynt, Bitcoin, og fengið fyrir hana Bandaríkjadali greidda út á Paypal en á þeim reikningi er hægt að senda peninga á milli fólks í gegnum tölvupóst. Manneskjan á bak við Auracoin, sem gengur dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir myntina vera tækifæri til að segja skilið við verðbólgu, gjaldeyrishöft og gengisfellingu hins hefðbundna fjármagnskerfis.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira