Erlent

Dæmdir fyrir fjöldamorð

Stríðsglæpadómsstóll í Serbíu dæmdi í dag fjóra menn til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Þeir voru meðlimir í serbneskum vígasveitum, Sporðdrekasveitunum svokölluðu. Á myndbandsupptöku sem sýnd var við réttarhöldin mátti sjá mennina skjóta bosnísk ungmenni í bakið þar sem þau lágu bundin á höndum ofan í skurði. Fyrir vikið fengu þeir þrettán til tuttugu ára langa fangelsisdóma en félagi þeirra sem var einnig ákærður var hins vegar sýknaður. Átta þúsund múslimar voru stráfelldir í fjöldamorðunum í Srebrenica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×