Bíó og sjónvarp

Gamlar gersemar

Kvikmyndasafnið sýnir heimildarmyndir um flug.
Kvikmyndasafnið sýnir heimildarmyndir um flug.

Kvikmyndasafn Íslands ­gref­ur upp gersemar úr sínum fórum og sýnir á næstu dögum nokkrar heimildarmyndir frá fornri tíð. Í kvöld og næstkomandi laugardag verðar sýndar myndir frá hnattflugi Nelsons og félaga hans sem komu við í Reykjavík árið 1924 og heimildarmynd um Ítalann Balbo sem flaug yfir Atlantshafið og drap niður fæti hér árið 1933.

Í næstu viku er síðan komið að heimildarmyndum um fornar jöklaferðir en myndskeið sem þá verða sýnd eru frá fjórða áratugnum og sýna til að mynda fransk-íslenskan leiðangur á Vatnajökul sem farinn var við afar erfiðar aðstæður.

Sýningarnar fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum kl. 20 og á laugardögum kl. 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.