Innlent

Á sjötta þúsund á Björk og Hot Chip

Frá tónleikunum í gær.
Frá tónleikunum í gær. MYND/Anton

Húsfyllir varð í Laugardalshöll í gærkvöldi þegar Björk hélt tónleika þar. Miðar á tónleikanna seldust upp við innganginn eftir að þeir voru hafnir og því hafa verið á sjötta þúsund í Höllinni þegar mest lét.

Tónleikarnir marka upphaf átján mánaða tónleikaferðalags Bjarkar sem hún fer í tilefni af útkomu nýrrar plötu sem er væntanleg í verslanir þann 7. maí næstkomandi. Eftir að Björk hafði lokið við sitt í gærkvöldi steig breska rafpoppsveitin Hot Chip á svið við góðar undirtektir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×