Erlent

Stjórnarherir Chad og Súdan takast á

Hersveitir í Chad og Súdan hafa tekist á á landamærum ríkjanna tveggja undanfarna daga. Herinn í Chad hafði áður hrint árás uppreisnarmanna frá Súdan. Samkvæmt tölum frá Súdan létu 17 súdanskir hermenn lífið í átökunum en Chad neitar ennþá að barist hafi verið innan landamæra ríkisins.

Löndin tvö hafa í töluverðan tíma eldað grátt silfur saman og ásakað hvort annað um að styðja uppreisnarhópa gegn hvoru öðru. Darfúr hérað Súdan liggur að Chad og hafa tugþúsundir flóttamanna streymt yfir landamærin undanfarin ár. Ástandið hefur síðan versnað þar sem að uppreisnarmennirnir hafa elt flóttamennina yfir landamærin og til Chad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×