Erlent

Norður-Kórea fær aðgang að frystum fjármunum

Norður-kóreskur hermaður horfir á Suður-kóreska hermenn ræða málin.
Norður-kóreskur hermaður horfir á Suður-kóreska hermenn ræða málin. MYND/AFP
Stjórnvöld í Macau hafa ákveðið að gefa Norður-Kóreu aðgang að fjármunum sem höfðu verið frystir að beiðni Bandaríkjamanna. Embættismenn og stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga talsverða fjármuni í bönkum á Macau og var þetta atriði það sem kom í veg fyrir að viðræður um afvopnun Norður-Kóreu gætu haldið áfram. Ekki hefur þó verið gefið upp hvenær Norður-Kórea fær aðgang að peningunum né hversu háar upphæðir er um að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×