Erlent

Rússar segja ekkert sanna staðhæfingar Írana

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. MYND/AFP

Rússar segjast ekki hafa neina sönnun á því að Íranar hafi náð einhverjum áfanga sem bendi til þess að þeir geti nú auðgað úran í miklu magni. Utanríkisráðuneyti Rússlands skýrði frá þessu í dag.

Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sagði eftirfarandi: „Við höfum ekki orðið varir við neinar tækniframfarir sem gætu leitt til breytinga í kjarnorkuáætlun Írana eða getu þeirra til þess að framleiða úran." Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði fréttamönnum að engu að síður væri tilkynning Írana tekin alvarlega.

Hann bætti jafnframt við að hann héldi að Íranar hefðu ekki gangsett allar 3.000 skilvindurnar. „Við erum að vinna í málinu og erum í sífelldu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina. Við viljum ekki byggja málflutning okkar á tilfinningum, eins og hefur verið mikið um, heldur viljum við byggja mál okkar á staðreyndum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×